Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1979, Page 16

Húnavaka - 01.05.1979, Page 16
14 HÚNAVAKA mína fyrstu bók. Var gefin hún af móðurbróður mínum, sem Þórarinn hét. Þetta mun hafa verið árið 1903. Bókin var Nýja Testamentið, og ég á það ennþá. Nokkur ár liðu svo þar til ég eignaðist hina næstu, Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar. Ég keypti hana fyrir eigið fé kr. 5,50 og var hún talin dýr. Þessa bók á ég líka enn. Trúlega á hneigð mín til bókasöfnunar rætur í þessum fyrstu tveimur, sem ég eignaðist. Frá Björnólfsstöðum fór ég að Geitaskarði og var þar í eitt ár. Svo sem áður segir var móðir mín í vistum á ýmsum stöðum um þessar mundir, en árin 1905—1907 er hún vinnukona í Hvammi í Langadal. Þann 14. júlí 1906 eignaðist hún tvíbura, stúlkur, sem skírðar voru Valgerður Guðmundinna og Ósk Halldóra. Faðir þeirra var Halldór Guðmundsson, sem þá var vinnumaður í Hvammi. Halldór er hálf- bróðir hinna kunnu Hvammssystkina. Síðar bjó hann lengi í Efri— Lækjardal og dvelur þar nú í hárri elli. Vorið 1907 fluttu þau að Móbergi, móðir mín og Halldór, tóku 2/3 hluta jarðarinnar til ábúð- ar, en voru þar ekki nema árið. Dóttur eignuðust þau þar, sem skírð var Hólmfriður. Hún dó nokkurra mánaða gömul. Frá Móbergi fluttu þau að Refsstöðum á Laxárdal, en jörðina hafði Halldór keypt um veturinn með öðrum manni og var verðið kr. 1.600, og fór ég þangað með þeim. Vorið 1911 þann 18. júní var ég fermdur í Holtastaðakirkju. Það ár hættu þau búskap á Refsstöðum, fóru bæði að Hvammi í Langadal, Halldór í vinnumennsku, en móðir mín í húsmennsku með dætur þeirra. Syni þeirra, Skarphéðni, sem fæddur var 17. júní 1909, var komið í fóstur til hjónanna Gunnars Jónssonar og Guðríðar Einars- dóttur, sem bjuggu á Ysta-Gili, en síðar á Blöndubakka. Hjá þeim ólst hann upp til fermingaraldurs. Fermingarárið mitt fór ég fyrst í vinnumennsku og þá að Refsstöðum til hjónanna Björns L. Gestssonar frá Björnólfsstöðum og Maríu Guðmundsdóttur frá Miðgili, en Björn hafði um vorið keypt hlut Halldórs í jörðinni. Á Refsstöðum var ég i tvö ár eða til 1913. Fyrra árið hafði ég kr. 50 í kaup, en hið síðara kr. 55. Upp úr þessu var ég svo í vinnumennsku hingað og þangað. Lengst þó á Strjúgsstöðum, í þrjú ár, hjá þeim hjónum Jóni Stefánssyni og Helgu Jónsdóttur og voru þau bæði hinir ágætustu húsbændur. Þar hafði ég í kaup tvö fyrri árin kr. 90, en hið síðasta kr. 120. Vorið 1916 byrjuðu þau búskap aftur móðir mín og Halldór, og nú J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.