Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aldrei fyrr hafa jafnmargir fuglar verið nýmerktir hér á landi og í fyrra. Þá voru merktir 19.046 fugl- ar af 79 tegundum. Þetta kemur fram í yfirliti Náttúrufræðistofn- unar Íslands um fuglamerkingar 2014. Af einstökum fuglategundum var mest merkt af auðnutittlingum eða 6.132 fuglar en það er fimm- falt meira en fyrra met. Fyrra met var 1.235 auðnutittlingar 2009. Merkir merkingamenn Virkir merkingamenn, sem merktu einhvern fugl á árinu, voru 51 í fyrra. Tveir merkingamenn, Óskar J. Sigurðsson, kenndur við Stórhöfða, og Sigurður Ingvarsson hættu fuglamerkingum í fyrra. Óskar hóf að merkja fugla 1953 og á þeim 62 árum sem hann var við merkingar merkti hann um 93.000 fugla. Sigurður hóf merkingar 1989 og merkti alls 5.675 fugla. Afkastamest við fuglamerkingar í fyrra voru Sverrir Thorstensen, með 3.555 merkta fugla, Fugla- athugunarstöð Suðausturlands með 2.861 fugl og Jón Magnússon með 1.412 fugla. Ný aldursmet fugla Tvær súlur sem Ragnar Jónsson læknir og fleiri merktu sem unga 20. ágúst 1982 í Eldey fundust dauðar í fyrra. Önnur fannst dauð í Skotlandi og var þá orðin 31 árs og fimm mánaða. Hin drapst í neti austur af Vestmannaeyjum og var þá 32 ára og þriggja mánaða. Fyrra aldursmet var 27 ár og átta mánuðir. Elsta súla sem vitað er um í Evrópu varð 37 ára og fimm mánaða. Merkt álft, sem setti aldursmet 2013, sást í Suður-Þingeyjarsýslu í fyrravor í fullu fjöri. Hún var þá a.m.k. 27 ára og hálfs árs. Það gæti verið Evrópumet. Endur- heimtur merktra fugla sýna m.a. hvað þeir geta verið langförulir. Langförulasti fuglinn sem endur- heimtur var í fyrra var sanderla sem sást við Akranes 26. maí s.l. Hún hafði verið merkt haustið 2009 í Gana og var komin 6.788 km frá merkingarstaðnum. Lesið var af merkjum nokkurra sílamáfa í Vestur-Afríku í fyrra. Sá sem flogið hafði lengst sást í Máritaníu heila 4.926 km frá Sandgerði þar sem hann var merktur. Spói sem var merktur í Árnes- sýslu sást í þjóðgarði í Máritaníu um 4.815 km frá merkingar- staðnum. Þá var sandlóa, sem hafði verið merkt í Flatey á Breiðafirði, handsömuð í San Fernando á Spáni og var þá 3.395 km frá merkingarstað. Ljósmynd/Ragnar Jónsson Eldey 1982 Trausti Tryggvason tók þátt í súlnamerkingunum í Eldey ásamt Ragnari Jónssyni o.fl. Súlur sem voru merktar í leiðangrinum í Eldey fundust dauðar í fyrra og voru þá komnar vel yfir þrítugt. Met í fuglamerkingum  Aldrei fleiri fuglar merktir en í fyrra  Auðnutittlingur í efsta sæti  Aldraðar súlur voru endurheimtar í Skotlandi og við Vestmannaeyjar  Langförulir fuglar Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Auðnutittlingur Í fyrra voru merktir 6.132 auðnutittlingar hér á landi. Það var fimmfalt meira en fyrra met sem sett var árið 2009. Svokölluð dægurvilla gæti verið vanmetin orsök umferðarslysa hér á landi, að sögn Kristínar Sigurðar- dóttur, læknis við Landspítalann Grensási. Dægurvilla er almennt skilgreind sem líkamleg og andleg vanlíðan vegna mismunar á staðar- tíma og hinnar náttúrulegu líkams- klukku sem stillist af sólarljósi. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristín dægurvillu vera landlæga á Íslandi og líklega megi rekja hluta umferðarslysa til hennar. „Dægurvilla getur orsakað syfju sem vitað er að er einn áhættuþátt- anna þegar kemur að umferðar- slysum. Fáar þjóðir sem ég þekki fara jafnseint að sofa og við Íslend- ingar og í raun er það ekki fyrr en komið er til Spánar að þú finnur fólk sem vakir jafnlengi og við. Þeir taka hins vegar margir hina frægu „siestu“ sem við tökum ekki hér á landi,“ segir Kristín og bætir við: „Misræmi milli sólar- og staðartíma veldur því að lífklukkan gengur ekki í takt við staðartíma. Kannski er því komin enn ein ástæðan til að leiðrétta klukkuna.