Austurland - 09.01.2014, Blaðsíða 9

Austurland - 09.01.2014, Blaðsíða 9
99. janúar 2014 upp á Vatnajökul og þannig aðstoða Björgunarfélag Hornafjarðar. Auk þess aðstoðuðu þeir við fjárleit á Mývatnsöræfum þegar fjárskaðinn varð þar í september 2012 því þeir eiga bíl sem hentaði vel við það. Því má segja að þeir fari þangað sem þeir eru kallaðir og aðstoðar er þörf. Fjáröflun björgunarsveitarinn- ar felst aðallega í flugeldasölu og gæsluverkefnum ýmiss konar á sumrin. Þeir tína einnig og selja dósir og ákveðinn stuðningur kemur frá sveitarfélaginu. BjörgunArsveitin ársól, reyðArfirði Ingi Lár Vilbergsson er formaður Björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði en annars er hann vél- stjóri hjá Samherja. Í sveitinni eru 27 starfandi meðlimir. Helstu verkefni eru óveðursút- köll, aðstoð við vegfarendur, al- menn fjallaverkefni svo sem aðstoð við göngufólk óg vélssleðafólk. Auk þess aðstoða þeir við sjúkraflutninga og sköffuðu meðal annars einn bíl þegar verið var að koma sjúklingi frá Djúpavogi upp í Egilsstaði um nýliðin jól. Ingi nefndi að mjög mikil samvinna væri milli björgunarsveita á Austurlandi. Fjáröflun felst aðallega í flugelda- sölu en það er um 60%, restin er dósir og fjáraflanir sem falla til, gæsla og svo framvegis. Samstarfssamning- ur er við sveitarfélagið sem felur meðal annars í sér endurgreiðslu á fasteignagjöldum. Hús félagsins, Þórðarbúð, hafa þeir verið að byggja undanfarin sjö ár og eiga skuldlaust. BjörgunArsveitin BárA á djúpAvogi Formaður Báru er Reynir Arnórsson en hann vinnur hjá Vísi, fiskvinnslu á Djúpavogi. Í sveitinni eru um það bil 14 á útkallsskrá. Björgunarsveitin á Djúpavogi er þokkalega búin til leit- ar að fólki á landi og sjó og eiga þeir góðan bíl og einnig vel búinn bát til að nota við leit á sjó. Björgunar- sveitin fór í fyrsta útkallið á þessu ári strax á nýársdag þegar fimm Jap- anir lentu í vandræðum í Álftafirði. Þessum sömu Japönum björguðu svo Vopnfirðingar síðar um daginn. Fjáröflun sveitarinnar er aðallega fólgin í flugeldasölu, sölu á neyðar- kallinum og móttöku á einnota drykkjarumbúðum, auk þess sem sveitin hefur nokkra styrktaraðila. Þar að auki sér björgunarsveitin alltaf um kaffiveitingar á sjó- mannadaginn. Kökurnar baka þeir ekki sjálfir heldur setjast þeir niður nokkru fyrir sjómannadaginn og skrifa nöfn 20-24 kvenna, sem búa í þorpinu, niður á blað. Þeir banka svo upp á hjá þessum konum og spyrja einfaldlega: „Vilt þú baka fyrir sjómannadaginn?“ Þeir hafa aldrei nokkurn tímann fengið nei. Konurnar eru alltaf boðnar og búnar til að baka og aðstoða við hátíðar- höld sjómannadagsins. Þær koma svo, ásamt fjölskyldu sinni, og kaupa sér veitingar hjá björgunarsveitinni. Þetta er dæmi um þann velvilja sem björgunarsveitin nýtur hjá bæjar- búum á Djúpavogi.Björgunarsveitin stendur ágætlega fjárhagslega og á eigið húsnæði. Sveitarfélagið styrkir sveitina um ákveðna upphæð á ári eins og svo algengt er hjá sveitar- félögum. BjörgunArfélAg hornA- fjArðAr á höfn Formaður Björgunarfélagsins Hornafjarðar er Friðrik Jónas Friðriksson en hann er einnig raf- virki og sjúkraflutningamaður. Í björgunarfélaginu eru um það bil 30 virkir félagsmenn en hátt í 50 eru á útkallsskrá. Helstu verkefni Björgunarfélags Hornafjarðar er aðstoð við ferðamenn allt árið en auk þess hefur aðstoð við lögreglu aukist undanfarin ár. Það er ljóst að lögreglan er fáliðaðri nú en hún var áður og því kemur björgunarfélagið að ýmsum verkefnum sem lögreglan sá alfarið um áður. Friðriki fannst sem aðstoð við útlenda ferðamenn hefði minnkað eitthvað og nefndi sem dæmi um það að þar til í fyrra (2013) hefður þeir reglulega verið að draga útlendinga á bílaleigu- bílum upp úr Skyndidalsá en ekk- ert slíkt útkall hefði komið í fyrra. Útlendingarnir hefðu að vísu verið