Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 57
ÞAÐ ER UM MANNINN AÐ TEFLA “ svip dr. Brodda er ég rétti honum Birtingsheftið. Hann tók við heftinu og fletti því um stund. Svo fór hann að tala. Hann ræddi um listina, þróun hennar og sögu, stefnur og strauma. Allt með þeirri orðsnilld sem hann var þekktur fyrir. Og skyndilega var stundin á enda, heil kennslustund hafði far- ið í að ræða 1. hefti Birtings og allir þögðu með athygli. Einhver heyrðist þó tauta: Ég skil ekkert í honum Brodda að eyða heilli kennslustund í þetta. Þegar maður flettir nú þessu hefti, hlýtur maður að undrast viðbrögð sem þessi. Þarna er m.a. grein um byggingarlist eftir Hörð Ágústsson og önnur um listsýningar eftir Hjörleif Sigurðsson, auk þess sem ritið hefst á kvæðinu um Maríu Farrar eftir Bertolt Brecht í þýðingu Halldórs Laxness. Það er ekki einsog verið sé að brúka ódýran munn. Trúlega hefur varla sést hér kurteis- ara tímarit. Ég hef hér reynt að lýsa þessu tilað sýna hvernig umhorfs var í þjóðfélagi okkar á þessum tíma og hvaða viðtökur mættu ungu listafólki sem vildi reyna nýjar leiðir. Jóni Óskari og félögum hans kynntist ég fýrst árið 1958. Varð það með þeim hætti að ég vandi komur mínar í fornbókaverslun við Traðarkotssund að skoða gamlar bækur og keypti gjarnan kver að lesa. Eftir mig höfðu þá birst líklega 2 ljóð í Eimreiðinni og eitt í Sunnudagsblaði Tím- ans. Dag nokkurn er ég var einn að skoða, kemur kaupmaðurinn til mín og segir með nokkrum þjósti; þú yrkir rímað. Þetta kom mér á óvart, vanari skömmum fyrir hið gagnstæða, svo a.m.k. einu sinni lá við barsmíðum. Kaupmaðurinn reyndist vera Jón úr Vör. Við röbbuðum saman og hann spurði hvort ég ætti ekki ljóðasyrpu. Þetta ámálgaði hann síðar sem lauk með því að ég lét hann hafa syrpuna. Nokkru seinna bauð hann mér til kvöldverð- ar heima hjá sér í Kópavogi. Að málsverði loknum sagðist hann hafa valið 30-40 Ijóð úr syrpunni er hann taldi hæf til útgáfu. Kvaðst hann hafa sent ljóðin til Einars Braga er þá bjó við Hjarðarhagann í Reykjavík og skyldi ég gera vart við mig þar. Ég leitaði svo uppi Hjarðarhagann og knúði dyra hjá skáldinu. Mér var forkunnarvel tekið og drakk ég fyrsta kaffibollann á heim- ili þeirra hjóna, en þeir urðu margir síðar. Einar hafði sent handritið til Jóns Óskars sem bjó að Blönduhlíð 4 að mig minnir. Ég hélt þangað og einnig þar var mér tekið af alúð og kurteisi. Ræddum við Jón Óskar lengi saman og hlýddum á tónlist. Jón var þá búinn að koma handritinu til Kristjáns Karls- sonar sem þá var orðinn einn merkasti bókmenntafræðingur á landinu, en Kristján vann á þessum tíma hjá Helgafellsútgáfu Ragnars í Smára. Ég hringdi til Kristjáns sem mælti sér mót við mig á Gildaskálanum við Aðal- stræti. Kristján spanderaði kaffi og rjómatertu og sagðist hafa mælt með útgáfu við Ragnar Jónsson og væri réttast ég hitti Ragnar í Listamannaskál- anum kl. 1. e.h. tiltekinn dag. Er ég svo kom þar á tilsettum tíma og svipaðist um eftir Ragnari sá ég engan. Við dyrnar sat kona bakvið glerrúðu með gati TMM 1999:2 ww w. mm. is 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.