Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 ✝ Guðrún Stef-ánsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1915. Hún andaðist 22. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Stefán Árnason, f. í Mið- dalskoti 8. júní 1887, bóndi í Haga og síðar kaup- félagsstjóri Fálka- götu 9 (síðar 7) á Grímsstaðaholti í Reykjavík, d. 14. janúar 1977, og kona hans, Guðlaug Pétursdóttir frá Tumakoti í Vogum, f. 16. októ- ber 1886, d. 22. maí 1962. Systkini Guðrúnar voru: Jak- obína, Pétur Gunnar, Björgvin Laugdal, Laufey, Árni, Fjóla, Ingvar, Ágústa og Auður. Ágústa er búsett í Seattle í Bandaríkjunum og er ein eft- irlifandi af þeim systkinum. Guðrún eignaðist eina dóttur Fríðu Kristínu Norðfjörð, f. 16.12. 1933, d. 11.5 1973. Eig- inmaður hennar var Einar Þór Arason, f. 15.8. 1935, d. 10.9. ur, f. 25.6. 1991. 4) Gunnhildur, f. 29.1. 2000. Guðrún sleit barnsskónum á Grímsstaðaholtinu og var snemma farin að hjálpa til við heimilis- og bústörf, enda var hún dugnaðarforkur til allra verka. Hún gekk í barnaskóla eins og þá var til siðs. Hún fluttist til Danmerkur og vann þar í nokkur ár, ásamt því að fara til Berlínar þar sem hún og vinkonur hennar lokuðust inni á stríðstímum. Þegar hún komst aftur til Íslands vann hún í Versluninni Kron þar til hún fór sem skipsþerna á Gull- fossi og síðar á Brúarfossi og var á sjónum um margra ára skeið. Eftir að hún kom í land vann hún á Landakoti og lauk þar sinni starfsævi. Hún spilaði stóran þátt í lífi dóttursona sinna og langömmubörnin voru henni ákaflega kær. Hún rækt- aði garðinn sinn svo eftir var tekið og var sannkölluð Reykja- víkurmær. Hún var sjálfstæð, fylgin sér og verðugur fulltrúi kynslóðar kvenna sem fengu einmitt kjörgengi til Alþingis daginn sem hún fæddist, hinn 19.6. 1915. Guðrún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 6. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 2005. Synir þeirra eru: Stefán Guð- laugur, f. 24.9. 1957, Ari, f. 7.3. 1962, og Ásgeir, f. 30.5. 1966, d. 27.9. 2004. Eiginkona Stefáns er Eydís Eyjólfsdóttir, f. 5.5. 1960, og eiga þau sex börn. Þau eru: 1) Andri Freyr, f. 23.4. 1983, unnusta hans er Ásthildur Ósk Brynj- arsdóttir, f. 4.10. 1987, og dótt- ir þeirra er Júlía Sif, f. 1.10. 2014. Fyrir á Ásthildur soninn Tristan, f. 8.3. 2007. 2) Stefán Guðlaugur, f. 30.7. 1987, d. 31.7. 1987. 3) Einar Þór, f. 26.6. 1988. 4) Guðrún Mjöll, f. 11.12. 1991, kærasti hennar er Sindri Þrastarson, f. 10.9. 1991. 5) Lovísa Íris, f. 26.1. 2000. 6) Tómas Elí, f. 19.7. 2002. Eig- inkona Ara er Ása Guðmunds- dóttir, f. 8.1. 1965, og eiga þau fjórar dætur. Þær eru: 1) Fríða Kristín, f. 14.3. 1987. 2) Guð- rún, f. 30.7. 1989. 3) Brynhild- Nú þegar ég kveð Guðrúnu ömmu mína líður mér eins og ég sé að kveðja eina af mínum bestu vinkonum. Eftir að ég flutti á Tjarnargötuna árið 2010 eyddum við miklum tíma saman og reyndi ég að kíkja á hana sem oftast. Ég fór reglulega til henn- ar eftir vinnu og þá tók hún iðu- lega á móti mér með heitri mál- tíð og búin að leggja á borð. Þótt hún hafi verið komin á háan ald- ur var hún ávallt góður kokkur og tók ætíð vel á móti gestum. Mér þykir ótrúlega vænt um að hafa eytt svona miklum tíma með ömmu minni hennar síðustu ár. Enda ótrúlega sterk og flott kona sem mun vera sterk fyr- irmynd í