Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1979, Page 61

Húnavaka - 01.05.1979, Page 61
HÚNAVAKA 59 Oftast lágu lömbin eftir á þurru landi, en það henti þó að þau fylgdu mæðrum sínum út í vatnið og drukknuðu, ef menn komu ekki í tæka tíð þeim til hjálpar. Þetta þótti mér alltaf eitt af því óhugnanlegasta í sambandi við slys á skepnum í Hvammi. Veturinn 1922-23 var sá besti, sem ég man eftir í Hvammi. Þá var mikið beitt og ánum sleppt mánuði fyrir sumar. En í byrjun maí gerði slæmt hríðarskot og þá var féð tekið á hús og gjöf í nokkra daga. Venjulega fóru 2'/2-3 hestar af heyi í kind, en þennan vetur fór ekki nema helmingur af því heymagni. Annars var fóstri minn ekkert mikið fyrir að láta halda fénu stíft til beitar, og hann sagði stundum að það mætti gá að því að féð hefði fyrir ferðalaginu úti. Einstöku sinnum var ánum sleppt áður en kominn var gróður og fór það að sjálfsögðu eftir tíðarfarinu, en ef tíð versnaði að ráði, var það tekið aftur. Gemling- arnir voru alltaf hafðir geldir og þeim var venjulega sleppt fyrr en ánum. — Hvenœr hófst sauðburðurinn, og hvað er um hann að segja? — Ærnar áttu alltaf að byrja að bera fjórar vikur af sumri, út af þeirri reglu var ekki brugðið. Langoftast var þá farið að gróa, svo að hægt var að láta ærnar bera úti. Það greri snemma út með fjallinu og ærnar héldu sig mikið þar. Á daginn sóttu þær mikið í flóann, en drógu sig upp á grundir og geira á kvöldin. Þar báru þær flestar og fóru ekki mikið niður í flóann með lömbin fyrr en þau voru orðin nokkurra daga gömul. Stundum flæddi Vatnsdalsá yfir mestallt lág- lendið. Það var þó ekki nema í hitatíð og þá þaut gróðurinn upp. Einstöku vor komu ekki teljandi flóð, í önnur skipti stóðu þau ekki nema stuttan tíma, en stundum var aðra sögu að segja. Veturinn 1919-20 var ákaflega snjóþungur, enda oft nefndur snjóaveturinn mikli. Þá hlánaði ekki fyrr en mánuð af sumri og þá var allt undir- lendið í Hvammi undir vatni í hálfan mánuð. Ærnar voru farnar að bera, þegar áin flæddi upp, og það var þröngt um þær þá. Allan sauðburðartímann var gengið vandlega til ánna og eftir mörgu þurfti að líta öðru en sauðburðinum sjálfum því að hættur voru víða bæði fyrir lömb og fullorðið fé. Eftir að gróður var kominn í úthaga mátti engin skepna koma í túnið og þá varð að vaka yfir vellinum eins og það var kallað. Það þótti mér leiðinlegt starf, en varð þó að gera það nokkur vor. Meðan á sauðburði stóð var ekki mikil ásókn í ánum að komast í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.