Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 26
26 Viðtal 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað S kipstjórinn blæs í lúðurinn og farþegar fá tilkynningu um að Baldur sé að leggja að bryggju. Á sama tíma standa gömul hjón upp frá borðum í matsalnum. Um leið og maðurinn grípur stafinn sinn lítur hann örsnöggt yfir borðið. „Erum við nokkuð að gleyma einhverju?“ spyr hann. Eiginkonan svarar því til að það yrði þá bara hann sem yrði skilinn eftir. „Þú varst það eina sem ég tók með mér,“ bætir hún svo hlý- lega við og tekur undir höndina á honum. Við erum tvö á ferð, ég og ljós- myndari DV, Eyþór Árnason. Við eltum þau gömlu og stígum frá borði. Það er bjart yfir, himininn er heiður og sólin á lofti. Heima- menn taka á móti gestum og bjóða þá velkomna. Einn þeirra kom á traktor með kerru til að ferja far- angurinn inn í þorp. Umhverfis- ráðherrann sjáum við hins vegar hvergi. Það kemur ekki að sök, það er engin hætta á að villast þegar aðeins er um eina leið að ræða. Við fylgjum veginum og göngum fram hjá magasíni sem er lokað því það eru allir í berjamó. Fyrir framan skemmuna stendur hópur kennara á eftirlaunum og hlýðir á farar- stjórann segja frá eyjunni: „Flatey er stærsta Vestureyjan á Breiðafirði og talin hafa myndast undir afli skriðjökla á ísöld og risið upp úr sæ þegar jökulfarginu létti …“ Reyndu! Við göngum áfram og virðum fyrir okkur það sem fyrir augu ber. Þessi eyja er í senn náttúruperla, menn- ingararfur og paradís fyrir alla þá sem þrá að komast úr hringiðu hins daglega amsturs. Að stíga fæti á Flatey er eins og að fara aftur um áratugi, það er eins og standi tím- inn í stað. Bílar eru bannaðir og öll húsin eru í 19. aldar stíl. En Fla- tey er ekki bara staður þar sem hægt er að finna ró og næði – eyj- an hefur aðra og meiri merkingu fyrir ráðherrann. Hér er ættaróð- al fjölskyldunnar, Ásgarður, húsið sem langamma hennar og langafi byggðu árið 1907 og hér kemur fjölskyldan saman. Hér eignaðist móðir Svandísar sínar fyrstu minn- ingar og hér hvílir hún nú. Ásgarður stendur í þorpinu miðju, stórt og stæðilegt hús klætt gráu bárujárni, í garðinum eru bæði rabarbari og kartöflur. Á bak við húsið eru leiktæki sem voru smíðuð úr rekavið og snúrur þar sem þvotturinn blaktir í vindinum. Það er enginn á ferli en við bönkum upp á. Svandís kemur til dyra og lítur út fyrir að vera ný- vöknuð og hálfringluð. Hún kom í gær með eiginmanni sínum, tveimur börnum, báðum bræðr- um sínum og fjölskyldum þeirra. Fjölskyldan sefur enn svo við fær- um okkur yfir á hótelið þar sem við fáum okkur sæti við blúnduklædd- an glugga með útsýni yfir sjóinn. Ég segist vilja komast undir skel- ina á henni og hún svarar ögrandi, „reyndu!“ með stríðnisglampa í augunum. Pólitík í takt við lífið Ókei, segðu okkur þá hver þú ert, segi ég þá og Svandís ræskir sig. Eftir stutta umhugsun segir hún: „Þegar ég var átján ára hélt ég að þegar ég yrði 24 væri ég komin með svör við flestum spurningum og vissi hvað ég ætlaði að gera í lífinu. Nú er ég 48 ára og er hvorki komin með öll svörin né veit alltaf á hvaða leið ég er,“ segir hún og brosir. „Lífið hefur komið til mín, frekar en að ég hafi búið það til. Fyrst og fremst er ég upptek- in af félagslegu réttlæti og jöfnuði. Að okkar gildismat, lífsskoðanir og pólitísku hugsjónir fari saman. Ég get ekki haft einhver gildi um helg- ar en starfað sem stjórnmálamað- ur sem stendur fyrir önnur gildi. Þá er ég til dæmis að hugsa um stjórn- málamenn sem trúa því að það sé í lagi að þeir sem hafi forgjöf í lífinu eigi meira á kostnað þeirra sem eiga minna en tala samt um kristna trú, kærleika og réttlæti.“ Hún leggur áherslu á orð sín og segir að hún sé stundum spurð af hverju hún hafi farið í pólitík og þá velti hún því fyrir sér hvernig það sé hægt – að fara í pólitík. Pólitík- in sé framhald af hinu daglega lífi. Allt okkar líf byggist á því að taka ákvarðanir sem marka meginlín- ur og blæbrigði í lífi okkar. „Það er stöðug áskorun að lifa samkvæmt þessu. Ef ég ætlaði að vera fullkom- lega samkvæm sjálfri mér, til dæm- is í umhverfismálum, myndi ég ekki nota einkabíl. En ég nota einkabíl. Ég reyni samt að vera vakandi fyrir því að ég er þátttakandi og að mín- ar ákvarðanir hafa áhrif á heildina. Á móti kemur samt að ef ég væri allar stundir þjökuð af vandamál- um heimsins væri á ég ansi erfiðri braut og stutt í vanmáttinn. Þannig að ég er líka meðvituð um að skapa úr augnablikinu, halda í leik og lífs- gleði og sýna á mér óvæntar hliðar,“ segir Svandís sem brestur stund- um í söng þegar enginn er að syngja eða snýr út úr á fundum þar sem all- ir sitja grafalvarlegir við borðið. „Ég verð líka að vera til og vera mann- eskja. Lífið getur verið