mínu lífi. Hún átti ekki alltaf auðvelda ævi, en hún vann mjög vel úr sínum málum. Amma var sterkur karakter og það var stutt í brosið og var hún algjör húmoristi. Ég gæti talið endalaust upp skemmtilegar sögur og það sem var flott í hennar fari en ég læt þetta duga í bili. Ég veit að þinn tími var kom- inn og ég vona að þér líði vel í fangi Fríðu ömmu, Ásgeirs og allra hinna sem taka vel á móti þér. Ég mun alltaf minnast þín og sakna. Þín ömmustelpa, Fríða Kristín. Guðrún amma á Melhaga var ótrúlega skemmtileg kona og ung í anda, hún var alltaf ein af okkur stelpunum og það var aldrei neinn aldursmunur á okk- ur. Það var svo gaman að koma til hennar á Melhagann, það var alltaf búið að slá upp flottri veislu á engum tíma, amma var snilldarkokkur og ótrúlega flink í eldhúsinu. Hún vildi alltaf vera fín og flott til fara, vera nýmóð- ins eins og hún sagði. Það var alltaf svo fínt og fallegt í kring- um hana. Garðræktin var mikið áhugamál hjá henni og átti hún örugglega fallegasta garðinn á Melhaganum. Þrátt fyrir háan aldur vann hún sjálf mikið í garðinum sínum og einnig hjálp- uðum við fjölskyldan henni í seinni tíð með garðinn. Amma fylgdist vel með öllu sem var að gerast, var inni í öllum málum, hún hafði mikið gaman af að fylgjast með strákunum okkar í handboltanum og var stolt af þeim. Amma var alltaf með allt á hreinu hvað var að gerast í sam- félaginu okkar og einnig hvað var að gerast úti í heimi. Amma ferðaðist mikið um heiminn enda var hún mikil heimskona og hefði verið spennandi að gefa út ævi- sögu hennar, en hún hafði ekki áhuga á því að láta alla lesa um sig. Hún var prívat kona. Amma fór oft út til Gústu systur sinnar sem býr í Seattle og áttu þær góðar stundir saman enda voru þær miklar og góðar vinkonur. Og Gústa systir ömmu er mikil vinkona okkar líka. Þær eru svo ungar í anda báðar tvær og passa vel með okkur ungu skvís- unum. Við höfum átt svo margar góðar stundir með ömmu, hún var alltaf hjá okkur á gamlárs- kvöld og nýársdag og þá var mjög kósý hjá okkur í mat og drykk. Amma átti sérherbergi heima hjá okkur og kölluðum við það ömmu og Fríðu herbergi. Það var svo gaman þegar hún kom til okkar og gisti, þá voru oft skemmtilegar sögustundir um hitt og þetta. Og við stelp- urnar og amma að punta okkur saman og gera okkur fínar. Síð- asta sumar komum við til hennar á fallegum degi og viti menn; hún var uppi í stiga að hreinsa rennurnar á bílskúrnum sínum. Við fengum sjokk og hjálpuðum henni niður og auðvitað kláruð- um vð þessa aðgerð hennar. Hún var náttúrlega bara ótrúleg, níu- tíu og níu ára uppi í stiga (því- líkur óþekktarormur). En þannig var þessi elska, hún gerði það sem henni fannst að þyrfti að gera og hún var ekki að bíða eft- ir morgundeginum. Amma er bú- in að vera svo stór hluti af lífi okkar og eigum við eftir að sakna hennar endalaust mikið. Hún var inni í okkar málum hvort sem það voru skólamál, vinnan okkar eða kærastar, hún hafði áhuga á öllu sem við vorum að gera. Enda var hún svo ung í anda og var alltaf ein af okkur stelpunum. Hún á eftir að vera fyrirmynd okkar í framtíðinni fyrir dugnað og að vera yndisleg og skemmtileg amma. Það verð- ur skrítið að hafa hana ekki leng- ur á Melhaganum en við vitum að hún á eftir að fylgjast vel með okkur og passa upp á okkur. Við