Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ýmislegt Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 COTTAGE DELIGHT Bresk gæðavara stofnað 1974 25% afsláttur Seville Appelsínu marmelaði Chutney, margar gerðir Ávaxtasultur Annað góðgæti Áður nú Appelsínumarmelaði 795,- 595,- Ávaxtasultur 895,- 670,- Fudge 695,- 520,- Relish/chutney 795,- 595,- Ostastangir 895,- 670,- FRÁBÆRAR NÆRBUXUR Í bómull, svart og hvítt, stærðir M, L, XL, 2X á kr. 1.995 Í stærðum S, M, L, XL á kr. 2.995 Svart og hvítt í stærðum S, M, L, XL á kr. 1.995 Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg: 7268 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir með góðum sóla. Stærðir: 36 -42. Verð: 14.785. Teg: 7294 Vandaðir dömukuldaskór úr mjúku leðri með hlýju fóðri og góðum sóla. Stærðir: 36-42. Verð: 17.785. Teg: 5527 Vandaðir dömukuldaskór úr mjúku leðri með hlýju fóðri og góðum sóla. Stærðir: 36-42. Verð: 17.785. Teg: 802501 Dömukuldastígvél úr mjúku leðri og fóðruð með hlýrri lambsgæru. Góður vetrarsóli. Stærðir: 36-42. Verð: 24.750. Teg: 110 Há dömustígvél úr mjúku leðri og vetrarfóðruð. Góður sóli. Stærðir: 36-41. Verð: 24.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook.                 !"  #"  $% !         Smáauglýsingar ✝ Jens Sum-arliðason fædd- ist á Ísafirði 19. apríl 1930. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans 5. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Sumarliði Vil- hjálmsson póstur frá Stóru-Ávík í Ár- neshreppi, Strandasýslu, og Sólveig Silfá Gestsdóttir, húsmóðir frá Gjögri í Árneshreppi, Strandasýslu. Jens var yngstur átta systkina sem öll eru látin. Eftirlifandi eig- inkona Jens er Ingi- björg Bjarnadóttir frá Akureyri. Þau eiga fjögur börn, Bjarna, Arnar, Sól- veigu og Sigrúnu, þrettán barnabörn og sextán barna- börn. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 16. febrúar 2015, kl. 13. Tengdapabbi minn var ófor- betranlega félagslyndur maður enda glaðvær og mannblendinn með eindæmum. Frá upphafi var hann virkur svo eftir var tekið í alls konar íþróttastarfsemi, félagsmál- um og tómstundamálum og oftar en ekki var hann þar í fremstu víg- línu. Fram á síðustu stund fylgdist hann af athygli með öllu sem sneri að íþróttum. Ég gat ekki annað en brosað út í annað þegar hann tók frumkvæðið einu sinni sem oftar og lét stilla inn Eurosport í sam- eiginlega sjónvarpinu á Hlað- hömrum svo þau tengdamamma gætu horft á Heimsbikarinn á skíðum. Aðrir íbúar hússins máttu gjöra svo vel að sætta sig við þetta sjónvarpsefni sem tengdapabbi reyndar lýsti fagmannlega fyrir þeim í smáatriðum og kenndi þeim allt um muninn á svigi og stórsvigi. Þau eru ábyggilega betur heima í skíðaíþróttinni fyrir vikið. Ég veit ekki hvort tengdapabbi minn hefði verið greindur með of- virkni samkvæmt nútímaskil- greiningum en hitt veit ég að hann var alltaf framúrskarandi virkur einstaklingur og var eiginlega ekki til friðs nema hann væri að brasa eitthvað enda með afbrigðum hag- ur maður. Engan annan þekki ég sem áorkaði því sem hann gerði; að byggja tugi húsa, endurbyggja annan tug, byggja við sama sumarbústaðinn mörgum sinnum á sama tíma og hann var óþreyt- andi að leggja húsbyggingum barna sinna lið. Ef verkefnin voru ekki fyrir hendi þá bara bjó hann þau til. Sjálfa banaleguna notaði hann til að hanna prjónamynstur þótt mér vitanlega hefði hann ekki tekið í prjóna síðan á barnsaldri. Öll fjölskyldan naut góðs af dugn- aði hans og elju; fallegu hand- bragði hans sér hvarvetna stað. Hvernig hann hafði atorku, kraft og nennu til að leggja alls staðar hönd á plóg var mér oft undrunar- efni. Ég hallast að því að þar