Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 16
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 196,6 kr. verð á lítra 196,6 kr. verð á lítra 196,4 kr. verð á lítra 196,4 kr. Algengt verð verð á lítra 197,9 kr. verð á lítra 197,7 kr. bensín Akureyri verð á lítra 196,3 kr. verð á lítra 196,3 kr. Melabraut verð á lítra 196,4 kr. verð á lítra 196,4 kr. Algengt verð verð á lítra 196,6 kr. verð á lítra 196,6 kr. Fá Fleiri rAF- tæki í jólAgjöF? Rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að jólaverslunin verði óbreytt frá því í fyrra að raunvirði. Velt- an muni aukast um fjögur prósent vegna hækkunar verðlags en að jóla- verslunin muni ekki dragast saman eins og undanfarin tvö ár. „Ætla má að helst verði vöxtur í raftækjaversl- un fyrir þessi jól, en það er sú teg- und verslunar sem hefur aukist hvað mest á þessu ári. Verð á raftækjum hefur farið lækkandi og meira er um að fólk fjárfesti í stærri og dýrari tækjum en fyrir ári síðan,“ segir í árlegri skýrslu rannsóknarsetursins. Fram kemur að dregið hafi úr því að landsmenn fari í verslunarferðir til útlanda vegna veiks gengis. leyFði honuM Að ryðjAst n Lastið fær Select við Öskjuhlíð. Af- greiðslustúlka var að afgreiða ungan mann, sem var einn í versluninni, þegar annar viðskiptavinur æddi inn og vildi greiða fyrir bensín. Í stað þess að benda honum á að hann yrði að bíða augnablik, hætti hún að afgreiða unga manninn og afgreiddi þann sem borga bensínið í stað- inn. Stuttu síðar kom sami viðskiptavinur aftur inn og rudd- ist fram fyrir án þess að afgreiðslustúlkan gerði honum að bíða þar til röðin kæmi að honum. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS gott hjá gáP n Ánægður viðskiptavinur reiðhjóla- verslunarinnar GÁP keypti Mon- goose-fjallahjól í ágúst og var boðið upp á ókeypis stillingu eftir nokk- urra mánaða notkun. Hann nýtti sér það. „Ég kom með hjólið mitt þarna um tveimur mánuðum eftir að hafa keypt það en í millitíðinni hafði ég í klaufaskap brotið frambrettið. Daginn eftir var ég að hjóla og tek þá eftir að frambrettið er orðið heilt aftur. Þeir hjá GÁP höfðu sett nýtt bretti á hjólið án þess að rukka mig um krónu fyrir það og sögðu mér ekki einu sinni frá því. Þetta finnst mér frábær þjón- usta,“ sagði hann. LOF&LAST 16 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 24. nóvember 2010 miðvikudagur InnkALLA LexuS Neytendastofu hefur borist tilkynn- ing frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 199 bifreiðar sem vænt- anlega séu í umferð hér á landi. Um er að ræða 14 bifreiðar af gerðinni Lexus GS300, framleiddar á árunum 2004 til 2006, vegna bilana í tengingu í bensíngeymi og 185 bifreiðar af gerðinni Lexus GS300, IS250 og RX300, framleiddar á árunum 2003 til 2005, vegna leka í höfuðdælu. Frá þessu er greint á vef Neytendastofu. Fólk er beðið um að hafa samband við Toyota á Íslandi vegna frekari upplýsinga.e L d S n e y T I Salt hefur bein áhrif á blóðþrýsting og Íslendingar borða að líkindum miklu meira salt en ráðlagt er, samkvæmt upplýsingum á vef Hjartaheilla og Lýðheilsustöðvar. Hjarta- og æða- sjúkdómar eru algengasta dánaror- sök Íslendinga. Rannsóknir frá 2008 benda til þess að Danir borði um 8 til 12 grömm af salti eða allt að helmingi meira en ráðleggingar Lýðheilsustöðvar mæl- ast til. Þá má nefna að einn af hverj- um fimm bandarískum karlmönnum á aldrinum 35 til 44 ára er með of háan blóðþrýsting. Þar í landi er lyfjastofn- un að þrýsta á stjórnvöld um að setja reglur um leyfilegt saltmagn í mat- vælum. Um þrjátíu borgir í Banda- ríkjunum eru í samvinnu við samtök hjartveikra í Bandaríkjunum að vinna að því að setja viðmið um salt í mat- vælum. Landskönnun á mataræði Ís- lendinga, sem framkvæmd var árið 2002, sýnir að saltneysla hér á landi er mun meiri en æskilegt getur talist en hún er að minnsta kosti 9 grömm að meðaltali á dag. Þá er ekki meðtalið það salt sem oft er stráð á matinn við borðhaldið. Nú