Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Tollverndin er okkar stærsta mál enda hefur hún mikil áhrif á kjör bænda. Hún á að tryggja vilja bænda til að framleiða búvörur og jafna samkeppnisstöðu og náttúrulegar að- stæður,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Tollamálin hafa verið talsvert til um- ræðu, meðal annars vegna aukins innflutnings kjötafurða. Bænda- samtökin munu setja þau á oddinn í komandi viðræðum við ríkið um nýj- an búvörusamning. Sindri segir að aukinn innflutn- ingur kjöts sé ákveðin ógn við inn- lenda búvöruframleiðslu. Innflutn- ingurinn hefur aukist mjög síðustu ár. Á síðasta ári jókst innflutningur á kjöti um 1.000 tonn sem er yfir 60% frá árinu á undan og talið er að inn- flutt kjöt sé um 20% af seldu ali- fugla-, svína- og nautakjöti hér á markaði. Þrengt að svínabændum Sindri segir innflutning á nauta- kjöti tilkominn vegna þess að inn- lenda framleiðslan hafi ekki náð að anna eftirspurn. Ýmsar skýringar séu á því. Nefnir hann að afkoma af nautakjötsframleiðslu hafi ekki verið nægilega góð og því ekki hvetjandi til aukinnar framleiðslu. Aukin spurn eftir mjólk auki vandann þegar til skemmri tíma er litið vegna þess að bændur setji allar kvígur á og seinki slátrun mjólkurkúa, til að auka mjólkurframleiðsluna sem mest. „Við finnum að áhugi á nautakjöts- framleiðslu er að aukast á ný. Hins vegar var innflutningur mikill í fyrra,“ segir Sindri og nefnir dæmi um bændur sem eru að fjölga í hjörð- um sínum. Það muni styrkja fram- leiðsluna þegar leyft verður að flytja inn erfðaefni til kynbóta en það líði vissulega langur tími þar til kynbæt- urnar skili auknu kjöti inn á mark- aðinn. Fram hefur komið hjá formanni Svínaræktarfélags Íslands að bú- greinin sé í hættu vegna aukins inn- flutnings á sama tíma og framleið- endur og kjötvinnslur hafa ekki getað selt alla sína framleiðslu og birgðir safnast upp. „Staðan er erfið í svínakjötsframleiðslunni. Þar vantar mest svínasíður til að steikja sem beikon í morgunmat fyrir alla þá er- lendu ferðamenn sem hingað koma. Því hefur verið svarað með því að gefa innflutninginn frjálsan í tiltek- inn tíma yfir sumarið. Innflytjendur hafa nýtt sér þessa glugga til að flytja mikið inn undir lokin og safna upp birgðum,“ segir Sindri. Bætir Sindri því við að mikill verð- þrýstingur sé á svínabændur vegna innflutnings sem leiði til lækkunar afurðaverðs til þeirra. Sú lækkun skili sér hins vegar ekki til neytenda. „Það eru gerðar miklar kröfur til aðbúnaðar á búum. Enginn kvartar undan því en á það ekki líka við þegar við flytjum kjötið inn?“ Ættu að koma hreint fram Formaður Bændasamtakanna hef- ur áhyggjur af því að Íslendingar séu ekki nógu meðvitaðir um mikilvægi tolla fyrir innlendan landbúnað. „Öll ríki vernda landbúnað sinn og mörg nota tollvernd til þess. Tilgangurinn er að tryggja vilja bænda til að fram- leiða og til að jafna samkeppn- isaðstöðu og mismunandi nátt- úrulegar aðstæður. Þetta er liður í að tryggja fæðuöryggi landsmanna,“ segir Sindri. Ýmis samtök verslunarinnar hafa verið í baráttu gegn núverandi fyrir- komulagi á tollvernd landbúnaðarins. „Verslunin er skiljanlega að berjast fyrir sínum hagsmunum. Fulltrúar hennar ættu hins vegar að koma hreint fram með það en ekki segjast gera það með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Síðasta úttekt Samkeppn- iseftirlitsins á versluninni sýndi að helmingi meiri álagning er á inn- fluttar búvörur en innlendar. Þarna er því heilmikið að sækja fyrir versl- unina. Því til viðbótar má nefna að forystumenn svínabænda hafa bent á að verðlækkun afurða til þeirra hef- ur ekki skilað sér til neytenda. Þetta sýnir að verslunin er fyrst og fremst að skara eld að eigin köku og ekki sanngjarnt að bera neytendur fyrir sig í þeirri baráttu,“ segir Sindri. Hann segir miður að þurfa að horfa upp á grimmilega herferð samtaka í verslun gegn hagsmunum landbún- aðarins því verslunin sé mikilvægur liður í því að koma afurðum bænda til neytenda. Fram hefur komið hjá sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra að mögulega verði dregið úr tollvernd alifugla- og svínakjöts í samningum við