Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Qupperneq 28
um helgina nýdönsk á nasa Hinir síungu meðlimir hljómsveitarinnar Nýdönsk ætla að senda þakið af Nasa á laugardagskvöldið. Kapp- arnir hafa komið saman við og við síðustu mánuði til að gleðja fólk með gömlu efni í bland við nýtt við góðar undirtektir. Húsið er opnað á miðnætti og er aldurstakmark 20 ár. Miðasala á staðnum. stuttmyndir stórlaxa Í tengslum við sýningu Andrés Kertész, Frakkland – landið mitt (Ma France), sem stendur yfir í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, býður safn- ið og Alliance Française gestum upp á aukaglaðning. Hann er að koma á safnið og sjá 25 stuttmyndir og eina aðeins lengri mynd um París. Allar myndirnar eru með enskum texta. 23 stuttmyndanna verða sýndar á laugardaginn, Les dites Cariatides og Les fiancées du Pont Mac Donald eftir Agnès Varda og Paris, je t’aime sem sýnir París og ástina með aug- um 21 kvikmyndagerðarmanns. Á meðal leikstjóra eru: Gus Van Sant, Coen-bræður og Wes Craven. Sýn- ingin hefst klukkan 15 og er frítt inn. safnanótt í eyjum Hin árlega Nótt safnanna fer fram í Vestmannaeyjum um helgina . Að vanda stendur mikið til og má þar nefna setningarhátíðina í Stafkirkju á föstudeginum, tón- leika Todmobile á föstudag og laugardag í Höllinni, afmælistón- leika Lúðrasveitar Vestmanna- eyja í Betel á laugardaginn og tónleika Magnúsar Eiríkssonar og Pálma Gunnarssonar á Vul- cano Café á laugardagskvöldið. Hátíðin er hluti af Safnahelgi á Suðurlandi. Nánar um hátíðina á sofnasudurlandi.is. facebook- myndir af jónum Bergþór Morthens opnar sýninguna Jón um Jón frá Jóni til Jóns á Café Karólínu á Akureyri á laugardaginn, klukkan 15. Sýningin samanstend- ur af portrettmyndum unnum með blandaðri tækni. Verkin eru byggð á prófílmyndum þeirra sem heita Jón Sigurðsson á Facebook og hafa ýmsar skírskotanir til atburða, per- sóna eða aðstæðna úr samtíma okkar. Þjóðerniskennd, sjálfstæði og hetjudýrkun. Bergþór útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2004 og hefur notað undanfar- in ár eftir útskrift til að byggja upp myndlistarstefnu sína og hefur verið duglegur við að sýna, bæði á einka- og samsýningum. Sýningin stendur til 4. desember. Sýning tileinkuð Högnu Sigurðardóttur opnuð á Kjarvalsstöðum: Fyrsta einkasýning frumkvöðuls 28 föstudagur 6. nóvember 2009 fókus Högna Sigurðardóttir arkitekt ánafnaði Listasafni Reykjavíkur ný- lega öllu teikningasafni sínu. Í tilefni af þeirri rausnarlegu gjöf og því að Högna fagnaði áttræðisafmæli sínu á dögunum verður opnuð á Kjar- valsstöðum á laugardaginn sýning á byggingarlist hennar með áherslu á íslensk verk, byggð sem óbyggð, en þetta er fyrsta einakasýning á verk- um Högnu hér á landi. Högna er vel þekkt sem frum- kvöðull á sviði byggingarlistar á Ís- landi. Hún hefur með verkum sínum haft mikil áhrif á sjónrænt umhverfi okkar og þróun íslenskrar bygging- arlistar, ekki síst með listrænni til- vísun í byggingarlistararfinn, dirfsku í notkun náttúrulegra efna auk skúlptúrel formsköpun bygginga sinna. Hún var fyrst kvenna til að starfa sem arkitekt hérlendis og hef- ur verið óhrædd við að fara frumleg- ar leiðir að verkum sínum þar sem finna má tilvísun í þekkta arkitekta 20. aldarinnar, svo sem Le Corbusi- er, Louis Kahn og Tadao Ando. Högna útskrifaðist sem arkitekt frá École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París árið 1960 og hlaut sérstaka viðurkenningu skólans fyr- ir lokaverkefni sitt Garðyrkjubýli í Hveragerði. Högna hefur búið og starfað í Frakklandi