elskum þig, Guðrún amma, og vitum að það verða góðir englar sem taka á móti þér. Hvíldu í friði elsku Guðrún amma. Þínar ömmustelpur, Guðrún Aradóttir, Brynhildur Aradóttir og Gunnhildur Aradóttir. Í dag kveð ég Guðrúnu ömmu mína og vinkonu. Hún fæddist 19. júní 1915, á sjálfan kvenrétt- indadaginn. Mér er ljúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orðum. Amma var kona tveggja tíma. Hún var að alast upp á stríðsárunun, þannig að hún sá margt og upplifði margt á þess- um árum. Hún var langt á undan sinni samtíð og gerði hluti sem öðrum ungum dömum í Reykja- vík á hennar árum hefði ekki dottið í hug að hugsa um. Ung að árum fór hún til Danmerkur að vinna og þaðan fór hún til Þýska- lands. Þar var hún föst í nokkurn tíma vegna stríðsins. Á þeim tíma átti hún litla dóttur sem ólst upp hjá mömmu hennar og pabba á Fálkagötunni. Þegar Guðrún amma kom heim eftir stríðið var ekki auðvelt að koma sér upp húsaskjóli í Reykjavík. En hún, þessi dugnaðarforkur, keypti sér íbúð á Melhaga í Reykjavík og bjó þar alla sína tíð. Amma sigldi á Gullfossi og Brúarfossi og fékk að sjá marga staði í heiminum enda var hún sigld eins og hún sagði stundum. Þegar ég var níu ára fór ég með henni til Danmerkur og áttum við stórkostlega daga þar saman, við gistum hjá vinkonu ömmu og einnig gistum við um borð í Brú- arfossi. Þessi ferð var mikil upp- lifun fyrir mig og að vera með ömmu á skipinu var ævintýra- heimur fyrir níu ára strák. Ég var mjög ungur þegar ég missti mömmu mína og þá var gott að eiga ömmu að, hún var mér sem önnur móðir og er ég þakklátur henni fyrir það. Amma var mikil heimskona og var margt til lista lagt. Það var alltaf gott að koma á Melhagann til hennar, hún var ekki lengi að búa til fína veislu og leggja á borð í betri stofunni, huggulegt skyldi það vera hjá okkur. Amma var ekki mikið fyr- ir að sitja auðum höndum, hún var alltaf að gera eitthvað, garð- urinn hennar var alltaf fallegur og vel hirtur og var hún að vinna í honun síðasta sumar, orðin níu- tíu og níu ára gömul, og geri aðr- ir betur. Amma hafði alltaf mik- inn áhuga á fyrirtæki mínu, hún hafði gaman af að koma og heim- sækja okkur bræðurna á verk- stæðið og skoða vélarnar okkar og helst vildi hún vita hvað þess- ar vélar gerðu. Stundun náði hún sér í sóp og sópaði saman spæn- inum á gólfinu hjá okkur. Stelp- unum mínum var hún alltaf góð og hafði mikinn áhuga á öllu sem þær voru að gera, hvort sem það var vinnan, skólinn eða ferðalög þeirra, hún var inni í öllum þeirra málum. Hún var líka ánægð með hvað þær voru ný- móðins klæddar eins og hún orð- aði það. Alltaf svo stolt af ömmu- stelpunum sínum. Síðasta sumar kom hún upp í sveit til mín og Ásu að skoða sumarbústaðinn okkar og fylgjast með fram- kvæmdum í sveitinni. Hún var svo létt á sér að skoða sig um, því áhuginn var svo mikill á öllu sem við vorum að gera og fram- kvæma. Það verður skrítið að hafa hana ekki lengur hjá okkur, því hún hefur verið svo stór hluti af lífi okkar og við höfum verið svo mikið í kringum þessa elsku og átt svo endalausar góðar stundir með henni. Ég veit að mamma, pabbi og Ásgeir bróðir taka vel á móti ömmu á nýjum stað. Ég kveð ömmu með virðingu og hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín, elsku amma mín. Þinn Ari Einarsson. Þegar ég hugsa