Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 ✝ Einar Haf-steinn Ágústs- son fæddist í Reykjavík 14. sept- ember 1934. Hann lést á blóðlækn- ingadeild Landspít- alans hinn 29. jan- úar 2015. Foreldrar hans voru Ágúst Bene- diktsson vélstjóri, f. 25.8. 1897, d. 24.7. 1964, og Þórdís Dagbjört Dav- íðsdóttir húsfreyja, f. 7.10. 1903, d. 11.3. 1998. Þau bjuggu á Vegamótastíg 9 í Reykjavík. Systkini hans eru Guðrún Dagný, f. 20.12. 1929, maki Sverrir Júlíusson, Birgir, f. 24.5. 1931 (látinn), maki Edda Kjart- ansdóttir, Áslaug (Lollý) f. 18.3. 1937 (látin) og Gunnar, f. 1.11. 1939, maki Sigríður Þ. Kolbeins. Einar giftist hinn 6. apríl 1957 Herdísi Hergeirsdóttur kaupmanni. Herdís fæddist í Reykjavík 21.3. 1935 og lést 26.9. 2009. Foreldrar hennar voru Hergeir Kristján Elíasson skipstjóri, f. 7.1. 1901, d. 23.1. 1959 og Ragnheiður G. Þórð- ardóttir húsfreyja, f. 10.11. 1901, d. 21.6. 1969. Þau bjuggu á Kaplaskjólsvegi 5 í Reykjavík, Ilmur María Stefánsdóttir, f. 2.3. 1969. Börn: Salka, f. 1995, maki Almar S. Atlason, f. 1992, Ísak, f. 1996, Grettir, f. 2002 og Gríma, f. 2004. Eftir gagnfræðapróf fór Ein- ar á samning hjá Raforku hf. í rafvirkjun hjá iðnmeistara og tók sveinspróf í iðninni við Iðn- skólann í Reykjavík 1959. Einar starfaði við rafvirkjun næstu ár auk þess sem hann nam flug- leiðsögu og flugumferðarstjórn og lauk því prófi 1962, en starf- aði þó aldrei á þeim vettvangi. Rafvakann sf. stofnaði hann ásamt félaga sínum 1965, og var hann starfræktur til 1970. Um 34 ára skeið kenndi Einar raf- magnsfræði við Vélskóla Ís- lands. Hann var iðinn við útgáfu kennslubóka í faginu og kenndi einnig á námskeiðum fyrir starfandi vélstjóra auk sum- arstarfa hjá Rafboða hf. Söngur átti hug hans allan og ungur hóf hann að feta þá braut, fyrst í djassdægurlagasöng með KK sextett. Síðar í uppfærslum Þjóðleikhússins á söngleikjum og óperum, s.s. Járnhausnum. En lengst af, eða yfir 50 ár, söng Einar með karlakórnum Fóst- bræðrum, ásamt með hópi Fjór- tán fóstbræðra. Síðustu æviárin helguðu þau Einar og Herdís sig skógrækt í Hekluskógum, sér- stöku áhugamáli þeirra hjóna. Útför Einars fer fram frá Vídalínskirkju Garðabæ í dag, 13. febrúar 2015, og hefst at- höfnin kl. 13. þar sem Einar og Herdís hófu sinn búskap. En lengst af bjuggu þau á Móaflöt 49 í Garða- bæ. Afkomendur Einars og Herdísar eru: 1) Davíð, end- urskoðandi, f. 16.7. 1957, maki Ragn- hildur Ósk- arsdóttir, f. 17.5. 1959. Börn: Ragnheiður, f. 1980, maki Ómar Valur Maack, f. 1980. Börn þeirra: Aron Snær, f. 2004, og Davíð Logi, f. 2010. Sól- ey, f. 1985, unnusti Helgi Ólafs- son, f. 1981. Bjarki Þór, f. 1991, unnusta Bryndís Ösp Birg- isdóttir, f. 1990. 2) Hergeir við- skiptafræðingur, f. 27.11. 1960, maki Pálína G. Hallgrímsdóttir, f. 14.12. 1959. Börn: Hilmar Örn, f. 1991 og Herdís, f. 1995. 3) Hafsteinn Már viðskiptafræð- ingur, f. 10.8. 1966, maki Kristín Jóna Kristjánsdóttir, f. 19.9. 1967. Börn: Helena, f. 1997, og Iðunn, f. 1997. 4) Einar Örn læknir, f. 30.1. 1968, maki María Erla Marelsdóttir, f. 15.12. 1969. Börn: Embla Þöll, f. 2000, og Þórdís Assa, f. 2006. 5) Valur Freyr leikari, f. 16.8. 