Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Íopinberum gögnum er texti oft ofhlaðinn og torlesinn. Óljóst orða-lag og undarleg orð koma þar oft fyrir. Það getur stafað af orð-ræðu þeirrar atvinnugreinar sem málefnið snýst um. Þetta hefurverið kallað stofnanamál. Á málþingi sem haldið var árið 2001 um málfar í opinberum skjölum lýsti Guðrún Kvaran aðaleinkennum stofn- anamáls á þann veg að stíllinn væri klúðurslegur og þungur, nafnorð of- notuð, setningar langar og orðaröð óeðlileg. Þetta kannast flestir við sem gluggað hafa í alls kyns greinargerðir og skýrslur. Mig langar að taka ör- fá dæmi um sumt af ofangreindu. Í siðareglum fyrir endurskoðendur, sem samþykktar voru af efnahags- og viðskiptaráðherra árið 2011, segir: „Þegar um er að ræða rökstuddar staðreyndir, ófullnægjandi upplýsingar eða órökstuddar ályktanir þá skal fagleg dómgreind ráða því hvort og þá hvers konar upplýsingar skuli veittar.“ Athyglisvert væri að heyra muninn á faglegri dómgreind og dómgreind. Þarna er lýsingarorðinu aug- ljóslega ofaukið. Haft var eftir rík- issaksóknara víðs vegar í fjölmiðlum í fyrra að greina þyrfti „refsivert gáleysi frá óhappatilviljun og lítilfjörlegu gáleysi“. Það kom mér á óvart að orðið óhappatilviljun skyldi finnast í lögum. Þar af leiðandi er það algengt í dómsúrskurðum. Eðlilegra væri að tala um óhapp eða óhappatilvik. Óhapp felur í sér tilviljun og því er marklaust að skeyta orðunum saman. Einnig hljómar lítilfjörlegt gáleysi einkennilega, en líklega er meiningin að greina það frá alvarlegu gáleysi. Í þingsályktun frá árinu 2014, um endurskoðun laga og reglna með til- liti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra, er að finna eftirfarandi klausu: „Fyrstu heilsufarsáhrifin sem gjarnan verður vart eru flensulík einkenni, aukin tíðni astma, öndunarfæraeinkenni og svefntruflanir.“ Einkenni sem líkjast flensu væri eðlilegra orðalag. Sama á við um ein- kenni í öndunarfærum. Á vef Læknablaðsins eru nokkur dæmi um hvoru- tveggja og eru orðin því ekki úr lausu lofti gripin. Ef leitað er eftir orðinu magaeinkenni kemur það einnig fyrir á hinum ýmsu miðlum sem fjalla um heilsufar, sömuleiðis augneinkenni. Þetta er því viðurkennt í starfs- greininni þótt það hljómi ankannalega í eyrum annarra sem myndu alla jafna tala um verk í augum eða maga og að þeir ættu erfitt með and- ardrátt eða annað sem angraði þá við öndun. Síðast en ekki síst eru hinir íslensku hagsmunir sem klifað er á í allri þjóðfélagsumræðu. Ég vil tala um hagsmuni Íslands. Ef Íslendingar eiga sömu hagsmuna að gæta og einhver önnur þjóð, hvers lenskir eru þá þeir hagsmunir? Þetta á víðar við. Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinnur að til- raunaverkefninu „Einstök íslensk upplifun“. Á vef Icelandair Hotels má sjá yfirskriftina „Sönn íslensk upplifun“. Hvernig upplifun er það? Ef ég fer til dæmis á ítalskan veitingastað hér á landi, er það þá ítölsk upplifun? Stofnanamál Tungutak Eva S. Ólafsdóttir eva@skyrslur.is Smátt og smátt er okkur að takast að hreinsa tileftir hrunið. Bankar eru byrjaðir að fækkastarfsfólki vegna þess að afgreiðsla marg-víslegra mála sem upp komu í kjölfar hrunsins er vel á veg komin. Dómstólum miðar áfram við að ljúka stórum málum sem upp komu í tengslum við hrunið og augljóst að það styttist í ákvarðanatöku ríkisstjórnar varðandi þrotabú gömlu bankanna og afnám gjaldeyris- hafta. Þegar svo er komið er tímabært að huga að lang- tímastefnu í atvinnumálum landsmanna sem að ein- hverju leyti hefur setið á hakanum. Þó er það svo að á árunum eftir hrun hefur orðið ein grundvallarbreyting