um ömmu Guðrúnu þá finnst mér vel eiga við hana orðið tímalaus eins og einn góður vinur minn komst að orði þegar við vorum að tala um hana ekki alls fyrir löngu. Ekki af því að hún hafi verið óstund- vís, nei hún var alltaf minnsta kosti hálftíma á undan þeim tíma þegar átti að mæta, heldur er ég að tala um áhuga hennar á lífinu, á mönnum og málefnum hverju sinni og að taka opnum örmum öllum þeim framförum sem hún upplifði á sinni löngu ævi. Hún fæddist í Haga á Grímsstaða- holtinu þegar Vesturbærinn var aðeins örfáir bæir, systkinahóp- urinn stór og mikið líf og fjör. Tækifærin voru mörg og marg- vísleg og Stefán afi framsýnn, reisti fjölskylduhús og stofnaði kaupfélag með Guðlaugu ömmu sér við hlið. Hún amma eignaðist dóttur sína ung að árum og varð hún augasteinn ömmu sinnar og afa og átti þar skjól ásamt móður sinni. Seinna hvöttu foreldrar ömmu hana áfram og hún fluttist til Danmerkur þar sem hún fékk vinnu og fór síðan til Berlínar, en dvölin þar teygðist í heilt ár, þar sem landamærin lokuðust í stríð- inu og þurfti hún oft að flýja í loftvarnarbyrgi. Eftir að amma komst aftur heim til Íslands réð hún sig sem skipsþernu á Gull- fossi og síðar Brúarfossi og varð sannkölluð heimskona og fór víða. Ógleymanleg er siglingin sem ég fékk að fara með henni átta ára gamall á Brúarfossi og sigldum við til Rotterdam, Amst- erdam, Hamborgar og Grimsby. Hún var algjör ævintýra-amma okkar bræðra, en hún kvaddi sjóinn og gekk okkur í móður- stað, þegar mamma kvaddi allt of fljótt. Barnabarnabörnunum sínum var hún ekki langamma, heldur amma þar sem eina kyn- slóð vantaði á milli, og fórst það vel úr hendi þar sem hún var alltaf svo ungleg bæði í útliti og eins í sér og þá kemur aftur að orðinu tímalaus. Ég man þegar við bræður fórum með hjólin okkar til hennar í Vesturbæinn úr þúsund polla götum Njarðvík- ur og fannst okkur við vera komnir til útlanda og hjóluðum hringinn í kringum Háskólabíó, Sögu, Fálkagötuna, Ægisíðuna og enduðum svo í Vesturbæjar- lauginni. Þetta var engu líkt og svo að koma heim til ömmu í kjötbolluveislu og uppbúin rúm. Garðurinn hennar á Melhaga var í uppáhaldi og lagði hún vinnu í hann, nótt sem nýtan dag, og hafði gaman af allt til síðasta dags. Ég gerði mér far um að sækja ömmu og bjóða henni með mér á rúntinn þegar ég var að útrétta í bænum og þurfti að fara á ýmsa staði til að versla fyrir smíðaverkstæði okkar bræðra og það fannst henni gaman. Hún vildi fylgjast með nýjungum og koma í heimsókn á verkstæðið til okkar og var ánægð með að við hengdum mynd af henni þar upp á vegg því hún vildi vera þar sem eitthvað væri að gera. Ég þakka þér, amma mín, alla þína um- hyggju fyrir mér og mínum og áhuga á öllu því sem fram fór í kringum þig. Þú munt alltaf vera mín fyrirmynd – elska þig. Stefán Guðlaugur Einarsson. Þegar pabbi hringdi og sagði mér að amma Guðrún (langamma) hefði sofnað og kvatt okkur fylgdi því strax mik- ill söknuður. Það er alltaf óþægi- legt að fá svona símtöl sama hver á í hlut og maður reynir alltaf að hugsa að viðkomandi sé nú á betri stað. Eftir að amma hafði kvatt þennan heim áttaði ég mig líka á því að tveir stærstu stólpar í föðurfjölskyldu minni, amma og Einar afi, væru farin með 10 ára millibili. Minningarnar hellast yfir og maður hlær og grætur í senn yfir þeim. Amma