Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 82
Tímarit Máls og menningar mér finnast bera keim af skrifum Prousts. Karl leitar liðinnar tíðar með því að skrifa sjálfsævisögu sína, ekki satt? P.Q.: Jú, en öfugt við sögumann Prousts finnur Karl ekkert, hann nær ekki að handsama neitt. Sannleikurinn smýgur úr greip hans. Þetta er að- eins goðsögn um líf, tilbúningur einn. F.R.: Barokklistin og list 17. aldarinnar virðist vera þér einkar hjartfólg- in. Hver er ástæðan fyrir því? P.Q.: Eg hef sérstakan áhuga á því sem var að gerast í upphafi 17du ald- arinnar. Þróunin í málaralist, tónlist og bókmenntum var merkileg á þessu tímabili og menn fóru að spyrja byltingarkenndra spurninga. Hvernig er hægt að tjá ástríður á nýjan hátt? Hvernig getum við slegið töfrum á það sem veldur okkur þjáningum? Ég er ákaflega hrifinn af tónlistinni frá þessu tímabili og leik hana reglulega með vinum mínum eins og áður sagði. Hin dularfullu, innhverfu málverk eftir de La Tour og Caravaggio eru snilldar- verk. Og bókmenntir þessa tíma eru feykilega auðugar. Lífsviðhorf þessara listamanna fellur mér vel í geð því að þeir eru búnir að sjá í gegnum blekk- ingu stjórnmálanna og þjóðfélagsins. Þeir láta sér því nægja að hafa ofan af fyrir fólki með list sinni og vonast til að geta þannig afvegaleitt hugsun þess um dauðann, svona stund og stund. F.R.: I Wurtembergsalnnm er tónlistin undir, yfir og allt um kring í sög- unni, en finnst þér hugtakið tónræn skáldsaga hæfa henni? P.Q.: Nei, ég er síður en svo hrifinn af þessu hugtaki. Ef til vill sökum þess hvað ég er mikill tónlistarunnandi. Raunar er þörf mín fyrir tónlist framar öðru sprottin af því að innra með mér, eins og okkur öllum, suða sífellt raddir sem herja á hugsunina. Tónlistin er andstæða þessa. Hún virk- ar eins og vítissódi á þessar innri raddir. Tónlistin tæmir algerlega, hreinsar hugann. Og í stað þess að hrærast í hávaða, í fuglasöng, í skrjáfi laufsins kýs ég að dveljast í tónlistinni. Tónlistin er mál sem er handan tungu- málsins, andhverfa tungumálsins. Skáldsagan getur reynt að ná áhrifum tónlistarinnar, en þar sem hún gerir það með orðum, með söguþræði, getur sagan aldrei orðið tónlist. Skáldsagan má ekki látast vera tónlist. Það er grundvallarmunur á tungumálinu, þar sem langt er á milli orðsins og til- finningarinnar, og tónlistinni, þar sem leitast er við að láta tón og hughrif renna saman í eitt. F.R.: Mér finnst þú engu að síður skrifa taktfast og tónrænt mál. P.Q.: Það má vera, en saga er ekki söngur. Hver bók er viðleitni til að lifa í þögn, til að varðveita minningu um lífshljóm. Eins og eitthvað sem hverfur á braut og kemur til baka á ný til að vera. Ef lesandinn öðlast daufa tónræna tilfinningu við lestur bóka minna er ég ánægður. Tónlistin, eink- 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.