1969, maki Í dag kveð ég Einar tengda- föður minn. Í huga minn koma margar fallegar minningar um hann og Herdísi tengdamóður mína sem skyndilega féll frá árið 2009. Ófáar ferðirnar voru farnar á Móaflöt hvort heldur var til að gæða sér á ljúffengum vöfflum að hætti Herdísar eða grillmat að hætti Einars. Fastur liður um jólahátíðina var að fara í skötu- veislu á Móaflöt en þá stóð Einar yfir pottunum því á Þorláks- messu voru miklar annir í H-búð- inni hjá Herdísi. Ógleymanleg eru boðin á jóladag en þá samein- aðist öll fjölskyldan yfir hangi- kjöti. Yndislegt var að dvelja í garð- inum þeirra og var hann sann- kallaður sælureitur. Herdís dvaldi þar löngum stundum að gróðursetja og hlúa að plöntum og naut dyggrar aðstoðar Einars. Þegar við Hergeir vorum að standsetja garðinn okkar, þá voru þau mætt með góð ráð og plöntur. Þau voru ætíð boðin og búin að hjálpa til hvort heldur var er framkvæmdir stóðu yfir eða vantaði barnapössun, fjöl- skyldan var alltaf höfð í fyrir- rúmi. Þegar Hilmar var nýfædd- ur kíkti Einar oft í morgunkaffi til að eiga góða stund með nýj- asta barnabarninu. Herdísi minni fannst óskaplega gaman að fara í pössun til afa og ömmu og fá að vera búðarkona í H-búðinni. Við Hergeir áttum með þeim sum- arbústað í nokkur ár og þar var oft glatt á hjalla. Þar sýndi sig best áhugi þeirra á skógrækt hvað þau nutu sín við að rækta upp gróður umhverfis sumarbú- staðinn. Fyrir nokkrum árum festu þau kaup á landspildu við Heklurætur þar sem hafist var handa við uppgræðslu örfoka lands. Þar áttum við Hergeir ógleymanlega daga að aðstoða þau við gróðursetningu. Við vor- um svo lánsöm að ferðast mikið með þeim innanlands og er mér efst í huga ferðin sem við fórum með þeim í Lónssveitina skömmu fyrir andlát Herdísar. Áttum við saman yndislega daga og þar fékk ég mína fyrstu bridds- kennslu. Árviss viðburður var að fara á tónleika hjá Fóstbræðrum en Einar var þar félagi í yfir 50 ár. Áhugi þeirra hjóna á músík var mikill og voru þau duglega að fylgjast með tónlistarlífi barna- barnanna. Þau mættu á ófáa tón- leika til að hlusta á Hilmar og Herdísi mína feta sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni. Herdís og Einar höfðu mikla ánægju af að fara í leikhús. Eftir að starfsævi þeirra lauk og þau fóru að hafa meiri tíma fyrir sig og áhugamál- in ferðuðust þau víða erlendis, stundum á framandi slóðir. Einar spilaði golf nær daglega við fé- lagana en þá fór Herdís í sína löngu daglegu göngutúra. Einar var einnig búinn að ná ansi góðri færni í botsía. Í viku hverri spiluðu þau bridds með öldruðum í Garðabæ. Eftir að Herdís féll frá flutti Einar sig um set og kom sér fyrir í fallegri íbúð á Strikinu í Garðabæ. Þar hélt hann áfram starfi sínu með öldruðum meðan heilsan leyfði. Dýrmætar í minn- ingunni eru þær stundir sem við áttum með Einari á áttræðisaf- mælinu í september sl. Bauð hann til veislu sínum nánustu, þá orðinn fársjúkur. Eins var ynd- islegt að geta verið saman með honum og fjölskyldunni yfir jólahátíðina. Hafið þökk fyrir alla þá umhyggju og hlýju öll þau tæpu þrjátíu ár sem við áttum samleið. Pálína. 40 ár fram í tímann virðist heil eilífð, en 40 liðin ár sem örskots- stund. Það eru einmitt 40 ár síðan ég kynntist tengdaföður mínum. Rólegur maður, dagfarsprúður og með afbrigðum söngelskur, enda söng hann með Karlakórn- um Fóstbræðrum í meira en 50 ár. Tengdapabbi var ríkur mað- ur. Ríkur af öllu því sem skiptir máli í lífinu. Hann átti frábæra konu, hana Herdísi, sem lést árið 2009, fimm frábæra syni sem hafa glatt hann með 13 barna- börnum og tveimur barnabarna- börnum. Herdís og Einar eign- uðust mörg áhugamál saman eftir að synirnir flugu úr hreiðr- inu. Þau fóru að spila brids, ferð- uðust, ræktuðu landið sitt við Heklurætur og síðast en ekki síst, þá ræktuðu þau hvort annað. Það var Einari mikið áfall þegar Herdís lést, enda átti enginn von á því að þessi eldhressa, göngugl- aða