gleðigjafi en það er í mínum höndum að grípa hamingjuna og átta mig á því að augnablikið er núna og stundin er hér,“ segir hún brosandi. Lifa með dauðanum Þetta lærði hún meðal annars af móður sinni, Jónínu Benedikts- dóttur. Sjö ár eru liðin síðan Jónína lést langt fyrir aldur fram en hún var mikill „lífslistamaður“ eins og Svan- dís orðar það, hafði gaman af því að vera til og kenndi Svandísi að skapa úr augnablikinu. Þegar Svandís var orðin fullorðin og komin með börn og buru ákváðu foreldrar hennar að skilja. Í kjölfar- ið urðu þær mæðgur miklar vinkon- ur. „Eftir að þau skildu var mamma mikið ein og tók virkan þátt í mínu lífi. Við endurröðuðum þessum hlutverkum og urðum mjög góðar vinkonur. Við hlógum mikið saman, sungum og ortum vondar vísur sem ég er sem betur fer búin að gleyma. Hún var skemmtileg kona,“ segir Svandís og brosir hlýlega. „Við vor- um oft hérna fyrir neðan,“ segir hún og bendir út um gluggann í átt að sjónum. Þarna stóðu þær og sungu. „Hún hvílir í kirkjugarðinum hér því henni leið alltaf vel hérna. Mér finnst gott að hafa hana hér. Ég ákvað samt að í mínum huga væri hún á tveimur stöðum, hér og við Sólfarið í Reykjavík. Og við fundum leið til þess að tengja eftir dauðann,“ segir Svandís og útskýrir þetta bet- ur. „Hún dó úr krabbameini og við töluðum mikið saman þegar hún var að deyja. Ég vissi að hún væri að fara og sá ekki fram úr því að ég gæti verið til þegar hún væri dáin. En hún var svo flink í því að lifa og sannfærði mig um að við myndum finna leið til þess að geta lifað með dauðanum. „Hvernig förum við að því?“ spurði ég og mamma svar- aði: „Höfum það þannig að alltaf þegar þú sérð eitthvað þá minn- ir það á mig.“ Svo unnum við með þessa pælingu í marga daga og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri best að það væri fugl sem myndi minna mig á hana. Við fór- um þá í gegnum alls konar fugla- tegundir en enduðum á maríuerlu. María er móðir allra, Guðsmóðir og alls konar fallegt. Maríuerlan er líka prívat, hún fer ein um en ekki í hóp- um, en vill samt vera í mannabú- stöðum. Þannig að mamma sagði að þegar ég sæi maríuerlu þá myndi það minna mig á hana og það er ein hér núna,“ segir hún. Tónninn er ívið lægri en áður þegar hún bendir mér á maríuerlu sem situr rétt fyrir utan gluggann. Ég lít á Svandísi sem segir: „Þetta var okkar leið og þetta er rosalega góð leið til þess að láta tilfinninguna fyrir hennar tilveru vera áfram til staðar, þannig að það sé ekki bara holt tómarúm þar held- ur líf.“ Umræðan tekur á Svandís var alin upp af foreldrum sem höfðu báðir mikinn áhuga á pólitík. Móðir hennar hafði sterkar pólitískar skoðanir og faðir hennar, Svavar Gestsson, starfaði lengi sem alþingismaður og ráðherra. Hún var heldur ekki há í loftinu þegar hann hvatti hana til færa rök fyrir máli sínu og gera grein fyrir skoðunum sínum á stjórnmálum og jafnvel rík- isstjórnarmyndunum. „Ég held að ég hafi verið þriggja ára þegar hann bað mig fyrst um að færa rök fyrir máli mínu. Ég var alin upp við það að ég væri fullgildur einstaklingur þótt ég væri lítil. Þannig lærði ég að standa fyrir mínum skoðunum og gera málamiðlanir.“ Með þetta uppeldi í farteskinu hefur Svandís alltaf þolað allan skoðanaágreining vel. Óheiðar- leika tekur hún aftur á móti afar nærri sér og því miður verður hún hans stundum vör. „Þá skiptir engu hvort um er að ræða pólitíska and- stæðinga eða samherja. Það er auð- veldara að standa saman í andstöðu því þá þarf maður ekki að gefa af- slátt af hugsjónunum. Þegar mað- ur hefur átt félaga í andstöðu er erfitt að lenda í átökum við þá. Það hef ég alltaf tekið nærri mér. Ég vil heldur ekki vera þannig manneskja að það hafi engin áhrif á mig, ég vil ekki vera einhver nagli sem fer alltaf hress heim sama hvað gengur á yfir daginn.“ Svandís sýpur á kaffinu og segir að tíminn frá hruni hafi verið erfið- ur. Nú séum við að rétta úr kútnum og sjá batamerki varðandi efna- Lærði að lifa með dauðanum Nú þegar styttist í kosningar vill Svandís Svavarsdóttir skoða aðildarviðræð- ur að ESB. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ræddi við hana um pólitíkina og hörk- una en hún tekur óheiðarleikann nærri sér og þarf stundum að loka sig af með tónlist. Hún ræðir einnig ástina, skilnaðinn og móðurhlutverkið. Þá segir hún frá sorginni sem fylgdi móðurmissinum og því hvernig þær mæðgur fundu leið til þess að tengjast eftir dauðann. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Það var svona sálufélagamál. Það var ekki hægt fyrir okkur að vera ekki saman „Hann var allt í einu búinn að eignast tilveru sem ég var ekki þátttakandi í. Mér fannst erfitt að sleppa tökunum á honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.