Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 4
miðvikudagur 1. apríl 20094 Fréttir Formaður til bráðabirgða Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, telur að kjör Jóhönnu Sigurðardóttur til formanns Samfylkingarinnar sé til bráðabirgða. „Kjör Jóhönnu er hugs- að til að fleyta flokknum fram yfir kosningarnar. Alveg sama hvað sagt er þá er það augljóst mál. Svo þegar líður aðeins á kjörtímabilið munu þeir taka að spretta fram sem segja, nú get ég. Spurningin er aðeins hvort það muni gerast á fyrsta eða öðrum landsfundinum sem haldinn verður eftir kosning- arnar nú í vor. Á því nenni ég ekki að hafa skoðun,“ segir Einar Kristinn á bloggsíðu sinni. 30 þúsund á hvern mánuð Fertugur karlmaður var í gær dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi fyrir að stela 91 þúsund krónum úr gjald- keraskúffu Nýja Kaupþings í Hamraborg. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi. Maðurinn á lang- an sakaferil að baki sem nær allt aftur til ársins 1988. Með brotum sínum rauf hann skilorð eldri dóms sem hann hlaut árið 2006. Fjórðungi dýrara en fyrir breytingu Raforkuverð hefur hvergi hækk- að meira á landinu en í dreifbýli á Vestfjörðum. Þar hefur það hækkað um 26,4 prósent frá 1. janúar 2005 þegar ný raforku- lög tóku gildi. Þá var skilið milli dreifingar og framleiðslu raf- magns. Raforkuverð í dreifbýli á markaðssvæði Rarik hefur hækkað litlu minna en raforku- verð Orkubús Vestfjarða fyrir dreifbýli, eða um 25,9 prósent. Minnst hefur hækkunin verið hjá Rafveitu Reyðarfjarð- ar, eða 8,6 prósent. Næst á lista yfir minnstu hækkunina kemur Orkuveita Húsavíkur með 10,4 prósenta hækkun. Fimm teknir með fíkniefni Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Við sögu komu fimm karlar en þeir voru allir teknir í Reykja- vík, tveir í miðborginni, tveir í Laugardal og einn í Grafarvogi. Í fórum fjögurra þeirra fundust ætluð fíkniefni en sá fimmti var undir áhrifum fíkniefna. Sá síð- asttaldi var stöðvaður við akstur í Laugardal en farþegi í bílnum var með fíkniefni í fórum sínum. Haraldur Hafsteinn Pétursson, frændi átta drengs, var krafinn um þjónustu- gjald upp á 65 krónur á mínútuna þegar hann ætlaði að láta tæma spari- bauk drengsins í útibúi Kaupþings í Hamraborg í fyrradag. Haraldur fékk þær upplýsingar að hann þyrfti að borga þetta þjónustugjald vegna þess að Kaupþing væri ekki viðskiptabank- inn hans. Hann segist ekki hafa tekið það í mál að borga nokkur hundruð krónur fyrir þjónustuna. „Ég ætlaði bara að tæma spari- baukinn fyrir litla frænda og fá seðla fyrir klink. Þá fékk ég þessar móttökur: Að það kostaði 65 krónur á mínútuna að tæma einn bauk vegna þess að ég ætti ekki í viðskiptum. Ég hætti svo bara við vegna drengsins vegna þess að hann hefði þurft að borga 300 til 400 krónur fyrir það að láta tæma baukinn sinn,“ segir maðurinn og bætir því við að það geti tekið nokkrar mínútur að tæma slíkan bauk. Haraldur segist hafa gengið út úr bankanum en svo gengið aftur inn til að spyrjast fyrir um hvort hann hefði ekki heyrt rétt að verið væri að rukka hann um 65 krónur á mínútuna fyrir að láta tæma sparibauk. „Það var stað- fest,“ segir Haraldur sem innti gjald- kerann ekki eftir frekari svörum um það af hverju verið væri að rukka hann fyrir þessa þjónustu. „Ég labbaði þá bara yfir í Íslands- banka, sem er hinum megin við göt- una, og þar fékk ég afgreiðslu án þess að minnst væri á nokkuð gjald,“ segir Halldór. Hann segir að eftir að talið hafi verið upp úr sparibauknum, sem var hvítur bangsasparibaukur merktur Landsbankanum, hafi komið á daginn að í honum voru rúmar 4.600 krónur. „Þetta var svona lítill, hvítur