Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 32
tilfinningu áður. Það var til dæmis erfitt að skrifa síðustu kaflana í Riddur- unum. Á vissan hátt eru þessar tvær bækur skyldar þó að andrúmsloftið í Englunum sé skyldast Vængjaslætti í þakrennum. Mér finnst eiginlega að ég hafi sameinað í Englunum andrúmsloftið í trílogíunni og hina beinu frásögn sem mótaðist í smásögunum og Rauðum dögum. Þá er ég að tala um frásagnartæknina. Sagan gekk nærri mér, einkum eftir að ég gerði mér grein fyrir því að ég var að skrifa um heim glataðra möguleika, þessa dæmdu tilveru, þar sem lífið er eins og fangelsisdómur þó að fólkið sé kannski ekki lokað inni allan tímann. Það var mjög erfitt að skrifa bókina, en líka skemmtileg ögrun að því leyti að ég var að segja frá hlutum sem fáir segja frá, frá heimi sem er mörgum lokaður en sem snertir mjög marga. Ég fékk sterk viðbrögð frá fólki fyrir að segja þessa sögu.“ Nú þekktir þú vanda þeirra sem búa með geðklofa einstaklingi íjjölskyldu, en settirðu þig inn í sjúkdóminn að öðru leyti? „Já, ég gerði það. Samt veit ég ekkert hvað skitsófrenía er. Eitt prósent af mannkyninu hefur alltaf verið haldið þessum sjúkdómi, en sjúkdómsein- kennin eru ekki hrein og klár. Ég ætlaði heldur ekki að skrifa sjúkdómsgrein- ingu eða sjúkdómslýsingu. En ég las mikið af gögnum, komst í plögg sem hópur hjúkrunarfræðinga hafði unnið um Kleppsspítalann og sögu geðsjúk- dóma á íslandi. Ég las allt sem ég gat náð í af slíku. Ég skoðaði sálfræðirit og hafði líka lesið talsvert af þeim áður. Menn eins og Freud og Jung eru á kreiki í manni. Einnig las ég töluvert af bókum sem komu út á 7. áratugnum eftir tilraunasálfræðinga eins og Ronald D. Laing og Goffmann, og Mary Barnes sem skrifaði reynslulýsingar. Margar þessar bækur voru gefandi og frjóar og komu mér á óvart, því menn afgreiða oft sjöunda áratuginn sem úreltan. Ég sótti líka ráðstefnu um geðsjúkdóma þar sem voru læknar, hjúkrunarfólk, starfsfólk spítala og aðstandendur. En verkið sem mér fannst kannski sterkast af öllum var eitt af meistara- verkum norrænna bókmennta um hugsýki — Inferno eftir Strindberg. Það sýndi mér glöggt livað skáldskapurinn getur gefið miklu breiðari sýn á sjúkdóma og hugaróra heldur en fræðirit eða einstaklingsbundnar reynslu- lýsingar.“ Einar Már strýkur hárið snöggt með báðum höndum frá enninu. „Heims- bókmenntirnar loga náttúrlega af geðveiki,“ segir hann svo og hlær hátt. „Maður hefur alltaf verið að lesa bókmenntir um menn með sterka óra í höfðinu, hvort sem það er Raskolnikov hjá Dostojevskí eða Don Kíkóti frá Mancha, Ólafur Kárason hjá Halldóri Laxness eða sérvitringar Williams Heinesens og Gabríel García Marquez. Það mætti líka nefna verk eins og Samúelsbók eftir Delblanc, Barböru eftir Jörgen Frantz Jacobsen, og náttúr- 26 TMM 1995:2 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.