“ Kristín bendir einnig á að notkun svefn- og róandi lyfja hér á landi sé mun meiri en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Til að mynda erum við hæst meðal Norðurlandaþjóða hvað varðar þessa neyslu. Endurskinsmerki mikilvæg Kristín hélt framsögu á umferð- arþingi Samgöngustofu sem fór fram í Hörpu í gær. Þar kom fram að frá aldamótum hefur öllum teg- undum slysa fækkað utan þeirra þar sem gangandi vegfarendur slasast. Hún segir nauðsynlegt fyrir Íslendinga að auka notkun endur- skinsmerkja á ný. „Ég sé sífellt færri gangandi veg- farendur með endurskinsmerki, sem mér þykir vera slæm þróun. Rannsóknir hér á landi hafa sýnt fram á að tíðni slysanna eykst alltaf yfir myrkustu mánuðina og endur- skinsmerkin hafa fyrir löngu sann- að gildi sitt,“ segir Kristín og bend- ir á að það vanti fatnað fyrir full- orðna með endurskinsmerkjum. „Ég kalla eftir því að íslenskir fata- framleiðendur fari að gefa fólki val um að hafa endurskinsmerki á flík- um sem það kaupir frá þeim. Við erum að tala um líf og limi fólks og því er til mikils að vinna.“ sh@mbl.is Dægurvilla vanmetin orsök umferðarslysa Morgunblaðið/Kristinn Umferðarþing Kristín Sigurðardóttir læknir hélt framsögu á umferðar- þingi Samgöngustofu sem fram fór í Norðurljósasal Hörpu í gær.  Íslendingar fara seint að sofa og nota meira af svefnlyfj- um en aðrar þjóðir  Endurskinsmerki eru nauðsynleg „Ég vildi fá að vita hvort þetta væri með svipuðum hætti og í Hafnarfirði og þess vegna lagði ég fram fyrir- spurn í borgarráði,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Í gær óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um það hverjir hefðu aðgang að upplýsingum um farsíma- notkun kjörinna fulltrúa og starfs- manna Reykjavíkurborgar og hvernig farið væri með slíkar upp- lýsingar. Fékk bráðabirgðasvar Nýverið sendu fulltrúar minni- hlutans í Hafnarfirði Persónuvernd kvörtun vegna þess að bæjaryfirvöld hefðu óskað eftir og fengið lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað við rannsókn ákveðins máls. Fyrirspurn Halldórs var lögð fram í gær, og er því ekki svars að vænta fyrr en í næstu viku. Hann segir hins vegar að bráðabirgða- svar sem hann fékk á fundinum í gær hafi verið að það sé vissulega alltaf einhver aðili hjá borginni sem hafi aðgang að þessum upplýsingum. Upp að vissu marki sé því hægt að fylgjast með farsímanotkun hvers og eins, til dæmis inni á „Mínum síðum“ eða á fyrirtækjasíðum símafyrirtæk- isins. „Það er því hægt að fylgjast með farsímanotkun kjörinna fulltrúa og starfsmanna upp að vissu marki, en hvar það mark liggur veit ég ekki,“ segir Halldór. „Einhver hefur alltaf aðgang“ Halldór Halldórsson Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Fyrirspurn var lögð fram í gær, svars er að vænta í næstu viku.  Hægt er að fylgjast með farsímanotkun borgarfulltrúa upp að vissu marki Hæstiréttur staðfesti í gær fimm mánaða skilorðsbund- inn fangels- isdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni. Jón, sem var framkvæmda- stjóri Lystar ehf., sem rak veitingastaðinn McDonalds og síðar Metro, stóð ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af laun- um starfsmanna skyndibitastað- anna. Brotin áttu sér stað árin 2009 og 2010. Einnig var Jóni gert að greiða 45 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, sem er rúmlega tvöföld upphæð vanskilanna, en þau voru rúmlega 22 milljónir króna. Fangelsi, ef hann greiðir ekki Verði sú sekt ekki greidd innan fjögurra vikna kemur til 12 mánaða fangelsisvistar. Eignarhaldsfélagið Lyst var rekstraraðili McDonalds á Íslandi en árið 2009 var samstarfinu slitið og félagið tók upp nafnið Metro á veitingastaði sína. Jón Garðar var stjórnarmaður og framkvæmda- stjóri félagsins. Málið hófst í janúar 2011 þegar skattrannsóknarstjóri kærði brotið til lögreglu og sætti það þá rannsókn hennar. Í júní árið 2010 seldi Lyst reksturinn yfir í félagið Líf og heilsa ehf. og var í kjölfarið tekið til gjaldþrotaskipta en skipt- unum lauk í mars 2013. Líf og heilsa seldi svo reksturinn nýju félagi, M- Veitingum ehf., í október 2012. Var Líf og heilsa í kjölfarið úrskurðað gjaldþrota í janúar 2013. bmo@mbl.is Fimm mán- aða fang- elsi fyrir skattsvik  Lyst ehf. greiddi ekki opinber gjöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.