bangsa- sparibaukur,“ segir Haraldur og bæt- ir því við hann hefði ekki verið búinn að sýna starfsmanni Kaupþings spari- baukinn þegar hann var krafinn um þjónustugjaldið og því hefði hann ekki verið rukkaður á þeim forsendum að baukurinn hefði ekki verið merktur réttum banka. ingi@dv.is Frændi átta ára drengs krafinn um 65 króna mínútugjald í Kaupþingi: rukkað fyrir að tæma sparibauk Ætlaði bara að tæma sparibauk frænda Haraldur Hafsteinn pétursson, frændi átta ára drengs, var rukkaður um þjónustugjald upp á 65 krónur á mínútuna af starfsmönnum kaupþings í Hamraborg fyrir að láta tæma bangsasparibauk drengsins. Matvælastofnun hefur ekki enn náð samkomulagi við Sorpu vegna los- unar á úrgangi frá sýktum hrossum við Víðines á Kjalarnesi. Um síðustu áramót kom upp salmonellusýking hjá hestum á bænum Norðurgröf á Kjalarnesi. Þá drápust 27 hross af um 40 en nokkur fjöldi þeirra sem lifðu er ennþá sýktur. Voru veiku hrossin sem lifðu þá færð í einangr- un í Víðines á Kjalarnesi. Úrgangi frá hrossunum er safnað saman í gáma sem standa á hlaði Víðiness. Smithætta Ekki hefur náðst samkomulag um hver eigi að greiða fyrir losun úr- gangsins og hafa gámarnir því ekki verið losaðir frá því um síðustu ára- mót. Málið er sagt stranda á því að Matvælastofnun skuldi Sorpu reikn- inga og því hafi ekki náðst sam- komulag um losun gámanna. Sam- kvæmt heimildum DV er nokkur óánægja með vinnubrögð Matvæla- stofnunar og telja þeir sem blaðið ræddi við að gámarnir bjóði upp á smithættu fyrir bæði dýr og menn sem fari um svæðið. Telja þeir að gámarnir leki. Í samtali við DV segir Gunnar Örn Gunnarsson, héraðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarsýslu, að ekki hafi enn fengist leyfi fyrir losun úr- gangs. „Sorpa vill ekki taka við úr- ganginum fyrr en búið er að tryggja hver greiði fyrir hann,“ segir hann. Gunnar segir að gámarnir séu leka- heldir og að engin vandamál séu vegna hugsanlegrar smithættu frá þeim. „Það er tóm lygi að gámarnir leki,“ segir Gunnar. Hann segist ekki vita hvort úr þessum ágreiningi leys- ist á næstunni. Matvælastofnun sé í samningaviðræðum við landbúnað- arráðuneytið um að leysa úr þessu en það hafi ekki tekist ennþá. Sorpa neitaði Jón Gíslason, forstjóri Matvæla- stofnunar, sagði hins vegar í samtali við DV að Matvælastofnun hefði átt í viðræðum við landbúnaðarráðu- neytið og það væri búið að ganga frá því að Matvælastofnun ætti að greiða kostnað við losun á úrgang- inum. Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að þetta mál sé óleyst. „Við tökum ekki við úrgangi nema það sé greiðandi fyrir honum,“ segir hann. „Það stóð til að úrgangurinn kæmi en við neituðum að taka við honum nema það lægi fyrir hver myndi greiða fyrir hann.“ Losun á úrgangi frá salmonellusýktum hrossum við Víðines á Kjalarnesi strandar á Matvælastofnun. Sorpa neitar að taka við úrganginum fyrr en það liggur fyrir hver greiði fyrir hann. Talið er að gámarnir bjóði upp á smithættu fyrir bæði dýr og menn sem eiga leið um svæðið. annaS SigmundSSon blaðamaður skrifar: as @dv.is Salmonellugámar valda titringi „Við tökum ekki við úrgangi nema það sé greiðandi fyrir honum.“ Víðines Hrossin sem lifðu af salmonellusýk- ingu sem kom upp um áramótin á bænum Norðurgröf voru færð í einangrun við víðines á kjalarnesi. mynd RóbeRt ReyniSSon ótti við salmonellu „Það er tóm lygi að gámarnir leki,“ sagði gunnar Örn gunnarsson, héraðsdýralæknir í gullbringu- og kjósarsýslu, í samtali við dv. mynd RóbeRt ReyniSSon Varúð Héraðsdýralæknir varar við umgangi við hesthúsið vegna hættu á salmonellusýkingu. mynd RóbeRt ReyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.