allt frá náms- árunum en jafnframt því skapað mörg bestu verka sinna hérlendis. Henni hefur hlotnast fjöldi alþjóð- legra viðurkenninga fyrir verk sín, og tók meðal annars sæti í hinni virtu Frönsku Byggingarlistaraka- demíu árið 1992, auk innlendra viðurkenn- inga svo sem menn- ingarverðlauna DV í byggingarlist 1994 og heiðursorðu Sjónlista- verðlauna Listasafns Akureyrar 2007. Þess má enn fremur geta að íbúðarhús sem Högna teiknaði að Bakkaflöt í Garðabæ hefur ver- ið valið sem ein af 100 merkustu byggingum 20. aldarinnar í Evr- ópu. Högna Fyrsta konan til að starfa sem arkitekt hér á landi. Við Páll Kristinn Pálsson vorum búnir að ákveða að gera mynd saman og á þrettándanum árið 2005 hittumst við heima hjá honum til að ákveða um hvað hún ætti að vera. Fljótlega kom í ljós að við höfðum báðir nýverið séð heimildarmynd í Sjónvarpinu sem dró upp allt aðra mynd af ástandinu á Íslandi en fjöl- miðlar gerðu á þeim tíma. Hún fjall- aði um fólk sem hélt sín jól í boði Mæðrastyrksnefndar og Hjálpræð- ishersins. Það varð okkur svolít- ið sjokk og okkur fannst öfugsnúið að á þessum góðæristímum skyldi vera fólk sem var ekki í óreglu en náði hreinlega ekki endum saman. Við fundum þannig út að þetta var eitthvað sem við vildum gera mynd um. Við vildum gera mynd sem sýndi fólki að það væri til fátækt á Íslandi.“ Svona lýsir Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri því hvernig það kom til að hann réðst í gerð kvik- myndarinnar Desember sem frum- sýnd verður í dag, föstudag. Myndin, sem áðurnefndur Páll Kristinn skrif- aði handritið að, fjallar um poppar- ann Jonna sem snýr heim til Íslands í byrjun desember eftir að hafa yfir- gefið vini og vandamenn nokkuð fyr- irvaralaust nokkrum árum áður og haldið til Argentínu. Hann dreymir um að ná gamla bandinu sínu sam- an á nýjan leik, endurnýja kynnin við kærustuna sína og hlakkar til að halda jól í faðmi fjölskyldunnar. En Jonni uppgötvar fljótlega eftir heim- komuna að allt hefur breyst. Hans nánasta fjölskylda glímir við veikindi og fjárhagserfiðleika og ástin hans hefur tekið saman við vel stæðan út- fararstjóra. Jonni leggur allt undir og gerir övæntingarfullar tilraunir til að redda málunum með misjöfnum og jafnvel grátbroslegum árangri. Horfði til breskra gamanmynda „Það sérstaka við myndina er að þetta átti að vera viss ádeila,“ segir Hilmar. „En þegar hrunið varð í fyrra gjörbreyttust allar forsendur mynd- arinnar. Þá varð þetta sérstaka al- mennt og í stað þess að standa fyr- ir utan viðfangsefnið og horfa á það þá vorum við allt í einu orðin hluti af því. Ég segi ekki að mér hafi liðið eins og ég væri allt í einu að gera heimild- armynd, en ekkert langt frá því.“ Hilmar hefur gert þekktar myndir á borð við Eins og skepnan deyr, Tár úr steini og Kaldaljós. Með Desem- ber kveðst leikstjórinn hafa viljað Stjörnurnar Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, eða Lay Low, leikur stórt hlutverk í myndinni. Hilmar hrósar vinnu hennar en Lovísa hafði enga reynslu af leiklist fyrir gerð myndarinnar. Fyrsta íslenska jólamyndin, Desember, er frumsýnd um helgina. Leikstjórinn, Hilm- ar Oddsson, segir hugmyndina að myndinni hafa kviknað eftir að hann og handrits- höfundurinn urðu fyrir svolitlu sjokki við áhorf heimildarmyndar um fátækt fólk á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar hrunið varð í fyrra stefndi í að myndin yrði ekki kláruð, en með samstilltu átaki og áhættu hafðist það að lokum. Urðu hluti af viðfangsefninu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.