á jeppum en ekki á jeppum til að fara yfir ár. Honum datt í hug að kannski hefðu bílaleigurnar eitthvað tekið sig á í upplýsingagjöfinni en gat þó ekki verið viss um það. Björgunarfélagið fær mest út úr flugeldasölunni. Hún er stærsti pósturinn í fjáröflun félagsins. Auk þess gefur flugeldasýningin við Jök- ulsárlón í lok ágúst vel og má segja að björgunarfélagið sé að halda upp á lok sumarvertíðarinnar með henni. Einnig selja þeir neyðarkall en hann gefur ekki eins mikið og flugelda- salan. Sveitarfélagið Hornafjörður styrkir björgunarfélagið mjög vel í sambandi við heilsueflingu og -styrkingu félagsmanna auk þess sem það fellir niður fasteignagjöld svo eitthvað sé nefnt. fórnfúsir einstAklingAr Tengdar flestum björgunarsveitun- um eru unglingadeildir auk þess sem kvennadeildir og slysavarnadeild- ir eru til staðar. Það er því ljóst að einstaklega margt óeigingjarnt og fórnfúst fólk er tengt björgunarstarf- inu. En orkan er ekki endalaus og því verður að gæta þess að ganga ekki að óþörfu á þol björgunarsveitarfólks með alls kyns óþarfa verkefnum sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir hefðu aðilar aðeins spáð í að- stæður áður en af stað var farið eða áður en óveðrið skall á. Ég er ekki björgunarsveitarmaður og tel mig ekki hafa til að bera þá fórnfýsi sem björgunarsveitarfólk hlýtur að búa yfir. En ég kaupi flugeldana mína hjá björgunarsveitinni og reyni að lenda ekki í vandræðum og styrki björg- unarsveitirnar á þann hátt. Ég trúi því að flestir í smærri bæjarfélögum úti á landi hugsi þannig og er þakk- lát fyrir að til sé fórnfúst fólk sem telur ekki eftir sér að aðstoða aðra. a Aldamótabærinn Seyðis- fjörður hlýtur styrk Verkefnið Aldamótabærinn Seyðis- fjörður – skapandi allt árið hlaut góðan styrk á dögunum úr Þróunar- sjóði Landsbankans og atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytis. Um er að ræða klasasamstarf að- ila í ferða- og menningargeiran- um á Seyðisfirði. Unnið verður að vöruþróun og markaðssetningu á sviði menningar- og ferðamála á Seyðisfirði. Meðal annars verður ráðist í að betrumbæta vefinn www. visitseydisfjordur.com sem er í eigu klasans og að markaðssetja vetur- inn á Seyðisfirði. Verkefnið hlaut styrk að upphæð kr. 2.150.000. Davíð Kristinsson veitti styrkn- um viðtöku fyrir hönd hópsins en skrifstofa ferða- og menningarmála heldur utan um verkefnið og er Að- alheiður Borgþórsdóttir verkefnis- stjóri. a Þorrablót á Seyðisfirði Á heimasíðu Seyðisfjarðarkaupstað- ar er þegar farið að huga að næstu viðburðum en þar er auglýsing frá þorrablótsnefnd Seyðisfjarðar sem er svohljóðandi: Áramótin liðin og hversdagslegur mánudagur fer að renna upp. Þá er kominn tími til að huga að næsta almennilega djammi! Janúar er aldrei tími þunglyndis og trega þó svo að skammdegið sé enn ríkjandi því að þá er tími ÞORRABLÓTS runninn upp. Fyrir þá sem ekki hafa frétt af því þá er búið að bóka Þorrablót Seyðfirðinga 25. janúar næstkomandi og sömuleiðis búið að bóka að það verður gleði, gaman og glæsileiki við völd. Nefndin er á fullu við störf og er um sérlega glæsilegan og skemmtilegan hóp að ræða þetta árið sem væntanlega mun bjóða upp á eitt albesta blót sögunnar og þá erum við ekkert að ýkja . Biðjum alla að leggja strax inn beiðni um eina viku í sumarfrí þar sem búast má við lokaðri heiði og skemmtanahöldum í eina viku eða svo. Eins og kemur fram í þorrablóts- auglýsingunni er fólki ráðlagt að taka sér nokkurra daga frí í kringum þorrablótshelgina enda mönnum það enn í fersku minni þegar Héraðsbúa og aðra fennti inni á Seyðisfirði í fyrra. a öfluGur bílafloti er mikilvægur hverri björgunarsveit blessuð fjarðarHeiðin sér björgunarsveitum fyrir nægum verkefnum og hrellir stundum þorrablótsgesti.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.