Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Qupperneq 53
föstudagur 8. október 2010 sport 53 staður til að selja sig Marcus Berg framherji frá Svíþjóð Marcus Berg leiddi framlínu sænska liðsins sem fór á kostum en Berg varð einnig markakóngur mótsins. Hann var fyrir mótið kominn á teikniborðið hjá allmörgum liðum en kapphlaup- ið eftir það var magnað. Hann ákvað á endanum að semja við þýska liðið Werder Bremen en hann hafði úr nægu að velja. Fyrr í haust skoraði hann gríð- arlega mikilvægt mark sem kom Wer- der Bremen hálfa leið inn í meistara- deildina. Ola TOivOnen framherji frá Svíþjóð Svíinn með finnska nafnið lék með markakóngnum Marcus Berg í framlínu sænska landsliðsins. Hann þykir alla jafna betri að klára færin sín en Berg og var eftir mótið keyptur frá Malmö til PSV í Hol- landi. Þar hefur hann blómstrað og er hann reglulega orðaður við stórlið, nú síðast Liverpool. MesuT Özil miðjumaður frá þýSkalandi Þennan unga mann þekkja allir í dag. Fyrir Evrópumótið 2009 var hann þá þeg- ar orðinn lykilmaður í liði Werder Brem- en en þegar hann sló rækilega í gegn á Evrópumótinu var ljóst að Brimaborgarar myndu ekki halda honum mikið lengur. Hann sýndi liðinu þó tryggð um stund en eftir magnaða heimsmeistarakeppni var ekki hægt að halda honum lengur. Özil er í dag byrjunarliðsmaður hjá Real Madrid. BenedikT HÖwedes miðvörður frá þýSkalandi Þessi piltur er kannski ekki mikið þekktur en hann spilar allar helgar í miðverðinum hjá einu stærsta liði Þýskalands, Schalke. Fyrir Evrópu- mótið var hann bara ungur og efnilegur leik- maður sem fékk aðeins nasaþefinn af byrjun- arliðssæti við og við. Eftir mótið fékk hann þó traustið og hefur hann staðið vaktina í miðverði Schalke nær allar götur síðan. Lokamótið gerði honum svo sannarlega gott. Jack rOdwell miðjumaður frá englandi Rodwell brást svo sannarlega ekki á mótinu en mikl- ar vonir eru bundnar við hann hjá Everton. Hann var einn allra besti miðvörður mótsins og ekki lítil ástæða þess að England komst í úrslitaleikinn gegn Þýskalandi. Tímabilið eftir Evrópumótið fór hann að fá mun fleiri tækifæri hjá Everton og um leið varð hann mun eftirsóttari. Breskir miðlar hafa fullyrt að Sir Alex Ferguson ætli sér að landa Rodwell. Íslenska u21 árs liðið í knattspyrnu stendur nú á barmi þess að komast á lokamót Evrópukeppninnar sem fram fer í danmörku á næsta ári. Þar verður allt morandi í útsendurum liða frá öllum stærstu deildum heims. fyrir tveimur árum þegar mótið fór fram skaut ýmsum nöfnum upp á stjörnuhimininn. svona stórmót yngri landsliða eru einn stærsti stökkpallurinn fyrir unga leikmenn eins og sést á meðfylgjandi nöfnum. Manuel neuer markvörður frá þýSkalandi Það kom kannski hvað minnst á óvart á mótinu hversu vel hinn ungi markvörður, Manuel Neuer, stóð sig. Hann kom inn í mótið sem aðalmarkvörður Schalke en hann fór gjörsamlega á kostum og var kjörinn besti markvörður mótsins. Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, hafði á orði þegar hann gerði Neuer að að- almarkverði Þýskalands fyrir HM í sumar að hann hefði sannað á EM U21 að Neuer gæti staðið sig á stórmótum. sergiO asenJO markvörður frá Spáni Asenjo er magnaður vítabani og hefur al- mennt verið talinn eftirmaður Iker Casillas í spænska landsliðsmarkinu. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Spánar og vakti gífurlega athygli á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Eftir mótið var hann keyptur frá Real Valladolid til Atletico Madrid. Þar lenti hann í smá meiðslavandræðum og missti stöðu sína til David de Gea sem leit ekki um öxl og hefur haldið Asenjo á bekknum síðan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.