í atvinnulífi okkar. Ferðaþjónustan hefur náð þeim áfanga eftir margra áratuga uppbyggingu að verða ein af þremur höfuð atvinnuvegum þjóðarinnar, ásamt sjáv- arútvegi og orkufrekum iðnaði. Fyrir hálfri öld voru til forystumenn í ferðaiðnaði sem héldu því fram að þetta væri hægt. Fáir lögðu þá trúnað á slíkar framtíðarspár. Þær eru óumdeilanlega orðnar að veru- leika. En þessi veruleiki kallar á umræður um samspil ferðaþjón- ustu og náttúru landsins og samspil ferðaþjónustu og orkufreks iðnaðar. Hvers vegna sækja erlendir ferðamenn í svo ríkum mæli til Íslands? Það er augljóst að það er náttúra landsins og hin ósnortnu víðerni sem kalla þá hingað. En um leið skapar þessi mikli fjöldi erlendra ferðamanna hættu á að einmitt þessi miklu verðmæti verði fótum troðin – í bókstaflegri merkingu. Við þurfum að finna leið til þess að verja náttúruna án þess að þær aðgerðir og framkvæmdir verði til þess að draga úr aðdráttarafli hennar. Hálendi Íslands með hvítum jöklum, svörtum sönd- um, ólgandi stórfljótum og tærum bergvatnsám og lækj- um er eins og af öðrum heimi. En sú lýsing á ekki við um hálendi með uppbyggðum og malbikuðum vegum með tilheyrandi benzínstöðvum og sjoppum svo og rafmagnsstaurum eða stálvirkjum. Það hefur enn ekki tekizt „þjóðarsátt“ um að láta há- lendið í friði fyrir frekari mannanna verkum en nú er svo komið að verði það ekki látið í friði yrði það efna- hagslegt áfall fyrir þjóðarbúið vegna verulegrar fækk- unar ferðamanna sem mundi fylgja í kjölfarið. Með sama hætti má segja að þessi nýju viðhorfi tak- marki mjög hvað við getum leyft okkur að ganga langt í nýtingu fallvatna landsins í þágu orkufreks iðnaðar. Við erum öll sammála um að ekki komi til greina að virkja Gullfoss en þeir eru margir gullfossarnir á Íslandi sem ekki má virkja af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar. Sumir hafa verið meiri umhverfisverndarsinnar en aðrir á öðrum forsendum en hér hafa verið raktar en nú eru komnar til sögunnar nýjar röksemdir, sem snúast um beinharða peninga, sem þeir sem hingað til hafa vilj- að ganga langt í að virkja hljóta að horfast í augu við. Í stuttu máli má segja að hin mikla fjölgun erlendra ferðamanna á undanförnum árum hafi fært umhverf- isverndarsinnum nýjar röksemdir í hendur sem þeir eru lítið farnir að nota. Það er bæði æskilegt og nauðsynlegt að fram fari meðal landsmanna víðtækar umræður um þessi nýju viðhorf. Með nokkurri einföldun má segja að hálendið, hin ósnortnu víðerni landsins, sé að verða gjaldeyrisafl- andi tekjulind ekki síður en fiskimiðin og orka fallvatn- anna og að með því hafi það tryggt tilveru sína. Við höf- um gert okkur grein fyrir að við getum ekki sópað upp öllum fiski í hafinu í kringum landið og við höfum áttað okkur á að suma fossa má ekki virkja. Sömu rök eiga við um friðun sumra landsvæða. Þótt hér sé talað um hálendi Íslands er auðvitað ljóst að hið sama á við um önnur ón- umin landsvæði að þessu leyti svo sem Hornstrandir, landsvæðin norðan Djúps og Norður-Strandir og stór svæði í Skaftafellssýslum. Framan af 20. öldinni var fyrst og fremst talað um fiskimiðin sem auðlind. Smátt og smátt var farið að líta svo á að við ættum tvær meginauðlindir, fiskimiðin og orku fallvatnanna. Nú er svo komið að við eigum þrjár auðlindir, sem skila okkur beinhörðum tekjum, fiski- miðin, fallvötnin og náttúru landsins. En eins og þróun mála á heimsvísu hefur verið háttað er líklegt að íslenzkur landbúnaður, sem hefur verið hrakyrtur áratugum saman, eigi eftir að rísa úr ösku- stónni og blómstra. Ein af forsendum landbúnaðar er vatn og það