Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 24
24 erlent 20. ágúst 2010 föstudagur Nú hafa flestir Brasilíumenn vonandi tekið gleði sínu að nýju en þessi mikla fótboltaþjóð varð fyrir miklu áfalli í sumar þegar brasilíska landsliðið féll úr leik í átta liða úrslitum HM í knatt- spyrnu. En nú hafa Bras ilíumenn snúið sér að annarri keppni, 3. októ- ber munu fara fram forsetakosning- ar í landinu og kosningabaráttan er nú þegar hafin. Hinn gríðarlega vin- sæli Luiz Inácio Lula da Silva, oftast kallaður Lula, sækist ekki eftir kjöri, enda hefur hann nú þegar setið í tvö kjörtímabil. Brasilíska stjórnarskráin meinar forsetum að sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. En Lula mun þó líklega hafa mikil áhrif á kosninga- baráttuna, enda leiðir bandamað- ur hans úr Verkamannaflokknum og fyrrverandi undirmaður, Dilma Rousseff, í skoðanakönnunum og eykur sífellt forskot sitt. Samkvæmt nýjustu könnunum hefur hún 11 prósenta forskot á helsta keppi- naut sinn, hægrimiðjumanninn José Serra. Þegar þessi orð eru skrif- uð lítur því út fyrir að Dilma Rouss- eff verði fyrsta konan sem gegnir for- setaembættinu í þessu stærsta landi Suður-Ameríku, sem er það fimmta fjölmennasta í heiminum, með 193 milljónir íbúa. Eitt er víst að það verður erfitt fyr- ir næsta forseta Brasilíu að taka við keflinu af Lula da Silva, sem er vin- sælasti forseti landsins í háa herrans tíð. Lula elskaður og dáður Kannanir sína að Lula, sem hefur verið forseti frá 2003, nýtur stuðnings 75 til 80 prósenta þjóðarinnar. Það kann að virðast nokkuð mikill stuðn- ingur í nútímalegu lýðræðisríki, en þegar horft er á tölfræðina sést að gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað á þeim sjö árum sem hann hef- ur stýrt Brasilíu. Á árunum 2003 til 2008 minnkaði fjöldi Brasilíumanna undir fátækramörkum um tuttugu milljónir. Tólf milljónir manna á af- skekktum og fátækum svæðum hafa nú í fyrsta sinn aðgang að rafmagni. Ýmis verkefni stjórnvalda hafa auk- ið lífsgæði Brasilíumanna en mik- ill hagvöxtur hefur verið í landinu undanfarin ár. En umfram allt virðist Lula hafa veitt milljónum fátæklinga í Bras ilíu sjálfstraust og sannfært þá um að stjórnvöld landsins vinni ekki einungis fyrir hagsmuni hinna ríku. Jöfnuður eykst Árið 2003 lifðu 49,5 milljónir (um fjórðungur landsmanna) Brasilíu- manna undir fátækramörkum. Árið 2008 voru fátækir 29 milljónir (um fimmtungur Brasilíumanna). Þetta eru ótrúlegar tölur og vitna um mikla sókn brasilíska efnahagskerfisins. Sumir hafa þó bent á að Lula da Silva hafi aðeins verið réttur maður á rétt- um stað. Uppgang Brasilíu megi að mörgu leyti rekja til uppgangs Kín- verja sem hafa á undanförnum árum keypt gríðarlegt magn af iðnaðarvör- um af Brasilíumönnum. En þá hefur verið bent á að und- ir stjórn Lula hafi ekki aðeins ver- ið hagvöxtur, heldur hafi auðurinn dreifst mun víðar um samfélagið en nokkru sinni áður. Hið mikla bil á milli fátækra og ríkra, sem Brasilía hefur lengi verið fræg fyrir af endem- um og kristallast hvergi jafn tært og í stórborginni Rio de Janeiro þar sem fátækrahverfin blasa við frá svölum glæsilegra lúxushíbýla, hefur verið að dragast saman. Samkvæmt hag- tölum hafa laun þeirra allra fátæk- ustu í landinu hækkað sem nemur átta prósentum á áratugnum á með- an laun þeirra allra ríkustu hafa að- eins hækkað sem nemur um 1,5 pró- senti. Tvær konur í framboði Dilma Rousseff, sem hefur unnið fyr- ir Verkamannaflokk Lula og í ríkis- stjórn hans, er arftaki hans og nýtur góðs af vinsældum hans. Hún hefur lofað að framfylgja framfarastefnu forsetans og brúa enn frekar gjána á milli fátækra og ríkra. Gagnrýn- endur segja að hana skorti reynslu í stjórnmálum, hafi aldrei verið kjörin í embætti, heldur verið meira í átt við embættismann. José Serra hefur sagt að Bras- ilía eigi þrjú neikvæð heimsmet: að í landinu séu hæstu vextir heims, hæstu skattar hagvaxtarlands í heim- inum og að stjórnvöld séu ein þau nískustu í heimi. Hann var vinstri- maður lengst af en hefur fært sig nær hægriöflum í gegnum tíðina. Sá frambjóðandi sem kemur næst- ur á eftir Rousseff og Serra er umhverf- issinninn Marina Silva. Hún var áður umhverfisráðherra í stjórn Lula. Hún er fræg víða um heim fyrir einarða baráttu sína fyrir verndun regnskóg- anna í Amasón. En hún mun líklega ekki fá nema um 10 prósent atkvæð- anna í kosningunum. Silva er dóttir gúmmíbænda frá Amasón og er fædd í sárri fátækt, hún lærði ekki að lesa fyrr en um 14 ára aldur. heLgi hrafn guðmundsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Lula da silva, forseti Brasilíu, mun stíga til hliðar um áramótin en nýr forseti landsins verður kjörinn í kosn- ingum í október. Samkvæmt skoðanakönnunum leiðir dilma rousseff, bandamaður Lula, kosningabaráttuna en Dulma hefur lofað að halda áfram uppgangi Brasilíu í efnahagsmálum og rífa enn fleiri Brasilíumenn upp úr sárri fátækt. Helsti keppinautur hennar er José Serra, hægrimaður sem áður var ríkisstjóri Sao Paulo-fylkis. Brasilíumenn kjósa nýjan forseta Kappræður Forsetaframbjóðendurnirþrír,Marina Silva,DilmaRousseffogJoséSerraíkappræðum semframfóruánetinuáfimmtudag.reuTers Allt út fyrir að Dilma Rousseff verði fyrsta konan sem gegnir forsetaembætt- inu í þessu stærsta landi Suður-Ameríku. Kannan-ir sýna að Lula, sem hefur verið forseti frá 2003, nýtur stuðn- ings 75 til 80 pró- senta þjóðarinnar. Brasilía Íbúafjöldi: 193milljónir(Jafntog samanlagðuríbúafjöldiSpánar, Frakklands,Bretlandsogallra Norðurlandanna) flatarmál: 8.5milljónferkílómetr- ar(Meiraenhelmingimeiraen samanlagtflatarmálallraríkjaESB) höfuðborg: Brasilía Tungumál: Portúgalska hlaut sjálfstæði frá Portúgal árið 1822 RiodeJaneiro SaoPaulo Brasilía(höfuðborg)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.