Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Að mati Náttúrufræðistofnunar mun uppbygging á nýjum stað í Friðlandi að Fjallabaki óhjákvæmilega rýra gildi þess sem náttúruverndar- svæðis. Stofnunin vann skýrslu fyrir Ferðafélag Íslands vegna áforma um flutning gistingar og þjónustu úr Landmannalaugum að Námshrauni og uppbyggingu nýrrar aðstöðu á Sólvangi. Rangárþing ytra efndi í haust til hugmyndasamkeppni um deiliskipu- lag og hönnun Landmannalauga og voru verðlaun afhent rétt fyrir jól. Fyrirhugað er að meginþjónustan í Landmannalaugum færist norður á Sólvang við gatnamót Landmanna- laugavegar og Fjallabaksleiðar nyrðri samkvæmt tillögu að ramma- skipulagi fyrir suðurhálendið. Ætl- unin er að þar verði byggt upp skála- svæði en áfram gert ráð fyrir fjalla- seli í sjálfum Landmannalaugum. Á vef sveitarfélagsins segir að meginmarkmið verðlaunatillög- unnar sé endurheimt landgæða og að styrkja ímynd Landmannalauga sem stórbrotins náttúrusvæðis og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Við Laugar er lagt til að sem flest mannleg spor verði fjarlægð en haldið er í skála Ferða- félagsins sem sé eitt af kennileitum svæðisins. Tjaldsvæði er flutt norður fyrir Námshraun og staðsett í skjóli við hraunkantinn. Þar verði byggð upp þjónustuaðstaða og gistiskálar í u.þ.b 15 mínútna göngufjarlægð frá Laugum, segir á vef sveitar- félagsins. Svæðið á og við Sólvang að mestu óraskað Ferðafélag Íslands óskaði eftir því að Náttúrufræðistofnun Íslands legði mat á náttúrufarslegt gildi þess svæðis sem fyrrnefnd sam- keppni nær til, einkum á sviði jarð- minja, landslags og gróðurfars. Í samantekt fjögurra sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar kemur fram að svæðið á og við Sólvang sé að mestu óraskað. Með uppbyggingu á nýju svæði verði líparítaurum Jökulgilskvíslar, sem séu einstakar jarðminjar á landsvísu, raskað með varnargarði og nýrri aðstöðu fyrir ferðaþjónustu. Ásýnd Námshrauns, en það flokkist sem einstakar jarðminjar á heims- vísu, muni laskast enn frekar með gerð varnargarðs frá frambrún hraunsins. Vegna nálægðar við Sól- vang megi vænta aukins álags á afar viðkvæmar jarðminjar á heimsvísu sem eru gígarnir Ljótipollur og Stútur, ásamt ytri gíg. Núverandi gróður við Sólvang muni ekki þola álag af ferðamennsku. Aðkoman að Landmannalaugum muni breytast og víðernisímynd rýrna. Ekki náttúrufarsleg rök Í tillögu að rammaskipulagi fyrir suðurhálendið sé í engu tekið mið af náttúrufarsgildi, verndargildi jarð- minja né náttúruvernd yfirleitt í Friðlandi að Fjallabaki. Þar komi ekki fram nein náttúrufarsleg rök sem réttlæti nýja uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á eða við Sólvang, þótt látið sé að því liggja í ramma- skipulaginu, segir í niðurstöðum Náttúrufræðistofnunar. Í skýrslunni kemur fram að jarð- hitagróður við Laugar sé gróður- farslega mjög verðmætur. Gróður- vinin sé ekki eins viðkvæm og af hafi verið látið og verði ekki séð að hún liggi undir skemmdum miðað við nú- verandi stýringu á aðgengi ferða- manna. Leið minnsta kostnaðar Í skýrslunni er bent á ýmis atriði sem hafa látið á sjá í Landmanna- laugum með uppbyggingu og mikilli umferð um svæðið. Sem dæmi um rask sem þegar hafi orðið á svæðinu sé efnistaka úr Laugahrauni sem hafi valdið skemmdum á hraunbrún- inni. „Ætíð virðist hafa verið valin leið minnsta kostnaðar líkt og sjá má af vanhugsaðri efnistöku úr Lauga- hrauni,“ segir í skýrslunni. Vegur hafi verið ruddur um hið grásvarta Námshraun og borinn ljósu líparíti. Líparítaurum Jökul- gilskvíslar hafi verið raskað með mannvirkjagerð, einkum varnar- görðum. Við byggingu vega og varn- argarða hafi lítt verið tekið mið af umhverfinu og mannvirkjagerð hafi breytt ásýnd landslags. Nokkurt rask hafi orðið á og við göngustíga og taki það bæði til gróðurs og jarð- minja. Rauður listi Í greinargerð Náttúrufræðistofn- unar segir að í skýrslu Umhverfis- stofnunar, Rauði listinn – svæði í hættu, hafi verið lagt mat á ástand friðlýstra svæða á Íslandi árið 2014. Svæði séu flokkuð á rauðan lista ef metið er að þau séu undir miklu álagi sem bregðast þyrfti við strax. Í skýrslu NÍ segir: „Fram kemur að greining Umhverfisstofnunar er byggð á breiðu almennu mati en ekki á beinum rannsóknum og að Friðland að Fjallabaki hafi ratað á rauða listann árin 2010, 2012 og 2014.