Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 10
Malín Brand malin@mbl.is Það geta eflaust margir tekiðundir það að áætlanir okk-ar um „hvað við ætlum aðverða“ í lífinu geta lengi breyst. Tóta er ein þeirra sem eru afar sáttir við að svo sé enda hefur hún komið víða við á ævinni, rétt eins og litrík og fjölbreytt listsköpun hennar ber vitni. Þó datt henni aldr- ei í hug að hún ætti eftir að skrifa bók en ár- ið 2012 kom út bók hennar I love being alive og kom hún út í tilefni af opnun myndlistarsýn- ingar hennar í Hafnarborg í nóvember 2012 og bar yfirskriftina Ég elska að vera til. Bókina unnu hjónin saman en eiginmaður Tótu, Tómas Jónsson, er bæði ljósmynd- ari og grafískur hönnuður. „Hann var alltaf að taka myndir af börn- unum, fjölskyldunni og mér. Þegar ég lauk námi í myndlistaskólanum fór hann að taka myndir af verk- unum mínum. Þannig að þetta var eiginlega uppsafnað,“ segir Tóta um þær fjölmörgu og ljómandi skemmtilegu ljósmyndir Tómasar sem prýða bókina. „Eftir sýninguna í Hafnarborg vorum við bæði komin með eitthvað sem ég var að skrifa og uppsafnaðar myndir af verkunum mínum. Þannig að í bókinni eru hug- leiðingar, verkin, myndirnar hans Tomma af mér á öllum aldurs- skeiðum. Það var nú eiginlega það óþægilegasta en honum fannst það Stígur fagurfræðin með sunnanvindinum? Listakonan og búningahönnuðurinn Þórunn Elísabet Sveinsdóttir eða Tóta eins og hún er kölluð, hefur skemmtilegt og jákvætt viðhorf til lífsins. Hún er full af lífs- orku og elskar að vera til. Stundum eru hugmyndirnar í halarófu á eftir kollinum á henni, enda segist hún oft fara fram úr sjálfri sér, svo öflugt er hugarflugið. Þetta og meira til má lesa um í bókinni I love being alive sem nýverið var endurútgefin. Ljósmyndir/Tómas Jónsson Fallegt Í bókinni fá lesendur að sjá skrautlegt heimili þeirra Tótu og Tóm- asar og um leið innsýn inn í ævintýralega og hrífandi veröld Tótu. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Styrktarfélagið Jógahjartað stóð fyr- ir útgáfu lags og myndbands fyrir skemmstu en því er ætlað að minna börn og fullorðna á það fallega sem býr innra með þeim og auka ham- ingju, ljós og frið í hjarta. Lagið er sungið af börnum í kór Hörðuvallaskóla en þar hefur verið jógakennsla fyrir öll börn í 1.-4. bekk í haust. Öll vinna við það er unnin í sjálfboðavinnu og þökkum við öllum sem gerðu það mögulegt. Jógahjartað skipulagði kennslu fyrir 700 börn í jóga, hugleiðslu og slökun á haustönn í 6 grunnskólum á Íslandi. Er almenn ánægja með verk- efnið og það sem börnin lærðu var t.d. djúp öndun, ýmsar stöður til að liðka líkamann og hugleiðslur til að róa hugann og finna frið í hjarta svo eitthvað sé nefnt. Með því að fara inn á síðu Jógahjartans má hlusta á lagið og horfa á myndband þess. Vefsíðan www.jogahjartad.com Ljósið innra með okkur Hjartað Hugmyndin að baki laginu var að minna á það fallega sem býr í fólki. Í kvöld klukkan 19 verður jólaganga Hafnarfjarðar farin frá Suðurbæjar- laug að jólaþorpinu. Íshestar munu með fagurlega skreytta fáka leiða gönguna. Annars verður Þorláks- messudagskrá jólaþorpsins með fjöl- breyttasta móti. Jólahúsin verða opnuð klukkan 16 og á milli 10 og 17:30 leikur Sveinn Sigurjónsson á harmonikku fyrir gesti. Klassískur söngkvartett kemur þá fram og klukkan 18 stígur hljómsveitin Berg- mál á svið. Klukkan 20, að jólagöng- unni lokinni, verður fjöldasamsöngur og skötusmakk í þorpinu og eflaust líf og fjör fram eftir kvöldi. Endilega … … farið í jóla- göngu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjör Mikil hátíð verður í jólaþorpinu. Í tilefni jólanna er öllum áhugasöm- um boðið í árlegt opið hús Geð- hjálpar, að Borgartúni 3 í dag. Húsið verður opið frá klukkan 9 til 16. Boðið verður upp á drykki og veit- ingar í anda jólanna ásamt því að allir gestir fá lítinn jólapakka. Jólakvikmynd við hæfi allra í fjöl- skyldunni verður sýnd kl. 14.00 og fleira skemmtilegt verður á dag- skránni. Landssamtökin Geðhjálp voru stofnuð fyrir rúmum þrjátíu og fimm árum eða þann 9. október árið 1979 og eru hagsmunasamtök þeirra sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vanda- mála. Tilgangur félagsins er að bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, svo og aðstand- enda þeirra. Á meðal þess sem Geð- hjálp hugar að er að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé virt og þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að sé framfylgt og að stuðla að málefnalegri umræðu í samfélag- inu. Í dag er því kjörið tækifæri til að kynna sér starf Geðhjálpar og líta við í Borgartúni fyrir klukkan 16 í dag. Opið hús hjá Geðhjálp í dag Andi jólanna, pakkar, veitingar og kvikmynd fyrir fjölskyldur Morgunblaðið/Ásdís Stefna Geðhjálp er hagsmunafélag allra þeirra er berjast við geðraskanir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Sjálfvirk rennibraut inn á heimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.