Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 10
Þau eru mörg kennileitin í Vesturbænum. Melabúðin, Vesturbæjarlaugin ... og Hraði. Fatahreinsunin Hraði hefur verið í Vesturbænum í áratugi og er fastur punktur í daglegu lífi margra Vesturbæinga. Raunar er það svo að svo að viðskiptavinir Hraða koma víða að af höfuðborgarsvæðinu og hafa haldið tryggð við hreins- unina alla tíð. Fyrirtækið var stofnað árið 1966. Upphaflega sem hrað- hreinsun sem hvorki blettahreins- aði föt né pressaði og þannig er nafnið til komið. Fjótlega kom í ljós að fólk vildi meiri þjónustu og upp úr 1973 var farið að blett hreinsa og pressa fötin. Allt fram til dagsins í dag hefur þjónustu- stigið hækkað og vinnslutíminn lengst og því reynist sífellt erfiðara og erfiðara að standa undir nafninu Hraði. Það fer nef- nilega ekki alltaf saman; hraðþjó- nusta og sú yfirlega og natni sem er nauðsynleg við meðhöndlun á góðum fatnaði. Í mars s.l. urði eigendaskipti hjá Hraða. Guðjón Jónsson og Ásta Bjarnadóttir seldu fyrirtækið eftir 26 ára farsælan rekstur. Kaupen- durnir eru fjórir einstaklingar; John Karel Birgison lyfjafræðin- gur, Kristján Gunnlaugsson (sem átti og rak lengi fatahreinsunina Glitru við Rauðarárstíg), Pétur Björnsson (oft kenndur við Ísfell) og Þorgeir Pálsson sem auk þess að vinna við stefnumó- tunarráðgjöf og kennslu er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. - En af hverju Hraði? “Við vorum búnir að skoða þessa viðskiptahugmynd lengi og heyrðum mjög fljótlega að Hraði væri besta hreinsunin. Þannig að það var því í raun eðilegt skref að byrja þar, þó svo við hefðum skoðað margar hreinsanir á þessum tíma”, segir Þorgeir. “Við þurftum að byrja á fyrirtæki með gróinn og tryggan viðskipta- vinahóp og góða veltu og Hraði hefur þetta hvoru tveggja.” Þeir félagar keyptu kennitölu og rekstur Hraða, allar vélar og tæki og aðrar eignir. “Hraði nýtur mikillar virðingar fyrir gæði og góða meðhöndlun á fatnaði. Það er mjög persónulegt samband milli Hraða og viðskiptavina, því við erum jú að eiga við mjög persónulega muni fólks. Sumar flýkur hafa hreinlega sál, það er bara þannig. Fólk á mikið af góðum flýkum, t.d. fólk í viðskip- talífinu á mikið af fötum og það er ekki óalgengt að einstaklingar séu með 20-30 skyrtur í gangi á hverjum tíma og mörg jakkaföt að sjálfsögðu. Við tryggjum að þessar flýkur líti vel út og séu eigandanum þannig til sóma. Auðvitað koma líka gamlar og stundum slitnar flíkur til okkar, en þær njóta sömu virðingar.” Hraði keypti í júní sl. fatahrein- sunina Glitru við Rauðarárstíg og í júlí var Nýja fatahreinsunin í Haf- narfirði keypt. Fyrir liggja áform um frekari kaup en áætlað er að sameina allar þessar einingar í eina rekstrarheild og ná þannig fram meiri hagræðingu og sam- hæfingu gæðamála. - Þið ákváðuð að skipta um nafn, af hverju? “Við láum lengi yfir því hvort við ættum að skipta um nafn og það var ekki auðveld yfirlega. Nafnið Hraði er svo rótgróið og sumum fannst (og finns sjálfsagt enn) nánast óhugsandi að skip- ta. En okkar áherslur og áform kalla einfaldlega á annað nafn og Þvottahúsið Faghreinsun varð fyrir valinu. Þvottahúsið; þar sem við erum aö höfða til þess sem gerist inni í þvottahúsi hvers heimilis og Faghreinsun; þar sem við lítum á það sem fag og fræði að hreinsa föt og eins þar sem við erum að þjónusta mörg fyrirtæki. Við sækjum og skilum inn til baka, stofanana og fyrirtækja og þar er mikill vaxtarbroddur. Við ætlum að byggja þetta upp sem faglega vinnu og erum að höfða til þess í nýja nafninu.” - Hvernig hefur fólk síðan tekið ykkur? “Vel, enda verður áfram boðið upp á sömu gæði og sömu meðhöndlun. Við gerðum það meðvitað að segja ekki frá þessum eigendaskiptum strax, þar sem við þurftum að skilja þennan “business”, vinna sjálfir bakvið og læra á ferlið. Sigríður H. Arndal er búin að vinna hér í 31 ár og hefur reynst okkur algerlega ómetanleg. Hún segist núna vera hætt, en okkur grunar að hana langi að koma aftir, þó ekki væri nema í dag og dag,” segir Þorgeir Pálsson. 10 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2007 LO R E M I P SU M B O X H JÓ LA G R IN D U R T O P P B O G A R www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Upplifðu Ísland með THULE ferðavörum. Margvíslegar lausnir fyrir mismunandi þarfir. Allar upplýsingar um ferðaboxin er að finna á vef Stillingar www.stilling.is Hraði verður Þvottahúsið Faghreinsun AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.