Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Page 21
Erlent 21Helgarblað 10.–12. ágúst 2012 www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Lán til íbúðarkaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda Hverfi á kafi Flugher Filippseyja tók og birti þessa yfirlitsmynd sem sýna greinilega hvernig heilt hverfi er á kafi. Standa saman Fjölskylda í Valenzuela, norður af Maníla, veður vatnið upp að mitti og reynir að koma sér í skjól. Berst við beljandi flóð Þessi maður neyddist til að synda til að komast upp veg í Marikina í Maníla. Tók með sér góða skó ef ske kynni að það myndi kannski stytta upp. Þurrkatíð er hins vegar hvergi í kortunum.HÖFUÐBORG ORÐIN VATNAVERÖLD Fórnarlamba leitað Björgunarsveitir og sjálfboðaliðar í Quezon í Maníla koma fólki til bjargar og leita þeirra sem gætu hafa lifað af undir aurskriðu. Vitað er að minnst níu létu lífið í hamförunum. Allt reynt Þessi náungi í Valenzuela reynir að þurrka föt á heimili sínu. Það er vafalaust óvinnandi vegur við aðstæður sem þessar. Skaut vin sinn óvart í höfuðið Anthony McGivern, 25 ára Breti, hefur verið dæmdur í minnst 30 ára fangelsi fyrir manndráp í Liverpool Crown Court. Mc­ Givern, sem var dópsali, skaut besta vin sinn óvart í höfuðið af stuttu færi þegar hann ætlaði að skjóta á keppinauta sína í fíkni­ efnaviðskiptum. Skotárásina ætlaði McGivern að gera úr bif­ reið á ferð, svokallað „drive­ by“, en ekki vildi betur til en svo að hann skaut Kevin Gott, vin sinn sem sat í farþegasætinu, í höfuðið þegar hann reyndi að skjóta á meðan hann ók bif­ reiðinni. „Fannst hann fínn náungi“ Ronald Poppo var bara óþekkt­ ur og heimilislaus 65 ára mað­ ur í Miami í Bandaríkjunum þar til 26. maí síðastliðinn þegar hann komst í heimsfréttirnar eftir hrottafengna árás. Hinn útúrdóp­ aði Rudy Eugene veittist þá að honum og beit hann í andlitið og reif úr honum augun. Poppo er blindur eftir árásina eins og gef­ ur að skilja en hann hefur gengist undir umfangsmiklar aðgerðir í kjölfar hennar. CBS­fréttastofan hefur komist yfir lögreglu skýrslu þar sem rætt er við Poppo sem segir meðal annars: „Hann reif mig í tætlur. Hann nagaði andlitið á mér og plokkaði úr mér augun. Og það er raun­ ar allt sem hægt er að segja um málið.“ Poppo og Eugene höfðu hist úti á götu og rætt stuttlega saman áður en árásin, sem stóð í 18 mínútur, byrjaði. „Mér fannst hann fínn náungi. En síðan gekk hann bara gjörsamlega af göfl­ unum. Hann átti slæman dag á ströndinni eða eitthvað og tók það út á mér.“ Eugene var skotinn til bana af lögreglumönnum meðan hann var enn að naga sundur andlit Poppos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.