kona færi svo fljótt frá okkur. Einar var ekki margmáll maður en honum þótti samt óskaplega gott að koma í mat og setjast svo að spjalli inni í stofu. Þar gátum við spjallað um lífið og tilveruna, ástir og örlög. Einar hélt upp á 80 ára afmæli sitt í september síð- astliðnum og þótti óskaplega vænt um að geta boðið fjölskyldu sinni og vinum til veislu. Honum að óvörum mætti Karlakórinn Fóstbræður til hans og tók fyrir hann nokkur lög. Þetta þótti Ein- ari óskaplega vænt um, og talaði oft um hvað hann væri glaður að hafa látið verða af þessu þó að hann væri orðinn mikið veikur. Aldrei kvartaði hann, sagði bara að hann væri eitthvað svo óskap- lega latur. Við náðum að eiga góðar stundir öll fjölskyldan um jólin og reyndi Einar eins og hann gat að koma í jólaboð og mat til okkar þó viðveran væri ekki alltaf löng. Elsku Einar. Ég kveð þig nú með sama ljóði og ég kvaddi Her- dísi: Þú lokið hefur lífsins amstri og puði ljúfsárar minningarnar fram ég dreg. Ég veit þú situr nú í sátt hjá Guði og sæll þar lítur yfir farinn veg. (Valur Ármann Gunnarsson.) Minning um góðan mann mun ávallt lifa með okkur. Hvíl í friði. Ragnhildur (Ragna). Söngur er af sorg upprunninn, af söng er líka gleði spunnin. (Z. Topelius) Mágur okkar, Einar H. Ágústsson, lést á Landspítalan- um 29. janúar. Einar var hvers manns hugljúfi, umhyggjusamur fjölskyldufaðir og félagi. Lífsstíll hans og viðhorf einkenndust af einlægni, heiðarleika og glað- værð. Einar kvæntist ungur syst- ur okkar, Herdísi, og eignuðust þau fimm syni í hamingjusömu hjónabandi. Náin fjölskyldubönd mótuðu öll samskipti sona þeirra, tengdadætra og barnabarna. Allt mannvænlegt fólk og hjartahlýtt sem hefur stutt hvað annað og spjarað sig í lífinu. Í fjölskyldusamkvæmum var ætíð glatt á hjalla þar sem söng- urinn skipaði sérstakan sess og Einar hélt uppi stemningu, oft með aðstoð félaga sinna úr Fóst- bræðrum. Það voru ánægjulegir samfundir sem við geymum í minningunni um góðan dreng og samrýnda fjölskyldu. Hafið þökk fyrir allt og allt. Valdimar, Elías og fjölskyldur. Elsku afi okkar er fallinn frá. Afi var hæglátur, söngelskur og mjög hjartahlýr maður. Ekki er hægt að minnast afa án þess að nefna ömmu Herdísi líka, en þau voru samheldin og hamingjusöm hjón sem elskuðu okkur barna- börnin og barnabarnabörnin skil- yrðislaust. Á þessari stundu minnumst við allra góðu tímanna sem við áttum saman. Stundirnar á Móa- flötinni þar sem alltaf var hægt að treysta á að til væri ísblóm í frystinum. Allir tónleikarnir sem við fengum að fara á með Fóst- bræðrum, sem ýtti undir tónlist- aráhuga okkar systkinanna. Ferðirnar upp í sumarbústað þar sem við fórum meðal annars í göngutúra og boccia og þegar þú hermdir eftir Charlie Chaplin á eftirminnilegan máta. Þegar þú söngst Summertime í brúðkaup- inu hjá Heiðu og Ómari, en það lag mun lifa í hjarta okkar og minna á þig. Við elskum þig af öllu hjarta og minningarnar um þig munu lifa með okkur alla tíð. Hvíldu í friði elsku afi, við vitum að þú ert nú kominn á betri stað til ömmu syngjandi djasslög. