Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Blaðsíða 30
„Undirbúningur er hafinn en tökur hefjast um miðjan apríl í Melbourne í Ástralíu,“ segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi um spennu- myndina The Killer Elite. Myndin skart- ar hasarmyndahetjunni Jason Statham í aðalhlutverki en hann er þekktur úr myndum á borð við Snatch, Transport- er og Crank. „Myndin mun kosta um það bil 50 milljónir dala í framleiðslu,“ en það eru rúmir sex milljarðar ís- lenskra króna. Sigurjón er nýkominn heim af Sund- ance-kvikmyndahátíðinni þar sem hann átti sæti í einni dómnefndanna. „Ég hef farið reglulega á Sundance-há- tíðina í 20 ár og frumsýnt þar sjálfur einar átta myndir. Það var því gaman og mikill heiður að fá sæti dómnefnd,“ segir Sigurjón sem átti sæti í nefndinni World Dramatic Competition en þar keppa dramamyndir frá öllum heims- hornum. „Við horfum á 16 myndir héðan og þaða úr heiminum og það var mjög fjölbreytt og skemmtielgt. Við sáum myndir frá Grænlandi, Perú, Bólivíu, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Suður-Kóreu og Indlandi svo eitthvað sé nefnt,“ en það var ástralska myndin Animal Kingdom sem hlaut aðalverðlaun í flokknum. Aðspurður hvort mikið af stjörnum hafi verið á hátíðinni segir Sigurjón það minna en oft áður. „Samt voru þarna þekkt nöfn eins og Kevin Costner, Ann- ette Benning, Mark Ruffalo og Bill Gat- es. Svo var Parker Posey í einni dóm- nefdanna.“ asgeir@dv.is SIGURJÓN SIGHVATS NÝKOMINN AF SUNDANCE: Rödd Íslands á Spáni, Kristinn R. Ólafsson, er ekki af baki dottinn þótt RÚV hafi sagt upp vikuleg- um og goðsagnakenndum pistl- um hans um lífið á Spáni. Hann býður nú einkatúra um Madr- ídarborg. Hann þekkir borgina eins og innfæddur, enda búið þar í heil þrjátíu og tvö ár. Krist- inn er einnig gamalreyndur leið- sögumaður og því kominn aftur í sitt gamla starf ef svo má segja. Hann hafði frá árinu 1981 skilað inn pistlum á RÚV en varð fórn- arlamb niðurskurðar stofnun- arinnar fyrr á árinu. Fólk fær því ekki lengur að hlusta á kveðjuna margfrægu: „Þetta er Kristinn R. Ólafsson, í Madríd.“ Aftur á móti getur það verið með Kristni R. Ólafssyni í Madríd. EINKATÚR MEÐ GOÐ- SÖGNINNI 30 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FÓLKIÐ Á meðan ein útvarpsgoðsögn kveður er önnur stjarna á leið í útvarpið. Tónlistarmaðurinn og Sprengjuhallarmeðlimur- inn Snorri Helgason byrjaði á laugardaginn með nýjan þátt á X-inu 97,7. Þátturinn ber nafnið Poppperraþátturinn Yoko Dónó og stendur í umsögn að hann sé: „Þáttur fyrir fólk sem hefur óvenjulega mikla ánægju af því að pæla í tónlist og tónlistar- sögu.“ Í þættinum er hoppað á milli tónlistartímabila og stefn- ur og stílar í tónlist síðustu 60- 70 árin skoðaðir. Þá fær Snorri einnig gesti til sín í þáttinn til að ræða tónlist. Þátturinn er á dag- skrá alla laugardaga frá 14-16. POPP- PERRINN SNORRI SEX MILLJARÐAR OG STATHAM Sigurjón Sighvats Er nýkominn af Sundance þar sem hann sat í einni af dómnefndunum fimm. F rumlegasta lagið vann,“ sagði Bubbi Morthens þeg-ar blaðamaður DV leitaði viðbragða hans við úrslit- um Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fór um helgina. Þar sigraði lag Heru Bjarkar og Örlygs Smára, Je ne sais quoi, en lag Bubba og Óskars Páls Sveinssonar endaði í öðru sæti. Það var Jogvan Hansen sem flutti lagið en þetta var í annað sinn sem hann tók þótt í forvali Eurovison hér á landi. „Hera var stórbrotin og ég óska henni alls hins besta,“ bætti Bubbi við rámri röddu en hann hefur glímt við mikil veikindi undanfarna daga og gat ekki verið viðstaddur úrslita- kvöldið á laugardaginn sökum þess. „Heilsan er ekki góð. Ég hef verið að glíma við veirusýkingu,“ en hún hef- ur lagst illa á raddbönd Bubba sem þurfti vegna þess að aflýsa nokkrum tónleikum. Bubbi verður seint kallaður yfir- lýstur aðdándi Eurovision og kom það mörgum á óvart þegar hann ákvað að taka þátt sem höfundur fyr- ir keppnina í ár. Hann útilokar ekki að hann muni endurtaka leikinn. „Það er aldrei að vita,“ segir hann glettinn. Fyrir keppnina var nokkur kurr í kringum lögin tvö sem enduðu í efstu sætunum. Bæði voru þau sök- uð um um að vera stolin og voru fluttar fréttir þess efnis meðal annars í Fréttablaðinu og á visir.is. Það virð- ist þó hafa haft lítil áhrif á val lands- manna á laugardaginn og er það ljóst að Hera Björk verður fulltrúi Ís- lands í Eurovision 2010 sem fer fram í Noregi í maí. asgeir@dv.is Bubbi Útilokar ekki að taka þátt aftur. FRUMLEGASTA LAGIÐ VANN BUBBI MORTHENS: Bubbi Morthens segir frumlegasta lagið hafa sigrað í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Hann segir frammistöðu Heru Bjarkar hafa verið stórbrotna og úti- lokar ekki að taka aftur þátt í undankeppni Eurovision. Bubbi segir heilsu sína ekki góða en hann hefur glímt við erfiða veirusýkingu undanfarna daga. Himinlifandi Páll Óskar ásamt sigurvegurunum Heru Björk og Örlygi Smára Jogvan Stóð sig vel um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.