“ Í skýrslunni segir m.a. að Landmannalaugar séu að öllum lík- indum viðkvæmasta svæðið innan friðlandsins og mest farið að láta á sjá. Þá sé gönguleiðin Laugavegur einnig víða illa farin vegna mikils ágangs. Helstu ógnir eru taldar mikið álag af völdum ferðamanna, sér í lagi í Landmannalaugum. Þá eru gerðar athugasemdir við fjölgun mann- virkja þar sem ekki sé gætt að útliti og sagt að skipulagsleysi ríki í Land- mannalaugum. Uppbygging rýrir gildi Friðlandsins  Náttúrufræðistofnun varar við uppbyggingu á nýjum stað í Landmannalaugum  Vegna nálægðar má vænta aukins álags á afar viðkvæmar jarðminjar á heimsvísu Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í september 2011 að Torfajökuls- svæðið yrði eitt þeirra svæða sem Ísland myndi sækja um í framtíð- inni að verði skráð á heimsminja- skrá UNESCO. Sérstaklega þurfi því að gæta að því að spilla ekki náttúruverðmætum sem þar eru og sérkenni svæðisins og heildar- ásýnd verði varðveitt fyrir kom- andi kynslóðir. Mikil áhersla sé lögð á að svæði á heimsminjaskrá séu sem mest ósnortin og upp- runaleg. Á þetta er bent í bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 7. janúar síðastliðnum til þeirra þriggja sveitarfélaga sem eiga að- komu að Torfajökulssvæðinu, þ.e. Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps. Ráðu- neytið hvetur sveitarfélögin til að taka tillit til fyrirhugaðrar um- sóknar um skráningu Torfajök- ulssvæðisins á heimsminjaskrá UNESCO í vinnu við skipulag á svæðinu. Fram kemur í bréfinu að tveir staðir á Íslandi hafa þegar verið teknir inn á heimsminjaskrá; Þingvallaþjóðgarður og Surtsey. Að auki sé til meðferðar hjá heimsminjaskrifstofu UNESCO umsókn Íslands um að minjar frá vikingaöld fari inn á skrána. Sú umsókn er unnin í samstarfi við fjögur önnur ríki, Danmörku, Lett- land, Noreg og Þýskaland. Ósnortin og upprunaleg HEIMSMINJASKRÁ UNESCO Morgunblaðið/RAX Jökulgil Náttúran á Torfajökulssvæðinu þykir einstæð á heimsmælikvarða. Varað er við uppbyggingu á nýjum stað í Friðlandi að Fjallabaki. SÍÐUMÚLA 35 - 510 6000 - WWW.SVAR.IS Ókeypis einkafundur með netsérfræðingum Aruba Sérfræðingar Aruba í aðgangsstýrðum þráð- lausum netkerfum verða staddir á UT Messunni 6. febrúar. Fáðu sérfræðiráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki. Bókanir fara fram í síma 510-6000. Á sama tíma og sala raftækja hefur stóraukist eru um leið margir að losa sig við gömlu raftækin á end- urvinnslustöðvar Sorpu. Þetta mátti t.d. glögglega sjá á endur- vinnslustöðinni að Sævarhöfða í Reykjavík í gær, er ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Þar var gámur nær troðfullur af raftækjum, einkum sjónvörpum, og erfitt að koma inn fleirum. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu hefur túbusjónvörpum og gömlum flatskjám verið skilað til endurvinnslustöðva í miklu magni síðustu árin. Ekki er að sjá annað en hið sama sé uppi á teningnum í ár. Líkt og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hefur sala raftækja aukist um tugi prósenta milli ára í einstökum verslunum eftir áramót- in, eftir að afnumin voru vörugjöld og virðisaukaskattur á raftækjum lækkaður. benedikta@mbl.is Losa sig við gömlu raftækin Morgunblaðið/Kristinn Endurvinnsla Ófá sjónvarpstækin voru í gámi Sorpu að Sævarhöfða í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.