Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Á gangi með hundana Það er hressandi að fara út að ganga með hunda í bandi í snjókomunni, ferfætlingarnir þurfa að komast út og hreyfa sig rétt eins og við mannfólkið. Ómar Mjög alvarlegar deilur hafa staðið um framtíð Reykjavík- urflugvallar um langt skeið um þau einbeittu áform borgarstjórnar Reykjavíkur að loka flugvellinum og byggja á öllu flugvall- arsvæðinu. Þau áform virðast enn í fullu gildi. Nú hefur meirihluti borg- arstjórnar komið sér upp banda- manni sem er öflugri en gæti virst í fljótu bragði. Dagur B. og hans fólk notar sér óspart Byggingarfélagið Valsmenn ehf. sem þrýstihóp við að knýja fram lokun neyðarbraut- arinnar þar sem þeir ætla að byggja heilt borgarhverfi. Lagt hefur verið til við for- svarsmenn Valsmanna að skipulaginu á Hlíð- arendasvæðinu verði breytt þannig að neyð- arbrautin og bygg- ingar Valsmanna gætu átt þar samleið. Þeim hugmyndum hefur hingað til verið hafn- að, enda telja Vals- menn að því myndi fylgja mikill skipulagskostnaður fyrir þá; kostnaður sem þeir ættu ekki að bera. Dagur B. og hans fólk munu væntanlega ekki styðja slíka sáttaleið, því að lokun neyð- arbrautarinnar er gríðarlega stórt skref í átt að þeirra markmiði, sem er að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður fyrir fullt og allt. Borgarstjórnin áformaði að loka aðalbraut vallarins árið 2016, sem þýðir í reynd að völlurinn lokast, en féllst svo á að framlengja líf hans til ársins 2022 til þess að svig- rúm gæfist til að finna aðrar stað- setningar. Hins vegar vegar er deginum ljósara að ekki verður byggður annar Reykjavík- urflugvöllur á næstu áratugum. Því lýsti m.a. Elín Árnadóttir, aðstoð- arforstjóri Ísavía, yfir á fundi á Ak- ureyri fyrir nokkrum mánuðum. Hún hafði þor til þess að segja sannleikann umfram marga aðra sem láta í veðri vaka að hægt verði að finna milljarðatugi til að byggja annan innanlandsflugvöll. Ég legg til einfalda sátt áður en nokkur skaði er skeður. Skipulagi Hlíðarendasvæðisins má breyta þannig að allt fyrirhugað bygging- armagn Valsmanna verði staðsett þannig á svæðinu að neyðarbrautin gæti áfram sinnt sínu mikilvæga öryggishlutverki. Mér er mjög til efs að þeir ágætu einstaklingar sem eiga hlut í Valsmönnum ehf. geri sér almennt grein fyrir alvarleika málsins og þeim afleiðingum sem óbreytt byggingaráform þeirra hefðu fyrir almennt flug, flugöryggi og sjúkra- flug í landinu: Ef neyðarbrautinni verður lokað fyrir Valsmenn ehf. Boðað er að milljarðahagnaður verði af þessum framkvæmdum. Sá hagnaður þarf ekki að verða minni þótt byggingum sé hnikað til eða hvað? Flugöryggi er líka metið á milljarða. Það vita allir sem vilja. Ég skora á Valsmenn ehf. að sýna þá reisn að bjóða upp á sátt í þessu máli. Því yrði víðast fagnað. Eftir Friðrik Pálsson » Skipulagi Hlíð- arendasvæðisins má breyta þannig að allt fyrirhugað bygging- armagn Valsmanna verði staðsett þannig á svæðinu að neyðar- brautin gæti áfram sinnt sínu mikilvæga ör- yggishlutverki.Friðrik Pálsson Höfundur er annar formanna Hjart- ans í Vatnsmýri. Ágætu Valsmenn – Sýnið sáttavilja og reisn Þótt batahorfur og líðan krabbamein- sjúklinga hafi breyst mikið á undanförnum árum og áratugum er ferlið jafnan erfitt. Mörgum reynist örð- ugt að ná fyrri lík- amlegri