hafi einfaldlega farið saman óvanalega mikil sköpunargleði, frjór hugur og innileg umhyggja fyrir fólkinu sínu. Þótt hann hafi alla tíð eytt helftinni af sínum frítíma í ýmiss konar félagsstúss, KSÍ-stúss og allrahandastúss og þótt hann hafi alltaf haft óskaplega gaman af mannfagnaði þá sá ég hann aldrei brosa breiðar en þegar fólkið hans var samankomið. Þegar barna- börnin hans tættu upp fótbolta- flötina í Mosa eða þegar hann mátti tvinna saman hvert töfra- bragðið á fætur öðru með Pétur og Pál í broddi fylkingar þá var tengdapabbi minn glaður. Tengdapabbi var ósérhlífinn, kærleiksríkur og glaðsinna maður. Ekkert sérlega gefinn fyrir tilfinn- ingalegar ígrundanir eða að fjöl- yrða um innri málefni – þá var nú betra að teikna bara skútur eða eitthvað annað nytsamlegt. Þrátt fyrir það vissum við öll að honum þótti svo undur vænt um allan skarann sinn og það er huggun harmi gegn að sú væntumþykja var sannarlega gagnkvæm. Hann sagðist sjálfur vera á leiðinni í hlýjuna og sólina á himnum og ég er þess fullviss að Drottinn hefur úthlutað honum góðri lóð í Himna- ríki og endalausum efnivið í allar þær vistarverur sem enn þarf þar að smíða. Tengdapabbi minn skil- ur eftir sig góðar minningar, stórt skarð og ríka arfleifð í fjölskyld- unni okkar. Ég mun sakna hans. Ragna Björk. Það er með þakklæti í huga og yl í hjarta sem ég minnist föður- bróður míns Jens Sumarliðasonar, eða Jenna eins og hann var iðulega kallaður af þeim sem hann þekktu. Jenni var fjórum árum yngri en faðir minn og rétt eins og hann var Jenni mikill listamaður. Það má í raun segja að listaverkin, stór og smá, hafi orðið til allt í kringum hann. Það sem hann snerti ljóm- aði, rétt eins og fyrir töfra. Stund- um hef ég sagt að hann hafi byggt allt sitt úr einni spýtu. Og fallegt varð það. Hann byggði bústað fjöl- skyldunnar úr því sem aðrir hefðu kannski kallað ekkert en úr engu tókst Jenna að byggja höll og inn- viðirnir voru fagurlega mótaðir af þeim hagleiksmanni sem hann var. Húsgögnin smíðaði hann sjálfur, enda völundur mikill og góður. Hann var nægjusamur og einmitt þess vegna nægði honum ein spýta til að búa sér og sínum bústað og af sömu ástæðu virtist sem allt yrði að gulli í höndunum á frænda. Jenni var þakklátur og tók lífinu og náttúrunni aldrei sem sjálf- sögðum hlut. Hann hafði unun af því að skapa eitthvað úr því smáa og deila með öðrum. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann tekur þakklátur upp spýtu sem hafið skolaði á land, taka hana upp, brosa og hugsa með sér hvaða hlut hann ætti að búa til úr þessari spýtu sem náttúran færði honum. Fyrsta minning mín um Jenna er einfaldlega brosið hans. Það bros var einlægt og lýsti upp allt sem nálægt var. Hann brosti með öllu andlitinu, líka augunum. Hann hreinlega ljómaði. Það er þannig sem ég mun minnast Jenna frænda míns og þessu ljómandi brosi ætla ég aldrei að gleyma heldur leyfa því að lýsa í huga mér. Hvíl í friði, elsku frændi. Morgunstund milli hárra fjalla er böðuð sól. Fiskibátur rýfur kyrrðina og sker fjarðarspegilinn á leiðinni út. Endur með unga dilla sér á gárunni nær landsteinum. Lítill drengur byggir sandborgir, og leikur við öldugjálfur og fjörulykt. (Úr hugarhólfi eftir Snjólaugu Guðmundsdóttur) Sigríður María (Sigga Maja). Kveðja frá Knattspyrnu- sambandi Íslands Við fráfall Jens Sumarliðasonar sér knattspyrnuhreyfingin á Ís- landi á bak góðum félaga. Leður- knötturinn var Jens alltaf hugleik- inn. Hann hóf ungur að eltast við knött og iðka knattspyrnu í heima- högum á Ísafirði og gerðist liðs- maður Harðar. Á námsárum sín- um á Akureyri lék hann með Þór og í Reykjavík lék hann með