Evrópusambandið sem nú standa yfir. Sindri segir grundvallaratriði að það sé ekki gert einhliða heldur með gagnkvæmri opnun markaða. Með því móti gætu Íslendingar sótt fram á erlendum mörkuðum með eft- irsóttar vörur. Ráðherra hafi sagt að þannig yrði staðið að málum í þess- um samningum. Vilja ramma til langs tíma Búvörusamningar renna út á næstu tveimur árum og viðræður eru ekki hafnar um endurnýjun þeirra. Sindri segir að Bænda- samtökin leggi til að gerður verði rammasamningur fyrir landbún- aðinn í heild til þess að tryggja starfsgrundvöll greinarinnar til langs tíma, til dæmis tíu ára. Þar verði tekið á tollverndinni enda hafi hún mikil áhrif á kjör bænda. Síðan verði gerðir búvörusamningar um einstakar búgreinar, eins og verið hefur. Vonast Sindri til að hægt verði að setjast niður til samninga sem fyrst. „Mikilvægt er fyrir bændur að sjá sem fyrst hvernig rekstrarumhverf- inu verður háttað á næstu árum. Landbúnaðurinn þarf meiri fyrir- sjáanleika en margar aðrar atvinnu- greinar. Framleiðsluferillinn er langur og fjárfrekur. Skýrar for- sendur til langs tíma hvetja til upp- byggingar og áframhaldandi sókn- ar,“ segir Sindri. Setja tollverndina á oddinn  Formaður Bændasamtaka Íslands segir tollverndina stærsta kjaramál bænda  Segir að verslunin sé að skara eld að eigin köku og eigi ekki að bera neytendur fyrir sig í baráttunni fyrir innflutningi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Við heyskap Sindri Sigurgeirsson vinnur jöfnum höndum að félagsmál- unum í Bændahöllinni og í búskapnum í Bakkakoti í Borgarfirði. Búnaðarþing sem hefst á sunnu- dag starfar undir yfirskriftinni Op- inn landbúnaður. Með því segir Sindri að verið sé að vekja athygli á því verkefni Bændasamtakanna og 30 bænda að taka á móti gest- um til að fræða þá um starf bónd- ans og landbúnaðinn. Aukin áhersla verði lögð á það á þessu ári. „Mér finnst á umræðunni í þjóðfélaginu að ákveðin vanþekk- ing og skilningsleysi sé á störfum okkar. Það er skiljanlegt, fólk hef- ur fjarlægst sveitina. Við þurfum því að kynna það betur fyrir hvað við stöndum og hvað við gerum.“ Sindri hefur einnig áhuga á að opna enn frekar umræðuna um landbúnaðarmál. „Við njótum stuðnings og tollverndar og eðli- legt er að umræða sé um málefni landbúnaðarins. Við höfum ekkert að fela og viljum opna og mál- efnalega umræðu um málefni hans.“ Búnaðarþing verður sett í Hörp- unni í tengslum við matarhátíð sem þar er um helgina. Vilja stuðla að opinni umræðu BÚNAÐARÞING UNDIR MERKJUM OPINS LANDBÚNAÐAR Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík og Lexus á Íslandi und- irrituðu á dögunum eins árs sam- starfssamning þess efnis að Lexus styðji við þrjá fyrirhugaða tónlistar- viðburði á starfsárinu. Markmiðið með samningnum er að styðja við menningar- og tónlistarstarf í Hörpu og þá alþjóðlegu listviðburði sem Harpa mun færa til landsins. Lexus á Íslandi styrkir eftirtalda viðburði á árinu 2015: Richard Goode sem kemur fram á Heims- píanistaröð Hörpu í mars, The King’s Singers í september og er- lenda gestahljómsveit ársins í Hörpu í október. Það voru Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, og Úlfar Stein- dórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, sem undirrituðu samninginn í Hörpuhorni. Viðstaddir voru Stein- unn Birna Ragnarsdóttir, tónlistar- stjóri í Hörpu, og Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir í tilkynningu nýtil- komið samstarf vera afar ánægju- legt fyrir Hörpu. Húsið efni til nokk- urra stórra listviðburða á hverju ári, til dæmis til að kynna fyrir þjóðinni sinfóníuhljómsveitir annarra landa sem ekki hefðu komið til Íslands nema af því að tónlistarhúsið er ris- ið. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, sem flytur inn Lexusbifreiðar, hafði orð á því að þau hjá Lexus hefðu fylgst með því öfluga starfi sem farið hefur fram í Hörpu og dáðst að árangrinum. Á stuttum tíma hafi Harpa unnið sér sess sem einn af hornsteinum lista- lífs í landinu og að fyrirtækið vilji styðja þá starfsemi. Ljósmynd/Harpa Styðja þrjá viðburði  Harpa og Lexus undirrita samning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.