er af skornum skammti í heiminum. Við eigum nóg af vatni. Í krafti þess á íslenzkur landbúnaður eftir að rísa og tíma- bært að skapa samstöðu um uppbyggingu hans frekar en að borgarbúar, sem aldrei hafa í fjós eða fjárhús komið séu sí og æ að gera lítið úr honum. Sjávarútvegsmönnum finnst þeir vera í vörn. Það er óþarfa tilfinning. Það er þjóðarsamstaða um að fiski- miðin í kringum landið séu sameign þjóðarinnar. Það er ekki lengur deilt um auðlindagjald sem var samþykkt sem grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í október 2001 með öllum þorra atkvæða gegn einu að sögn Halldórs Blöndal, fyrrverandi forseta Alþingis sem var fundarstjóri á þeim fundi. Það er annað og minna mál þótt enn sé deilt um hversu hátt eða lágt veiðigjaldið á að vera. Það er orðið tímabært að þjóðin og sjávarútvegurinn sættist. Deilur liðins tíma heyra fortíðinni til. Við erum sammála um að virkja ekki Gullfoss en þeir eru margir gullfossarnir á Íslandi. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hálendið er orðið tekjulind ekki síður en fiskimið og fallvötn Einn samkennari minn, BaldurÞórhallsson, fyrrverandi vara- þingmaður Samfylkingarinnar, er umsjónarmaður rannsóknarverk- efnis um „leitina að skjóli“. Hann heldur því fram, að Íslendingar hafi gert Gissurarsáttmála (eins og fræðimenn vilja kalla sáttmálann frá 1262, en Gamli sáttmáli var gerður 1302) til að hafa skjól af Noregskon- ungi. Þeir hafi viljað stofna fram- kvæmdarvald til að binda enda á langvinnt borgarastríð og einnig viljað tryggja verslun við landið. Stenst fyrri skýringin? Árið 1262 var kominn á friður í landinu, því að Gissur jarl Þorvaldsson hafði sigrað keppinauta sína. Borgarastríðinu var lokið. Sennilegra er, að Gissur hafi viljað eignast öflugan bakhjarl í Noregskonungi. Jarlar þarfnast konunga, þótt þjóðir geti verið án þeirra. Næstu aldir var konungsvald þó mjög veikt á Íslandi. Tveir hirð- stjórar konungs voru jafnvel drepn- ir, Jón skráveifa og Smiður Andrés- son, að ógleymdum Jóni Gerreks- syni. Ekkert skjól reyndist í Noregi, sem hafði ekki einu sinni afl til að halda uppi sjálfstæðu ríki eftir Svarta dauða um miðja fjórtándu öld. Þótt konungsvald styrktist hér upp úr siðaskiptum, var Ísland áfram óvarið, eins og Tyrkjaránið 1627 og hundadagastjórn Jörundar 1809 sýndu. Ekkert skjól reyndist heldur í Danmörku, sem sneri sér inn á við eftir herfilegan ósigur fyrir Þjóðverjum 1864. „Hvad udad tabes, skal indad vindes,“ orti Hans Peter Holst. Úti fyrir tapað, inni endur- skapað. Seinni skýringin er áreiðanlega rétt. Ella hefði ekki verið ákvæði í Gissurarsáttmála um, að konungur myndi tryggja siglingu sex skipa á ári. En hvers vegna þurfti slíkt ákvæði? Framboð skapast, þar sem er eftirspurn. Ég kem auga á tvennt. Í fyrsta lagi hafi íslenskir valda- menn haldið uppi svo ströngu verð- lagseftirliti á 13. öld, að norskir kaupmenn hafi ekki lengur séð sér hag í að versla við Íslendinga. Í öðru lagi hafi aðalútflutningsafurðin, vað- mál, fallið í verði, væntanlega vegna minni eftirspurnar erlendis. Fljót- lega varð fiskur að vísu aðalútflutn- ingsafurðin. En þá aðstoðaði hinn erlendi konungur innlenda stór- bændur við að stöðva viðgang sjáv- arútvegs. Skjólið reyndist gildra. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Til hvers var Gissurarsáttmáli? Köku ársins 2015 færðu hjá okkur Vertu velkomin til okkar Háholti 13-15 Mosfellsbæ Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík Sími 566 6145 | mosfellsbakari.is mosfellsbakari@mosfellsbakari.isMOSFELLSBAKARÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.