Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Side 65

Húnavaka - 01.05.1966, Side 65
HÚNAVAKA 63 Á þessum árum var oft beituskortur hjá sjómönnum, því að þá voru eigi frystihús, er geymdu beituna. Svo var vorið 1893. Þá fékk Gísli, er var 17 ára, með sér pilt, Jóhann Gunnarsson frá Skálahnjúk, er var 18 ára, til þess að leita að beitu. Farkostur þeirra var sex manna far, er móðir Gísla átti. Kom þeim félögum í hug að fara í beitufjöru. Höfðu þeir fregnir af að gott myndi til fanga í Sig- ríðarstaðaósi í Vesturhópi. Guð- mundur Guðmundsson á Torfa- læk, frændi Gísla, útvegaði þeim leyfi hjá bóndanum á Sigríðar- stöðum. Þeir félagar gerðu ferð sína snemma í júní. Veður var hið bezta á sjó og landi, þegar þeir reru frá Hafursstaðavík vest- ur flóann. Þeir hittu vel á, komu að ósnum með aðfalli, en straum- skipti eru þar mikil og ósinn langur. Reru þeir alveg inn í vatnið. Þar er gnótt af kræklingi, en hann frekar smár. Mest var af honum að vestanverðu, rétt innan við ósinn. Störfuðu þeir þarna um tvær fjörur. Veður var hið bezta, hiti og sólskin. Voru þeir stundum klæð- lausir og stóðu oft upp undir hendur í vatninu, en höfðu gaffla til að losa kræklinginn og færa hann upp úr vatninu. Tókst þeim að fylla bátinn. Fóru þeir af stað með útfallinu, síðla næsta dag, og gekk þeim vel og hugðust nú halda heim. Þegar þá bar fyrir tanga einn, er var þar á straumamótunum, voru þar tveir menn, er veifuðu til þeirra og kölluðu að þeir vildu hafa tal af þeim. Kom þeim félögum í hug, að þeir ætluðu að bjóða þeim heim upp á góðgerðir, en þeir voru þess þurfandi eftir volkið. Þeir renndu því upp að tanganum. Var þar þá kominn Eggert Leví, bóndi á Ósum, við annan mann, til að láta þá vita að þeir hefðu tekið kræklinginn í hans landi eða fyrir hans landareign. Heimti hann nú gjald fyrir, en það var þá ein króna á keip, eða á sexmanna- far, sem þeirra, 6 krónur. Gisli Einarsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.