Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Side 18

Fréttatíminn - 26.06.2015, Side 18
ið á sér ekki langa sögu hér á landi. Það er því ekki að undra að sumir hafi verið hissa þegar unga parið tilkynnti að það skyldi halda utan til náms í sirkusfræðum. „Viðbrögð fjölskyldunnar voru samt furðu góð, þau tóku bara mjög vel í þetta,“ segir Jóakim. „Þau bara sáu hvað okkur leið vel í þessu og að við vorum viss um að þetta væri það sem við vildum gera,“ segir Ey- rún. „Mamma er læknir og hún var pínu efins fyrst en auðvitað vilja þau bara að ég geri það sem gerir mig glaða. Þau sjá að við brennum fyrir þessu.“ Sirkus er ekki lengur „fríksjóv“ Eyrún og Jóakim segja eitt það góða við að vera úti í námi sé að hafa aðgang að sýningum sem veiti þeim stöðugan inn- blástur. „Eitt það flottasta sem ég hef séð er lítil fimm manna sýning frá Frakklandi. Í Frakklandi er það hluti af menningar- stefnu stjórnvalda að styðja við sirkus- formið, til að halda því á lífi. Fólkið sem vann þessa sýningu hafði verið á launum hjá ríkinu í fjögur ár til að búa hana til. Og þessi sýning var engu lík,“ segir Eyrún. „Svona sirkus, og það sem við erum að gera, er svokallaður „nýsirkus“ og byrjaði í Frakklandi á sjöunda áratugnum. Ný- sirkusinn notast við aðferðir þess gamla til að tjá eitthvað nýtt. Í gamla daga var sirkus meira „fríksjóv“ en leikhús. Fólk kom til að sjá eitthvað alveg nýtt og öðru- vísi, eins og villt dýr og konur með skegg, en í dag er hægt að finna allt þetta á inter- netinu.“ Þrátt fyrir að sirkusformið eigi sér lengri hefð á meginlandinu segjast þau Eyrún og Jóakim að sumu leyti vera bet- ur sett en skólafélagarnir úti. „Við erum hluti af þessari litlu sirkusmenningu sem er hér, og með vinnu. En auðvitað eru fleiri tækifæri úti,“ segir Jóakim sem tók þátt í uppfærslu á Rómeó og Júlíu á vegum Fílharmóníunnar í Rotterdam í vetur. „Ég tók þátt í uppfærslu á vegum skólans og var þá „spottaður“ og beðinn um að taka að mér hlutverk Rómeó. Það var mjög gaman og mikill skóli en þar var ég meira að nota leiklist en sirkuslist, notaði súluna ekkert né nokkra fimleika, ég var meiri trúður.“ Sirkusbörn á slæðum og súlum „Sirkuslíf er listamannalíf“, segir Ey- rún. „Þetta er ekki sama flakkaralífið og hér áður fyrr en þetta er samt frekar óstöðugt líf þar sem ekki er mikil rút- ína. Þetta er bara spurningin um að grípa tækifærin á meðan þau gefast. Hér áður fyrr voru sirkusfjölskyldur fyrir utan samfélagið og börnin urðu fljótt hluti af sýningunum. Fjölskyldur voru jafnvel með sitt atriði.“ „Það er mjög algengt í þeim verkefn- um sem við höfum tekið þátt í úti að fólk sé með lítil börn með sér á ferðalagi en svo verður það erfiðara þegar þau verða eldri,“ segir Jóakim og þau Eyrún velta því fyrr sér hvernig framtíðin verði. Kannski þau bara búi til fjölskyldusýn- ingu? „Já hver veit,“ segja þau og hlæja við til- hugsunina um lítil börn hangandi í súlum og slæðum. „Okkur langar allavega til að búa til okkar eigin sýningu,“ segir Jóa- kim. „Draumurinn er líka að Sirkus Ís- lands festi rætur og þessi menning fái að blómstra hér. Það væri allavega synd ef Ís- lendingar fengju ekki að njóta þess að fara í sirkus því allir geta haft gaman að sirkus, þetta er listform sem allir skilja. Sirkusinn færir líka svo mikla gleði og Ísland þarf á því að halda.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Í gamla daga var sirkus meira „fríksjóv“ en leikhús. Fólk kom til að sjá eitthvað alveg nýtt og öðru- vísi, eins og villt dýr og konur með skegg, en í dag er hægt að finna allt þetta á internetinu.“ Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Kvaran eru ungt og efnilegt sirkuslistapar. Þau búa í Rotterdam þar sem mikil hefð er fyrir sirkus- listinni en dreymir um að halda áfram að gleðja Íslendinga með Sirkus Íslands hér á landi. Mynd Hari 11 kg2 kg 5 kg 10 kg Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt! Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið Vinur við veginn SANDKASSAR FRÁ 58.900kr RÓLURFRÁ 106.800kr BORÐ OG BEKKIR KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS FRÁ 69.000kr Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is LEIKTÆKI LEIKFÖNG REIÐHJÓLAGRINDUR Jil Sander og gler í fjær eða nær styrkleika +/- 4,00 cyl 2,00 gler með glampa, rispu og móðuvörn HEILDARVERÐ: UMGJÖRÐ OG GLAMPAFRÍ GLER Sími: 5 700 900 - prooptik.is 18 viðtal Helgin 26.-28. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.