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti ekki um hríð, þá minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín barnabörn og barnabarna- börn, Ragnheiður, Sóley, Bjarki Þór, Aron Snær og Davíð Logi. Elsku besti afi minn nú hef ég kvatt þig í hinsta sinn Þið Herdís eruð nú sameinuð aftur Þér fylgdi alltaf umhyggja og kraftur Kennari, djasssöngvari og fjöl- skyldumaður Í nýpússuðum skóm og ávallt svo glaður Eggjasúpan borðuð með brunabragði meðan tónlistarsögur afabörnunum sagði Sumarbústaðarferðir og langar göngur. Fagur ómaði Fóstbræðra söngur Eplabita fengu fuglarnir hjá þér en þú áttir alltaf eitthvert gotterí handa mér Á Móaflöt ég oft fékk að gista á gamanþætti horfði sem voru á bannlista Ferðalangur mikill og gleðigjafi Hvíldu í friði Einar afi Hilmar Örn og Herdís. Kveðja að leiðarlokum. Það eru umhleypingar í veðr- inu á þessum tíma árs. Enn hefur veturinn betur, en birtan eykst með hverjum degi og vissulega koma vorið, sumarið og haustið á ný í síendurtekinni röð árstíð- anna; aftur og aftur. Merkilega ber mannlífið mik- inn svip af þessu ferli, bæði hjá fjöldanum og hverjum og einum. Munurinn er þó sá að hjá okkur koma skin og skúrir, hlátur og grátur, sorg og gleði í einhverri óskiljanlegri uppröðun, sem eng- inn veit hver ræður né hvað veld- ur. Þessi samlíking flaug í gegn- um huga minn nú á dögunum er ég fregnaði andlát Einars Ágústssonar frænda míns, vinar og fóstbróður. Að vísu var orðið ljóst að hverju dró en samt kemur sárs- aukinn og sorgin í brjóstinu/ hjartanu alltaf jafn mikið á óvænt. Fyrstu andartökin eru sárust en smám saman kemst kyrrð á en eftir sitja minningarn- ar ljúfsárar. Það má segja að við Einar höf- um þekkst nánast í 65-70 ár og mjög náið síðustu rúma sex ára- tugina, eða síðan Einar byrjaði að syngja með Fóstbræðrum. Ég var þá búinn að vera í kórnum í þrjú ár. Með okkur tókst strax góð vinátta sem stóð alla tíð án þess að skugga bæri á. Mér hlotnaðist sú ánægja að kynnast og syngja í nokkur skipti með föður Einars, Ágústi Bene- diktssyni vélstjóra, en hann söng með Fóstbræðrum í tvo áratugi frá 1931. Það var því varla nema forms- atriði að Einar færi að syngja með Fóstbræðrum – og það var ekki bara upp á punt því dreng- urinn hafði afburða fallegan og hljómþýðan bassa og kunni vel með að fara alla tíð. Sjálfgefið var að hann prýddi hóp Fjórtán fóstbræðra þegar frá byrjun og þar til þeir hættu. Þá urðu kynni okkar Einars og hans ágætu eiginkonu, Herdísar Dagbjartar Davíðsdóttur (d. 26.9. 2009), enn nánari og eftir að þau fluttu með sonum sínum í fóstbræðralengjuna í Garðabæ varð umgangur og samskipti enn meiri. Þá var oft glatt á hjalla „margt eitt kvöld og margan dag“. Og talandi um synina fimm; þar átti Einar sér metnaðarfullan draum frá gamalli tíð að koma sér upp og ráða fyrir eigin knatt- spyrnuliði sannra Valsara. Vann hann ötullega að því. Hann náði þó ekki alveg einn og sjálfur að ráða við þetta þrátt fyrir góða viðleitni, en ég held að með svona sonum hafi þetta gengið upp að lokum (birt án ábyrgðar). Um annað veraldarvafstur Einars veit ég að aðrir muni þar um fjalla en drjúgt var dagsverk- ið þar sem hann kom við sögu. Eftir þessa upprifjun um vin- áttu og kynni okkar Einars í Fóstbræðrum, vil ég minnast á hjónaband hans og Herdísar. Þau ákváðu ung að ganga saman lífsins veg gegnum þykkt og þunnt og náðu á síðustu árunum að láta sameiginlega drauma rætast og nutu þeirra til fulln- ustu að loknu drjúgu verki. Fyrir rúmum sex árum dundi yfir reiðarslag. Herdís lést mjög óvænt og fyrirvaralaust. Þetta tók mjög á Einar og fjölskyldu hans. Einar stóð að vísu beinn eftir en lífsstoðin var brostin. Nú er dagur að kvöldi. Við þökkum Einari og Herdísi sam- fylgdina og sendum sonum og að- standendum öllum dýpstu sam- úðarkveðjur. Farið vel vinir. Helga, Garðar og börn. Það skiptir máli hverja maður velur sér að vinum og/eða lífs- förunautum. Lán okkar Fóst- bræðra var að Einar Ágústsson gekk til liðs við Fóstbræður árið 1956. Ástæða