Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 14
„Þeir sem sömdu íslendingasögurnar voru gæddir hæfileikum til að koma heimssögulegum veruleika fyrir með fáum og einföldum orðum í litlu dæmi. Þeir kunnu að draga upp myndir sem útheimtist til æsilegrar frásögu, oít af mönnum sem enginn kannaðist við annarsstaðar að, úr marklitlum pláss- u um. Eitt af því sem einkennir norrænu nútímasöguna er að hve miklu leyti hún sækir efnivið sinn í fábreytilegan hvunndaginn, í veröld þorpa, borgar- hverfa og þar fram eftir götum. Að mörgu leyti má segja að á síðustu árum og áratugum hafi bókmenntirnar færst nær kjarna alþýðlegrar frásagnarlist- ar sem, einsog allir vita, einkennist öðru fremur af ýkjum, hjátrú og smá- smugulegri nákvæmni; því sem er ótrúlegt en satt. Því meir sem höfundur nálgast kjarna veruleikans, því hærra flýgur andinn. Menn tala um að Norðurlönd standi á tímamótum, að vegir landanna liggi í ólíkar áttir. Stundum finnst mér einsog menn haldi að Evrópa sé aðeins einn viðskiptasamningur. Ég held að sú miðaldasagnalist sem sköpuð var af munkum uppi á íslandi standi kjarna evrópskrar menningar nær en toll- múrarómantík og glerhúsafundir. Mér finnst skrýtið að sjá fisktonnum og grænmeti velt eftir samninga- borðum og þjóðum raðað upp í hagtöflur einsog dægurlögum á vinsælda- lista. Áhugi umheimsins á Norðurlöndum hefur vissulega verið mismikill. Við myndum ekki lengur belti frumstæðra þjóða, sem kunna að vera áhugaverð- ar fyrir fólk með áhuga á mannfræði. Ferðaskrifstofur nútímans hafa fundið enn fjarlægari verur. En menning okkur stendur einsog klettur í hafi og áhugi umheimsins á henni eykst stöðugt. Kvikmyndir okkar, tónlist okkar, myndlist og bók- menntir ættu fyrir löngu að hafa kippt fótunum undan þeirri minnimáttar- kennd sem oft hefur mátt heyra á norrænum fundum og þingum. Við bjóðum til veislu og í henni sitja ekki aðeins æsir fornaldar og víkingar aðframkomnir af skeggvexti, heldur nútímafólk sem hefur aflað sér mennt- unar og þekkingar og er tilbúið að mæta nýrri öld með arf forfeðranna í farteskinu. Norden er i orden. Og enn og aftur þakka ég. 8 TMM 1995:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.