Vík- ingi – setti hann til dæmis fyrsta markið á Íslandsmótinu 1954 er hann skoraði gegn KR á Melavell- inum. Hann var spilandi þjálfari með ÍBÍ 1957. Hann gekk aftur til liðs við Þór 1958 og var hann spil- andi þjálfari með ÍBA í 1. deild á Íslandsmótinu 1960. KSÍ fékk að njóta krafta hans í áratugi og vann hann knattspyrn- unni mikið gagn. Jens var í stjórn KSÍ í tíu ár – frá 1971 til 1981. Hann gegndi starfi fundarritara 1973-1975 og var varaformaður sambandsins fjögur síðustu ár sín í stjórninni. Jens var í landsliðs- nefnd KSÍ 1974-1977, formaður þrjú síðustu árin. Þá var hann í unglinganefnd 1979-1981, síðasta árið formaður. Hann var í móta- nefnd KSÍ 1972 og 1973, þá sem formaður, í tækninefnd sem for- maður 1979, í aganefnd 1978-1980 og þá gegndi hann ýmsum störfum fyrir KSÍ eftir að hann lét af störf- um sem stjórnarmaður – átti til dæmis sæti í knattspyrnudómstóli KSÍ 1986-1988. Jens vann vel þau verk sem hann tók að sér jafnt innan vallar sem utan. Hann lagði mikla áherslu á að það sem hann tók sér fyrir hendur væri í lagi og var úr- ræðagóður ef eitthvað óvænt kom upp á. Það var engin lognmolla í kringum Jens, sem var ávallt kát- ur, glettinn og spaugsamur – var fljótur að sjá broslegu hliðina á hlutunum. Knattspyrnuhreyfingin þakkar Jens Sumarliðasyni fyrir sam- veruna og sendir fjölskyldu hans og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Á þeim árum sem ég gegndi for- mennsku í Knattspyrnusambandi Íslands, á áttunda og níunda ára- tug síðustu aldar, var með mér í stjórninni úrvalsfólk, sem hélt vel saman, skapaði skemmtilegt and- rúmsloft og hafði einlægan áhuga á íþróttinni. Meðal þessara samstarfsmanna minna var Jens Sumarliðason. Vestfirðingur að uppruna, flutti norður til Akureyrar og lék með meistaraflokksliði ÍBÍ og ÍBA á árunum þegar ég hóf minn fót- boltaferil. Hann sat fyrir í stjórn KSÍ, þegar ég tók við formennsk- unni af Albert Guðmundssyni. Var þá kominn til Reykjavíkur. Jens hafði bjarta áru. Kurteis og geðgóður, hláturmildur og já- kvæður. Gerði allt samviskusam- lega, sem honum var falið, sífellt boðinn og búinn þegar á reyndi og gekk jafnan til verka með sínu fal- lega brosi. Það var góður fé- lagsskapur. Hann var einlægur og hjartahlýr félagi. Jens starfaði við smíðar og kennslu og var alls staðar vel met- inn, traustur sómamaður. Í pólitík- inni var þessi öðlingur jafnaðar- maður, sem aldrei mátti neitt aumt sjá. Hann gladdist mikið þegar ég gekk í lið með honum. Á seinni árum, eftir að við báðir létum af störfum í þágu íþrótta- hreyfingarinnar, fækkaði sam- verustundum okkar. Þau hjónin eignuðust sumarhús á Spáni og dvöldu þar löngum (og björtum) stundum. En jafnan þegar við rák- umst saman á förnum vegi eða á hátíðarstundum í knattspyrnunni voru það fagnaðarfundir, sér í lagi þegar andlit hans brosti allan hringinn og vináttan í hverri taug. Nú fyrir jólahátíðina sendi ég Jens tölvupóst og lagði til að við allir gömlu félagarnir úr KSÍ hitt- umst sem fyrst. Ég fékk ekki svar fyrr en seint og síðar meir. Jens hafði kennt sér meins og var kom- inn á sjúkrahús. Þangað heimsótti ég hann og sá hvernig komið var. En við gátum spjallað um gömlu dagana og hann gat hlegið að mörgum góðum end- urminningum sem við rifjuðum upp. Og kvöddumst, sennilega báðir með sömu hugsun. Þetta væri síðasti fundurinn okkar. Ég sendi Ingibjörgu konu hans, börnum og öllum afkomendum innilegar samúðarkveðjur. Þau geta öll glaðst yfir lífi þessa öð- lings, þessum dagfarsprúða og heilsteypta manni. Megi minning Jens Sumarliðasonar lifa. Ellert B. Schram. Sumarliði Jens Sumarliðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.