Guðrún var fædd 19. júní 1915, daginn sem konur á Íslandi fengu kosn- ingarétt, og þessi táknræni dag- ur endurspeglar alveg hvernig hún amma var. Hún var alveg einstaklega sjálfstæð, hörkudug- leg, hagsýn og alltaf svo góð við okkur barnabarnabörnin ásamt því að vera mikil fyrirmynd. Þá var amma mikill heimsborgari, bjó lengi í Kaupmannahöfn og í miðri seinni heimsstyrjöldinni bjó hún í sjálfri Berlín allt til enda styrjaldarinnar er hún hélt aftur til Kaupmannahafnar og síðan heim til Íslands, byggði húsið sitt á Melhaganum, sigldi um höfin blá á Gullfossi og Brú- arfossi og að lokum starfaði hún á Landakoti. Þegar amma var hætt að vinna átti hún góð 30 ár eftir og var ég heppinn að eiga ömmu sem gat gefið sér svo góð- an tíma fyrir mig á þessu tíma- bili. Það var gaman að gista, fara á rúntinn, heimsækja með henni skyldfólkið hennar og vinkonur og þegar það voru sundmót í bænum eða píanótímar var alltaf best að vera hjá ömmu. Hún amma hugsaði vel um sitt og var hörkudugleg og átti íbúðir í Vesturbænum sem hún leigði út og hafði alltaf í nógu að snúast í kringum það við að mála og gera við í gegnum tíðina. Þá hafði amma mikinn metnað fyrir garð- inum sínum sem var alltaf eins og lystigarður og eins hugsaði hún alltaf vel um grafreit for- eldra sinna í gamla kirkjugarð- inum í gegnum tíðina, þar voru alltaf nýmálaðir veggir og falleg blóm. Hún fór allar ferðir á sín- um bíl og eldaði sinn mat, var ekki mjög hrifin af því á tímabili þegar hún fékk hádegismat sendan einstöku sinnum heim frá Reykjavíkurborg, fannst ekki mikið til hans koma, hún vildi heldur kaupa sér silungsflak eða kjötstykki í Melabúðinni og elda sjálf. Við Einar bróðir fórum reglulega til ömmu í mat á há- skólaárum mínum og mennta- skólaárum Einars þegar við bjuggum saman í Neðstaleitinu í Reykjavík en amma gerði, meðal annars, heimsins bestu fisk- og kjötbollur. Þá var amma alltaf hjá okkur í Keflavík á jólunum, átti alltaf sitt ömmuherbergi og hefur verið mikill þátttakandi í okkar lífi og við í hennar. Ég er svo innilega þakklátur fyrir það að amma fékk að kynnast Júlíu Sif minni sem var fyrsta langa- langömmubarnið hennar, fædd 1. október 2014. Það lifnaði alltaf yfir ömmu og hún brosti út að eyrum þegar hún sá Júlíu Sif og í síðustu heimsókn okkar til henn- ar vildi hún fá að halda á henni og sagði brosandi „mikið er hún falleg“. Ég mun svo sannarlega segja Júlíu Sif frá langalang- ömmu sinni sem spilaði svo stór- an sess í mínu lífi. Er þakklátur fyrir allt, elsku amma mín, og mun sakna þín. Andri Freyr Stefánsson. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa um allar ynd- islegu minningarnar og stund- irnar sem ég átti með elsku Guð- rúnu ömmu. Mér finnst ég svo ótrúlega lánsöm að hafa átt þig að og að hafa fengið að njóta við- veru þinnar í þennan tíma. Þú kenndir mér svo margt og varst mér svo mikil fyrirmynd. Þú hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni og lést þér aldrei leiðast, dugn- aðurinn leyndi sér ekki. Skraut- skriftin hennar ömmu var svo ótrúlega falleg og þú hvattir mig áfram og varst svo stolt af mér þegar ég tók áfanga í skraut- skrift í grunnskóla, ég náði henni þó aldrei eins vel og þú. Það var svo gaman að fá að gista í Vesturbænum hjá lang- ömmu, fara í Perluna, fá sér ís og fara út