þess að Einar gekk til liðs við Fóstbræður var ein- faldlega sú að faðir hans, Ágúst Benediktsson, gekk til liðs við kórinn árið 1931 og þannig var að félagar hans komu stundum heim til hans til söngs. Einar sagði mér það oft hvað sér hefði fudnist mikið til um það, ekki síst ef svo- lítil söngolía var notuð til að smyrja raddböndin og fjörið og krafturinn jókst. Þar með var grunnurinn lagður og stefnan tekin. Þegar undirritaður hóf störf í Fóstbræðrum, hálfri öld síðar, var honum skipað til sætis við hlið Einars og hann beðinn að að- stoða nýliðann. Þegar við höfðum farið gegnum fyrsta lagið á æf- ingunni sagði Einar: „Þú hlýtur að vera vanur, það þarf ekkert að hjálpa þér.“ Hann gerði það samt oft með því að hækka röddina lít- illega eða benda mér á að „við er- um vanir að syngja þetta svona“ þegar vitleysan gekk úr hófi hjá mér. Þetta lýsir kurteisi Einars og prúðmannlegri framkomu hans sem var einstök. Einar var afar músíkalskur maður, jafnvígur á allar tegundir tónlistar og ógeymanlegt er þegar hann, nú á efri árum, tók blús- og soul-lög á skemmtunum eins og hann hefði aldrei gert annað og það með svo mikilli tilfinningu að allir dáðust að. Hann var reyndar gamall dansleikjasöngvari. Allar hans hreyfingar voru hugsaðar, vel út- færðar og báru með sér fágun þessa gamla sjentilmanns. Á þessum stundum átti hann sviðið. Hann var góðhjartaður sjentil- maður, hann var alltaf vel klædd- ur og í vel burstuðum skóm. Á æfingum bar hann sig að eins og atvinnumaður, ekki þurfti að segja honum hlutina nema einu sinni. Aðeins eitt frávik var frá þessu en ef verið var að enda lag sagði hann og hallaði höfðinu að manni: „Hér er hefð að fara niður!“ Nót- urnar sögðu kannski annað og söngstjórinn líka. Þar niðri hljómaði bassarödd Einars fal- lega. Kynni okkar Einars urðu nokkru nánari við ótímabært frá- fall Herdísar, konu hans, 26. september 2009. Fór ég til hans nokkur kvöld og sátum yfir kaffi og ræddum lífið og tilveruna og hina stóru breytingu sem orðið hafði. Það var stórt högg. Þar kom fram hve heitt og mikið hann elskaði konu sína og börn. Einar Hafsteinn Ágústsson Þegar ég var barn passaði Eva mig oft. Löngu síð- ar varð hún tengdamóðir mín. Fjölskyldur okkar áttu sam- leið um árabil bæði til sveitar og borgar. Það sem situr í hug manns er hve brosmild, glað- lynd og jákvæð Eva var alla tíð. Sama á hverju gekk. Alltaf stutt í hlátur og gamansemi. Hún var tónelsk og naut þess að spila á píanóið. Ljóðaskrif voru henni hjartfólgin. Ekki minnkaði sú ánægja Evu þrátt fyrir alvarleg veikindi hennar. Í raun sérstakt hve þessi hæfi- leiki hennar hélst lengi umfram annað, en Eva greindist með Eva Óskarsdóttir ✝ Eva Ósk-arsdóttir fædd- ist 12.4. 1934 í Reykjavík. Hún lést 22. janúar 2015. Út- för Evu fór fram 5. febrúar 2015. alzheimer-sjúk- dóminn fyrir nokkrum árum. Það var einstakt að fylgjast með börn- um hennar annast móður sína við þessar aðstæður. Bæði meðan hún var í dagvist í Lönguhlíðinni og seinna á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni. Elsku Evu er sárt saknað og alltaf erfitt að horfa upp á ná- kominn fjara út. Það sem gerir það bærilegra er hve hlýtt við- mót og bros hennar situr með manni þrátt fyrir veikindin. Nú er hún komin til Stebba síns en eins og hún sagði oft þá hlakk- aði hún til þess að hitta hann aftur. Eva, þessi hrókur alls fagnaðar, gaf afkomendum sín- um þetta blíða bjarta og glað- lynda skap. Við sem kynntumst Evu erum heppin. Ingvar J. Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.