Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Hjúkrunarfræðingar krefjast ekki aðeins beinna launahækkana í samningaviðræðum sínum við ís- lenska ríkið, heldur gera einnig fjölþættar kröfur í tengslum við vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og daglega vinnu þeirra. Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfugerð hjúkrunar- fræðinga varði stofnunarsamninga, hækkun grunnlauna, yfirvinnu, álag ef unnið er utan dagvinnu- tímabils, hvíldartíma, bakvaktir, vaktavinnu, afboðun yfirvinnu, matar- og kaffitíma dagvinnu- manna, orlof, áhöld og vinnuföt, skilgreiningar á mismunandi vinnufyrirkomulagi, endurmenntun og símenntun, rétt starfsmanna vegna veikinda, öryggi þungaðra kvenna, fjölskyldu og styrktarsjóð, samningsumboð fyrir hjúkr- unarnema, forgang hjúkrunar- fræðinga að störfum hjúkr- unarfræðinga hjá ríkinu, bókanir um hlutfall hjúkrunarfræðinga á sjúklinga, notkun á hjúkrunar- þyngdarmælingum og aðkomu hjúkrunarfræðinga að stefnumótun í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt sömu heimildum hefur ekki fengist efnisleg umræða við samn- inganefnd ríkisins um þau mál. Leggja fram töluleg gögn Til að styðja ofangreindar kröf- ur hefur samninganefnd hjúkr- unarfræðinga lagt fram ýmis gögn um launaþróun þeirra. Hjúkrunar- fræðingar telja gögnin sýna fram á að 14-25% munur sé á launum þeirra og annarra háskólastétta. Þá hafi hækkun launa hjúkrunar- fræðinga skilað sér með töluvert lægri krónutölu en til annarra stétta. Máli sínu til frekari stuðnings hafa hjúkrunarfræðingar lagt fram gögn sem sýna launaþróun ýmissa stétta, bæði þegar miðað er við krónutölu og þegar miðað er við launavísitölu. Benda þeir á að sé litið til dag- vinnulauna sé launamunur á milli hjúkrunarfræðinga og skurðlækna 138%. Munurinn sé 94% þegar hjúkrunarfræðingar eru bornir saman við lækna nú en hann hafi verið 54% í lok árs 2014. Samkvæmt nýlegum upplýs- ingum af vef fjármálaráðuneytisins voru heildarlaun hjúkrunar- fræðinga í mars síðastliðnum 631.761 króna að meðaltali en voru 625.518 krónur árið 2014. Dag- vinnulaun þeirra í mars sl. voru 444.746 að meðaltali en 440.338 ár- ið áður. Þessar tölur og fleiri má sjá í meðfylgjandi stöplariti. Þar má til að mynda sjá að heildarlaun félagsmanna BHM voru 590.144 krónur að meðaltali í mars 2015 en voru 576.838 krónur árið 2014. Sambærilegar tölur fyrir dagvinnulaun eru 498.249 krónur og 489.603 krónur. Sé litið til geislafræðinga voru heildarlaun þeirra í mars síðast- liðnum 660.513 krónur að meðaltali en 669.718 árið áður. Dagvinnu- laun þeirra voru að meðaltali 455.737 krónur í mars 2015 en voru 435.707 árið áður. Þá voru heildarlaun lífeinda- fræðinga 577.611 krónur að meðal- tali í mars síðastliðnum en 406.457 krónur árið áður. Dagvinnulaunin voru 416.302 krónur í mars 2015 og 406.457 árið áður. Morgunblaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að samninga- nefnd ríkisins hefði boðist til að hækka launarammann hjá hjúkr- unarfræðingum um 18,5%. For- maður Félags hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason, benti af því til- efni á að ef byrjunarlaun í stétt- inni hækkuðu um 18% myndu þau fara í 360 þúsund árið 2018. Þau væru þá aðeins 60 þúsund krónum yfir lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði. Í sama viðtali sagði hann að hjúkrunarfræðingar legðu ríka áherslu á að semja um hærri dag- vinnulaun enda væri helmingur fé- lagsmanna Félags hjúkrunarfræð- inga dagvinnufólk, sólarhrings- deildum hefði fækkað á sama tíma og dag- og göngudeildum hefði fjölgað. Hafa fundað fimmtán sinnum Síðasti fundur hjúkrunarfræð- inga og samninganefndar ríkisins var haldinn 10. júní síðastliðinn. Engir fundir eru áætlaðir á næst- unni en í heild hafa samningsaðilar fundað 15 sinnum, þar af tíu sinn- um eftir að viðræðum var vísað til ríkissáttasemjara. Fjölþættar kröfur í hjúkrun  Hjúkrunarfræðingar krefjast bætts vinnuumhverfis auk hærri launa  Kröfur snúa einnig að mörgu í tengslum við daglega vinnu þeirra  Engin efnisleg umræða af hálfu ríkisins um þessi mál Laun heilbrigðisstétta 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 