Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 41

Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 41
ustu: „Ef Matthías hjálpar mér ekki, þá hjálpar mér enginn.“ Ég man þetta orSrétt, af því að í þessum orðum fólst svo öruggt traust til eins manns. En ég komst fljótt að raun um að þetta var ekkert oftraust. Matthías kom strax og tal- aði við hana. Sennilega hefur Matthías farið bejna leið frá henni til þess manns, eða þeirra manna, sem bar að sjá henni far- borða. Eftir litla stund kom sjúkravagninn og sótti konuna; var hún flutt á sjúkrahúsið í Landakoti. Þar dvaldi hún lengi. Ég þekkti fleiri, sem Matthías líknaði og líkt var ástatt fyrir. Ég man að ég vitjaði hans fyrir stúlku, sem hafði verið á hælinu en lá nú heima hjá móður sinni með blóð- spýting. Þegar ég kom var biðstofan full af fólki. En ég vissi að það þoldi enga bið að ná til læknis. Ég var ákaflega hrædd við að berja að dyrum, en ég gerði það nú samt. Hann opnaði hurðina og spurði hvað ég vildi. Ég sagði erindið. Þá bað hann mig að bíða. Ég heyrði hann tala í síma. Svo opnaði hann hurðina, rétti mér lyfseðil og sagðist svo vera búin að útvega henni hjúkrunarkonu. Mig minnir að hann nefndi hjúkrunarkonuna' fröken Tveede. Sjálfur kvaðst hann mundi koma eins fljótt og hann gæti. Ég var honum mjög þakklát, og ekki var ég eins feimin, því að málrómur hans var miklu mildari núna, en þegar hann spurði um erindi mitt. í þriðja sinn vitjaði ég Matthíasar fyrir stúlku, sem var að vísu ekki berklaveik, en hún var aumingi. Hún sagði: „Biddu Matthías að koma til mín.“ „Hvers vegna fremur hann en einhvern annan,“ spurði ég. „Matthías gefur mér alltaf læknishjálp- ina,“ sagði hún. Það, sem margir sjúkhngar, sem komu frá Vífilsstöðum þurftu mest með, var líkn og skilningur. Þá var engin „Berklavörn“ til, ekkert blað, er fræddi fólk um kjör og aðstæður þeirra ,sem háðu baráttuna við hvíta dauðann. Engin vinnuheimili þar sem Hjón i Reykjalundi leiðast heim að loknu dagsverki. sjúkhngar gætu leitað hæhs og unnið fyrir sér, án þess að lífi þeirra væri háski búinn, af of miklu erfiði og óhollri vinnu. Eins og ég gat um áðan, var fólk ákaflega hrætt við þá, sem verið höfðu á Vífilsstöð- um. Það var í raun og veru eðlilegt. Skal ég fúslega játa, að þótt flestir sjúkhngar væru gætnir og fylgdu öllum reglum, voru þeir þó til, sem út af þeim brugðu, og fóru ekki nógu gætilega gagnvart öðrum. En lækninum var alltaf hægt að treysta. Hann gaf aldrei neinum sjúkhngi vottorð um, að af honum stafaði engin hætta, nema það væri alveg öruggt að hann bæri ekki smit. — Vottorð frá prófessor Sigurði Magnús- syni var áreiðanlega gott og gilt. Ég dvaldi hérna í Reykjavík, veturinn eftir að ég kom af hælinu. Yfirlæknirinn fullyrti, er ég fór, að engin hætta stafaði af mér og væri mér óhætt að umgangast börn sem fullorðna. Skömmu eftir nýjár bað frænka mín mig að taka við kennslu fyrir sig í húsi einu hér í bæ; af því að hún ætlaði sjálf að fara úr bænum. Ég lofaði því og tók við kennslunni, sem var mjög létt. Ég átti Reykjalundur 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.