Ský - 01.01.2006, Side 8

Ský - 01.01.2006, Side 8
E yrarrósin 2006 kom í hlut LungA, listahátíðar ungs fólks, Austur- landi og var afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 13. janúar. Í umsögn dómnefndar segir: LungA er einkar litrík menningarhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjölbreytt dagskrá með þátttöku innlendra sem erlendra listamanna dregur athygli að staðnum. Myndlist, tón- list, sirkus og útiviðburðir tvinna saman skemmtilega dagskrá, sem höfðar til fjöl- menns hóps heimamanna og gesta. Viðurkenningin er fjárstyrkur að upphæð 1,5 milljón, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands. Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti viðurkenninguna og hún er jafnframt vernd- ari Eyrarrósarinnar. Þrjú verkefni höfðu áður verið valin úr hópi fjölmargra umsækjenda og voru þau öll kynnt sérstaklega á Bessastöðum. Hin verkefnin tvö eru Kórastefna við Mývatn og Jöklasýning á Höfn í Hornafirði. Hlutu þau 200 þúsund króna fjárstyrk hvort og flug- miða frá Flugfélagi Íslands. Eyrarrósin á rætur sínar í því að fyrir um tveimur árum síðan gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni. Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitar- félaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningar- verkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. LungA hlaut Eyrarrósina 2006 Stutt og laggott 8 sk‡ sky ,

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.