færni og and- leg líðan er stundum bágborin. Oft er besta leiðin til að ná bata skilvirk endurhæfing, og því leggja bæði sjúklingar og fagfólk mikla áherslu á þann þátt meðferðar. En þá vandast málið. Hér á landi hefur skipulag end- urhæfingar fyrir krabbameins- sjúklinga (og reyndar fleiri sjúk- lingahópa) sannast sagna verið í skötulíki. Það er mat fagaðila sem veita krabbameins- sjúklingum þjónustu að þau úrræði, sem eru til, nýtist ekki sem skyldi vegna þess að verkaskipting er að ýmsu leyti óljós, mat á þjónustuþörf ekki nægilega markvisst og skýrari stefnumótun skorti í málaflokknum. Þetta mat fagaðila endurspeglast í skýrslu sem nýverið var unnin á vegum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins (http://www.krabb.is/Thjonusta/ radgjafarthjonustan/endurhaef- ing). Atli Már Sveinsson, íþrótta- fræðingur og með sérmenntun frá Bandaríkjunum í þjónustu við krabbameinssjúklinga, var fenginn til að greina stöðuna og benda á lausnir. Í skýrslunni er varpað ljósi á þá þjónustu sem er í boði. Í samantekt skýrslunnar segir m.a: „Lítið er vitað um endurhæf- ingarþarfir krabbameinssjúklinga hér á landi, hvaða þjónustu þeir þurfa og hvaða þjónusta er í boði. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að 40-70% þeirra sem greinast með krabbamein telja sig þurfa á end- urhæfingu að halda, en íslenskar rannsóknir gefa til kynna að 50- 70% krabbameinssjúklinga þurfi á endurhæfingu að halda. Virðist þörf fyrir líkamlega endurhæfingu vera algengust.“ Ein af niðurstöðum þessarar vinnu er jafnframt eftirfarandi: „Margs konar endurhæfing- arúrræði standa krabbameins- sjúklingum til boða á Íslandi, bæði innan sem utan veggja Landspít- alans, en það virðist fremur handa- hófskennt hverjir fara í endurhæf- ingu og hvert þeir fara. Engin miðlæg endurhæfing er í boði.“ Og síðar: „Til þess að endurhæfing krabbameinssjúklinga verði skil- virkari og betri þarf meiri sam- stöðu og samstarf milli þeirra sem veita endurhæfingarþjónustu og jafnvel að skipta endurhæfingunni upp í stig eftir endurhæfing- armeðferð.“ Fenginn var hópur reynds fag- fólks sem starfar að endurhæfingu til að draga ályktanir af skýrslunni, og má draga niðurstöður hópsins saman í fyrirsögn þessarar greinar. Skýrslunni hefur m.a. verið kom- ið á framfæri við velferðarráðu- neyti, Embætti landlæknis, Sjúkra- tryggingar Íslands svo og ýmsa forsvarsmenn í heilbrigðisþjónustu sem geta haft áhrif á þróun mála. Við væntum þess að það mikla gagn, sem hafa má af þessari vinnu, leiði nú til endurskoðunar á þjónustunni þannig að það fé sem lagt er í málaflokkinn nýtist betur en nú. Efla þarf Landspítalann í hlutverki sínu sem leiðandi afl og koma þarf á einhvers konar end- urhæfingarráði sem heldur um þræðina og stýrir framkvæmd. Greiningarvinna liggur nú að hluta til fyrir; það væri sannarlega ánægjulegt að sjá skýrsluna nýtta til hagsbóta fyrir þennan sjúklinga- hóp. Eftir Ragnheiði Haraldsdóttur » Oft er besta leiðin til að ná bata skilvirk endurhæfing, og því leggja bæði sjúklingar og fagfólk mikla áherslu á þann þátt meðferðar. En þá vandast málið. Ragnheiður Haraldsdóttir Höfundur er forstjóri Krabbameins- félags Íslands. Ójöfnuður í endurhæfingu krabbameinssjúklinga – tækifæri til úrbóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.