Ský - 01.01.2006, Qupperneq 43

Ský - 01.01.2006, Qupperneq 43
 sk‡ 43 dalnum hafi haft mikið að segja um að Rúnar fékk inngöngu. Bóndi á krossgötum Síðasti bærinn í dalnum fjallar um roskinn bónda sem stendur frammi fyrir því að þurfa að bregða búi. Jón Sigurbjörnsson leikur aðalhlutverkið, bóndann sem býr í síðasta bænum í dalnum. Þegar til stendur að flytja hann og Gróu hans á elliheimili í Reykjavík tekur hann til sinna ráða. Aðrir leikarar eru Kristjana Vagnsdóttir, Sigurður Skúlason, Ólafía Hrönn Jónsdottir, Kjartan Bjarg- mundsson og Arnheiður Steinþórsdóttir. Myndin er tekin í Dýrafirði og er Magni Ágústsson tökumaður, Kjartan Kjartansson sá um hljóð og tónlistin er eftir Kjartan Sveinsson, sem er meðlimur Sigur Rósar. Eins og áður segir hefur Síðasti bærinn í dalnum verið sigursæl á hátíðum undanfarna mánuði, en hún var meðal annars valin besta stuttmyndin á Nordisk Panorama 2004, besta stuttmyndin á Kiev International Film Festival Molodist 2004 og fékk Edduverð- launin í sínum flokki árið 2004. Þá fékk hún aðalverðlaunin á Huesca International Film Festival á Spáni. Þá má geta þess að sjón- varpsstöðin Arte í Frakklandi hefur keypt sýningarrétt á myndinni og þrír bandarískir dreifendur vilja dreifa myndinni þar í landi. Það er svo að frétta af Rúnari að á vegum Zik Zak mun hann hefja gerð sinnar fyrstu leiknu kvikmyndar í fullri lengd í sumar. Myndin hefur enn ekki fengið nafn en nú stendur yfir undirbúningsvinna og handrits- gerð. Skúli er að lokum spurður hvort hann ætli ekki til Hollywood á óskarshátíðina 6. mars. „Ég kemst því miður ekki sjálfur þar sem ég á von á barni um sama leyti, en Rúnar og Þórir fara. Ég verð að láta mér nægja að vera límdur við sjónvarpið.“ Jón Sigurbjörnsson ræðir málin við leikstjórann Rúnar Rúnarsson. Kvikmyndir Texti: Himar Karlsson sky ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.