á ömmu-róló sem ég hélt lengi vel að þú og Ásgeir frændi hefðuð byggt, þar sem þú lagðir mikið upp úr því að hann væri alltaf í góðu standi. Þú varst sú eina sem hafðir leyfi frá mér til þess að kalla mig Guðrúnu, öllum öðrum er skylt að kalla mig Guðrúnu Mjöll, það þótti þér vænt um og mér líka enda við alnöfnur. Þegar ég var lítil og vildi ekki klára matinn minn sagði pabbi mér alltaf að ég yrði þá aldrei stór og sterk eins og Guðrún amma, hún kláraði alltaf matinn sinn. Þú potaðir síðan oft í mag- ann minn og sagðir að þú fyndir eina holu hér og þar svo að ég ætti sko alveg pláss eftir til að klára. Stíllinn þinn var alltaf eitt- hvað sem ég dáðist að, fíni pels- inn, blúndublússurnar og alltaf svo fínt máluð. Þú fylgdist alltaf svo vel með tískunni og spurðir mig oft hvort þetta væri „móð- ins“ sem ég væri í og oft varstu hissa ef svo var, enda skrýtið að rifin föt væru í tísku, það þótti þér ekki flott og þú hikaðir ekki við að láta mig vita af því. Þú varst líka dugleg við að hrósa mér t.d. fyrir fallegar augabrún- ir og svo minntistu oft á hvað þér þætti steinninn í tönninni minni flottur eða „gasalega lekker“, eins og þú orðaðir það, þú tókst alltaf eftir öllu. Ég man það svo vel þegar ég fór með þér í bæjarleiðangur fyrir nokkrum árum þar sem þig vantaði nýja blómapotta fyrir fallega garðinn þinn og við hjálp- uðumst að við að finna flottustu blómapottana í búðinni og ekki þótti verra ef þeir væru á fínu verði. Þú varst svo hrifin hvað ég var flink við það. Síðan á heim- leiðinni spurðirðu mig hvort ég færi vel með peningana mína og hvort ég væri svona sparsöm og ég svaraði því að ég væri ekkert sparsöm heldur nísk. Þá hlóstu að mér og sagðist ánægð með nöfnu sína og minntist á þessa sögu í ófá skipti. Það verður skrýtið að geta ekki heimsótt þig á Melhagann og jólin verða aldrei eins án þín en ég veit að þú ert á góðum stað með Fríðu ömmu, Ásgeiri frænda, Stefáni bróður og öðrum sem á undan eru gengnir. Ég ber nafn þitt með stolti og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu, ég elska þig. Guðrún Mjöll Stefánsdóttir. Nú hefur hún Guðrún amma kvatt okkur og er komin á vit nýrra ævintýra. Við vorum góðar vinkonur og alltaf kynnti hún mig sem tengdadóttur sína og var ég mjög stolt af því. Hún var á hundraðasta aldursári, en þó var alla tíð lítið kynslóðabil á milli okkar. Hún hafði ómældan áhuga á lífinu og að hafa eitthvað fyrir stafni, já hún nennti sann- arlega að vera til. Garðurinn var hennar líf og yndi, enda var grasið hvergi grænna og engar stjúpur stærri og fallegri en í garðinum hennar á Melhaga. Það sem hún var dugleg, hún málaði, flísalagði, fór upp á þak, hreinsaði rennur og útihurðin hennar var glansandi fín, enda pússaði hún hana og málaði á hverju vori og fallega steypta grindverkið hennar út við götu var alltaf nýmálað og bar af. Hún var ekki lengi að galdra fram ómótstæðilega bragðgóðan mat. Mikið sem ég á eftir að sakna hennar, að sitja yfir ostum og kræsingum, gista og við tvær að spjalla fram á nótt og hún í kappi að sofa nú ekki lengur fram eftir en ég síðustu árin, sagðist alltaf hafa verið löngu vöknuð. Enda stóðst það oft og ég vaknaði við kaffiilm og soðin egg. Þegar við hjónin brugðum okkur utan kom Guðrún Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.