Húnavaka - 01.05.1993, Blaðsíða 181
HUNAVAKA
179
sveitastörfm og fjárbúskapinn, að því undanskildu að hann fór á fá-
einar vertíðir suður með sjó þar sem hann vann jafnan störf í landi.
Auk þess mun hann hafa verið eitt sumar á síld fyrir Norðurlandi.
Um og upp úr 1950 kom Benedikt sér
upp sínu eigin fé, enda var sauðfjárbú-
skapurinn það starf sem hann hafði
mesta gleði af. Eftir að foreldrar hans
hættu búskap og fluttu suður bjó Bene-
dikt einn að Saurum þar til yfir lauk. Bjó
hann fyrst í gamla bænum, sem hann
hafði alist upp í, en 1967 flutti hann í
nýtt íbúðarhús sem þá var byggt.
Heilsu Benedikts tók að hraka um
miðjan áttunda áratuginn og dróst bú-
skapurinn þá saman hjá honum. En án
fjár vildi hann alls ekki vera, svo hann
hélt eftir fáeinum kindum.
Það duldist engum sem Benedikt kynntist að þar fór á margan
hátt sérkennilegur maður. Hann varðveitti alla tíð einfaldleik hjart-
ans og barnið í sjálfum sér. Hann mótaði sér sína eigin lífssýn sem
aðrir fengu ekki haggað. Eins og algengt er með einbúa, hafði
hann ákveðnar og sérstakar skoðanir á því hvernig hann vildi hafa
hlutina og var fastheldinn á þær venjur og siði sem hann hafði
tarnið sér. Hann gat verið fáskiptinn og fátalaður, og hafði ekki
frumkvæði að samræðum við þá sem hann þekkti lítið. En hann var
líka tryggur við þá sem voru kunningjar hans eða vinir. Þó hann
leitaði lítið til annarra var hann þakklátur fyrir allt það sem fyrir
hann var gjört, en um leið bóngóður væri til hans leitað með eitt-
hvað. Hann átti sérstaklega auðvelt með að komast í samband við
börn, enda hændust þau að honum.
Það sem Benedikt virðist hafa verið dýrmætast voru tengslin við
fjöruna, landið, jörðina og afurðir hennar. Þó hann hafi ekki safn-
að um sig veraldlegum þægindum, eða búið í glæsihöll, þá var
hann auðugur maður í þeim skilningi að hann átti sér sitt eigið
konungsríki, sem hafði verið undraveröld hans frá því að hann var
drengur. Hann gjörþekkti þessa veröld, svæðið umhverfís bæinn,
túnin, fjöruna, víkina, ána, og líka það sem fjær var, engjarnar,
heiðina, og fjöllin. Hann átti þann auð að vera sjálfum sér nógur