Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 50

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 50
48 HÚNAVAKA og sökkva, með hverju árinu sem líður, æ dýpra í þá vonleysisað- stöðu að fylgjast ekki með, dragast aftur úr. Og hvað þýðir það nú, á dögum hinnar öru þróunar? Afleiðinguna sjáum við í því að jarðir eru yfirgefnar og enginn er til þess að taka við þeim til áframhaldandi búreksturs. — Það er hinn kaldi raunveruleiki, sem hefur gerzt svo áþreifanlega á Vestfjörðum með því að heilar sveit- ir hafa farið í auðn. Og nú skal vikið aftur að orðum bóndans, sem ég ræddi við. Af- stöðu þjóðfélagsins til þessara mála. Skyldi það hafa efni á því að láta tilviljun ráða um framtíð landbúnaðarins á sama tíma og t. d. Bretar hlynna mjög markvisst að sínum landbúnaði? Ótrúlegt það. Hitt er trúlegra, að forsvarsmenn þjóðarinnar skilji að hér er alvara á ferðum og sjái sóma sinn í að búa svo að þessum gamla atvinnu- vegi að hann haldi velli og vel það. Til eru hlutir, sem ekki verða metnir til fjár eða vegnir á vog. Þar á meðal er menning þjóða. Við íslendingar teljum okkur stóra af fornri menningu þjóðarinnar. — Þá var þjóðin bændaþjóð. — Á næstliðinni öld sendu framsýnir húnvetnskir bændur syni sína til langskólanáms. Allur fjöldinn varð þó að vera án allrar uppfræðslu. En fólkið fann á sér að nýr tími var á næsta leiti. Einn og einn maður brauzt áfram með sjálfsmenntun og gnæfði yfir fjöldann. Frá þessum tíma á þjóðin líka marga glæsilega menningar- og fé- lagsmálafrömuði, skáld og rithöfunda. Húnvetningar lögðu þar nokkuð af mörkum; þrjá þjóðkunna lækna: Guðmund Magnússon, Guðmund Hannesson og Guðmund Björnsson, svo að dæmi séu nefnd. Fólkið hugsaði og gaf sér tíma til þess að hugsa, þrátt fyrir þrotlausa vinnu fyrir daglegu brauði. Þeir sem lengst komust urðu boðberar hins nýja tíma, sem við nú stöndum í og þekkjum. Tíma auðfenginnar þekkingar á almennum málum. Tíma hinna miklu möguleika til þess að hreppa fjölmörg gæði lífsins. En þá kemur nýtt til: í kapphlaupinu um gæði lífsins er sjálfs- menningarviðleitni fólksins hætt. Hætt þannig að það gefi sér ekki tíma til þess að hugsa eða jafnvel hafi of lítinn tíma til þess. Og nú verður mér aftur hugsað til gömlu bændamenningarinnar. Stendur hún jafn föstum fótum sem oft áður? í verklegum efnum stendur hún miklu framar og afköstin eru eftir því, en einhliða áherzla á þá hlið menningarinnar má ekki verða á kostnað þeirrar andlegu. Það má ekki ætla bændastéttinni það mikið starf, að ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.