Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 85

Húnavaka - 01.05.1962, Page 85
HÚNAVAKA 83 gagnslaust að halda svona áfram, ég hafi farið skakkt, hér sé ekkert til þess að átta sig á, því ekkert sjáist. Nú er ekki um annað að gera en taka af trússahestinum, skríða í hvílupokana, binda klárana við sig og láta svo fenna yfir sig. Við vorum báðir gegnblautir að neðan, bæði af hríðinni og úr Seyðisá. Rúneberg samþykkir þetta orðalaust. Það var skoðun okkar beggja að það gerði illt verra að álpast áfram, án þess að vita hvað við værum að fara. Mér þótti hart að vita að ég væri nærri kominn að skálanum og geta ekki komizt í hann, en við tókurn því eins og vera bar og vorum rólegir. Rúneberg var bæði hraustur og hörkumaður, svo að ég var ekkert gugginn út af þessu. Við höfðum kápur til þess að breiða yfir höfuðið á okkur, gátum svo lyft þeim, svo að snjór leggðist ekki þungt að höfðinu. Það leið stutt stund þar til snjóhula var komin yfir okkur alla. Við spjölluðum saman og spurðum hvom annan um líðanina. Alltaf var hún góð, annað var ekki viðurkennt. Þegar leið á nóttina fóru hestarnir að ókyrrast. Þeir fóru að koma með fæturna ofan á okkur, þeir sáu ekkert hvar við vorum. Nú þýddi ekki annað en standa upp og hrista sig. Hríðin var uppstytt, en komið þó nokkuð frost. Á stöku stað sá til lofts, allt í jafna sýndist snjóslétt allt í kringum okkur, svo að það var ekki gott að segja um hvert halda skyldi. Eg bjóst við að við værum áttavilltir, en okkur kom saman um áttir. Þótt við sæjum til stjarna, þá gátum við ekki náð réttum áttum af þeim. Okkur kom saman um að doka við þangað til dagsbrún sæist. Hún hlaut þó að sjást í austri. Við gengum um gólf, börðum okkur og sögðum „brandara“. Ekki dugði annað en að vera hress, þó að fötin væru farin að frjósa utan á okkur. Við vorum báðir í ullarnærfötum svo við fundum minna til kuldans. Dagsbrún rann upp og þá sáum við að við höfðum réttar áttir. Þá er að halda til norðurs. Þegar betur birti og við fórum að sjá dálítið frá okkur, þá er það Kolkuskáli, sem stefnt er á. Við höfðum lent til suð- vesturs og talsvert i suður í staðinn fyrir að fara vestur frá Sandá. Nú var ákveðið að stoppa í skálanum, gefa hestunum, fá okkur matar- bita og kaffi. Við vorum búnir að vera matarlausir í 22 stundir og sama tíma hestarnir án þess að fá strá. Svo var byrjað að gefa hestunum þegar í skálann kom, hitað kaffi og borðað. Við vorum vel hressir og lystugir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.