2000 í þúsundum kr. Skurðlæknafélag Íslands Læknafélag Íslands Ljósmæður Geislafræðingar Félag hjúkrunarfræðinga Dýralæknar BHM Lífeindafræðingar 10% 26% 13% 27% -3% 1% -1% 5% 1% 1% -5% 0% 2% 2% -3% 2% Breytingar á heildarlaunum á milli ára Breytingar á dagvinnulaunum á milli ára Heildarlaun í mars 2015 Dagvinna í mars 2015 Morgunblaðið/Eggert Að störfum Hjúkrunarfræðingar krefjast m.a. forgangs að störfum hjúkr- unarfræðinga hjá ríkinu og aðkomu að stefnumótun í heilbrigðiskerfinu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Skálalækjarás 13 - Skorradal OPIÐ HÚS sunnudaginn 21. júní kl. 16.00-17.00 OP IÐ HÚ S Heimir Bergmann og Valhöll fasteignasala kynna í einkasölu stórglæsilegt sumarhús byggt 2005 (90 m2) og gestahús byggt 2014 (44,6 m2), staðsett á frábærum og fallegum stað þar sem skógurinn er einstaklega fallegur. Húsið er með fallegri viðarverönd með heitum innbyggðum potti. Landið er umlukið að hluta af háum trám og gróðri með lækjarsprænu og skógarbölum innan lóðarmarka. Alger draumastaður, sem er mikið til einangraður frá næsta nágrenni og innan lokaðs svæðis húseigenda sem er lokað með fjarstýrðu hliði. Húsið stendur á 7.143 m2 eignarlóð. Verð 53,9 m. Allar frekari uppl. veitir Heimir Bergmann í síma 630 9000 eða heimir@valholl.is Umsækjendur um nám í hjúkr- unarfræði við Háskóla Íslands í haust eru 181 talsins en voru 210 árið áður. Helga Jónsdóttir deild- arforseti segir ekki hægt að draga þá ályktun að kjarabar- áttan hafi valdið fækkuninni. „Við erum að taka upp aðgangspróf líkt og lagadeild gerði fyrir ári síð- an. Í ljósi þess að mun færri sóttu um í lagadeild þegar hún tók upp prófið, er alls ekki einkennilegt að við fáum einnig færri umsóknir,“ segir Helga en 100 manns komast í deildina í haust. Lítil fækkun á milli ára NÁM Í HJÚKRUNARFRÆÐI Nýtt námsmatskerfi fyrir nemendur útskrifaða úr grunnskólum á að taka gildi í lok næsta skólaárs, að vori 2016. Þetta er liður í breytingum sem kveðið er á um í aðalnámskrá frá 2011 og 2013. Einkunnum frá núll til tíu verði skipt út fyrir einkunnir í formi bókstafa, frá A til D með möguleika á B+ og C+. Óviss ávinningur af breytingu Sigurður Arnar Sigurðsson, að- stoðarskólastjóri Grundaskóla og stjórnarmaður í Félagi skólastjórn- enda, segist ekki sjá hver ávinn- ingurinn af þessu kerfi eigi að vera. „Það að skipta úr tölustöfum í bók- stafi mun ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut. Sennilega verður það bara til vandræða ef þeir sem fá einkunnirnar skilja þær ekki. Þá er ekki til neins að breyta þessu.“ Það fyrsta sem nemendur og for- eldrar spyrji þegar þeir sjái slíka einkunn sé hvaða tölustafseinkunn hún samsvari. Þetta sé eins og að rétta fólki gjaldmiðil með óþekkt gengi. Sigurður segir það jafnframt mik- ilvægt að tala um hvað sé metið og hvernig það sé gert frekar en á hvaða formi niðurstöðunni sé skilað. Spurður hvort nýja kerfið muni sam- stilla það á hvaða grunni skólarnir veiti einkunnir segir hann svo í raun ekki vera. „Allir skólir vinna eftir að- alnámskrá og þar er kveðið á um hvað skólinn á að gera, hver eru markmiðin og að hverju við stefnum.“ Hann segist þó efast mjög um að til sé raunverulega samræmd- ur mælikvarði sem allir skólar vinni eftir. Sigurður segir aðspurður að lík- lega hafi skort samráð og samvinnu milli grunn- og framhaldsskólanna. Grunnskólinn hafi tekið miklum breytingum og gott samstarf sé milli grunn- og leikskóla en líklega megi gera betur í samvinnu við framhalds- skólana. Bókstafskerfi tekur ekki á vanda framhaldsskóla  Nýtt námsmat fyrir útskrift grunnskóla næsta vor Morgunblaðið/Kristinn Grunnskólar Menntamálaráðu- neytið fer fyrir breytingum á ein- kunnagjöf við útskrift grunnskóla. Nýtt kerfi » Gefið verður A, B+, B, C+, C eða D við útskrift úr grunn- skóla í stað einkunnar 0-10. » B+ og C+ fá þeir sem sýna færni umfram þá bókstafi en ekki næga fyrir næsta bók- staf. » Hæfni „Framúrskarandi, góð, sæmileg og ábótavant“ fær A, B, C eða D í þeirri röð. » Kerfið tekur ekki á meintu misræmi milli grunnskóla í einkunnagjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.