fer í hönd tími aðventu og jóla- halds með tilheyrandi veisluhöld- um þar sem mikil hefð er fyrir reyk- tum og söltuðum mat. Lýðheilsustöð hvetur fólk til að stilla skömmtum af slíkum mat í hóf, sérstaklega fólk sem er veikt fyrir, sem ætti þess í stað að fá sér meira af grænmeti og öðru meðlæti. af hverju er saltið slæmt? Matarsalt samanstendur af tveimur frumefnum, annars vegar natríum og hins vegar klóríði (NaCl). Natr- íumjónin (NA+) eru manninum lífs- nauðsynleg og gegna mikilvægu hlut- verki í líkamanum. Natríum bindur vökva í líkamanum og þar með talið í blóðinu. Við aukinn þrýsting í kerfinu eykst blóðþrýstingur og viðvarandi hár blóðþrýstingur er einn af áhættu- þáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Nýrun eiga að halda vökvajafnvægi líkamans í jafnvægi og skila umfram- efnum, eins og vatni, í þvagblöðruna. Rannsóknir Hjartaverndar hafa bent til þess að hár blóðþrýstingur tvöfaldi áhættuna á heilablóðfalli. Aðrir lífsstílstengdir þættir geta einn- ig haft áhrif til hækkunar á blóðþrýst- ingi svo sem offita, hreyfingarleysi, reykingar og ofneysla áfengis. Rannsóknir hafa sýnt að með því að minnka saltneyslu megi draga úr hækkun blóðþrýstings. Mest eru áhrifin hjá þeim sem hafa háþrýsting fyrir og hjá þeim sem eru yfir kjör- þyngd en einnig má draga úr þeirri blóðþrýstingshækkun sem yfirleitt fylgir hækkandi aldri. Óhófleg saltneysla getur líka gert það að verkum að blóðþrýstings- lækkandi lyf virka verr en ella – samkvæmt blóðþrýstings- samtökunum í Bretlandi (e. Blood Pressure Ass- ociation). Þau segja einnig að áhrifa- ríkasta leiðin til að lækka háan blóðþrýsting sé að skera niður saltneyslu. Falið salt Eins og áður sagði ráðlegg- ur Lýðheilsu- stofnun að saltneysla á dag fari ekki yfir 6 til 7 grömm. Það viðmið er not- að víðast annars staðar. Á vef blóð- þrýstingssamtakanna í Bretlandi kemur fram að langstærstur hluti salts sem við neytum sé „falinn“. Átta- tíu prósents salts fáum við úr mat- vælum eins og brauði, kexi, unnum kjötvörum, pakkasúpum og sósum, sælgæti, skyndibita og öðrum tilbún- um mat. Aðeins tuttugu prósent salts komi frá neytendum sjálfum – það er þeim sem elda matinn. Samtökin ráðleggja fólki að reyna ekki að halda bókhald yfir saltneyslu sína heldur reyna einfaldlega að snið- ganga vörur sem innihalda mikið salt. „Fyrst um sinn kann maturinn að virðast bragðlaus. En ekki gefast upp – þetta er svipað eins og að hætta að nota sykur í kaffið. Eftir nokkrar vik- ur hafa bragðlaukarnir þínir aðlagast nýjum venjum og þú ferð að læra að meta mat sem inniheldur ekki eins mikið salt,“ segir á vefnum. Vinnur gegn saltinu Steinefnið kalíum (potassíum) gegn- ir nokkrum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Neysla þess getur með- al annars dregið úr slæmum áhrifum saltsins. Það heldur blóðþrýstingn- um og vökvamagninu í jafnvægi, stuðlar að réttri virkni vöðva og því Óhófleg salt-neysla getur líka gert það að verkum að blóðþrýstingslækkandi lyf virka verr en ella. baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Sannleikurinn um Saltið Þó salt sé lífsnauðsynlegt getur of mikil saltneysla valdið háum blóðþrýstingi og valdið hjarta- og æðasjúkdómum – algeng- asta banameini Íslendinga. Rannsóknir sýna að Íslendingar borða, eins og ná- grannaþjóðirnar, of mikið salt. blóðþrýstingslækk- andi bananar Neysla á bönunum getur dregið úr háum blóðþrýstingi. minna salt í heimalöguðum mat Stærstur hluti þess salts sem við neytum kemur úr tilbúnum mat. mynd Photos.com Nokkur góð ráð Lýðheilsustöðvar. n Veljið lítið unnin matvæli í stað tilbúinna rétta þar sem þeir innihalda almennt mikið salt. n Takmarkið notkun salts við matargerð – fjöldi annarra krydda getur kitlað bragðlaukana n Sleppið því að bera fram salt með matnum. n Lesið á umbúðir og vanda valið við innkaupin. n Takmarkið skammtastærðina þegar saltur matur er borðaður. góð ráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.