Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 36
8 Aftur í skólann 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Menntaskólinn við Sund Bílar og frjáls- legur andi Bílakostur nemenda í Mennta- skólanum við Sund hlýtur að vera sá allra mesti á höfuð- borgarsvæðinu. Bílum er þétt lagt á bílastæðum skólans og í götum nágrennisins. Menntaskólinn við Sund er í fremur gömlu húsnæði, árið 2009 fagnaði skólinn 40 ára af- mæli sínu. Inni í Kattholti þar sem eru sófar og sjónvarp, nammisjálfsali og annað sem mörgum þykir gagnlegt er einn nemandi sem hefur það náð- ugt. Í gluggakistum, borðum og gólfi eru tómar gosflöskuumbúð- ir. Það er frjálslegur andi í MS. Í einni kennslustofunni hef- ur einn nemandinn ákveðið að sitja fremur úti í glugga en við borð. Við glugga sitja stelpur og spjalla saman á bekk. Nákvæm- lega þetta horn er víst mikil- vægt „félagslega“. Þarna setjast ekki nýnemar heldur svalir eldri bekkingar. Við innganginn í Verzlunarskólann eru nokkrir sófar þar sem nemend- ur sitja í á milli tíma. Ræstingar- kona fer með slípivél yfir marmar- ann og hann er gljáfægður. Það er snyrtilegt um að litast í vistarverum skólans. Nokkrir krakkar á öðru og þriðja ári sitja í sófunum og vilja helst ekki sitja fyrir á mynd. „Æi, við erum ekki besta dæmið,“ segir einn þeirra og setur hönd fyrir andlit. Önnur segir fáa í skólanum á þess- um tíma, flestir fari í Kringluna að ná sér í bita í hádegishléinu. „Maturinn í mötuneytinu er samt mjög hollur og mjög góður,“ bætir hún við. „En Dominos-pizzur eru betri,“ segir einn úr hópnum sem lofar glútenríkt fæðið. Bílastæðið við Verzlunarskól- ann er þéttskipað og ljóst að margir mæta á einkabílnum í skólann. Fá hjól sjást við inngang skólans og það er rétt sem stúlkan sagði, yfir gangbrautina í átt að Kringlunni liggur umferð nemenda. Verzlunarskólinn Gljáfægður marmari og borðað í Kringlunni Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. Á stórum opnum gangi eru bekkir og þar sitja nemarnir. Hópar nem- enda eigna sér bekki og halda þeim oft öll árin í skólanum. Bekkirnir eru útkrotaðir og skornir. En þannig eiga þeir að vera, það má ekki útmá öll merki. Þetta er kúltúr. Á einum bekk sitja nokkrir strák- ar á fyrsta ári og ræða málin. Þeir taka sér stöðu upp á bekk þegar ljós- myndari vill mynda þá. Við gluggann sitja þrjú og bíða eftir næsta tíma. Maja er á listdansbraut og Ragnhild- ur og Björn eru á félagsfræðibraut. Í Norðurkjallara er afslappaðri stemning. Þar er spiluð tónlist, í hátalaranum ómar pönk, búið er að líma svart fyrir glugga og fjöldi sófa á svæðinu sem nemendur sitja eða liggja í. Nokkrir liggja hreinlega steinsofandi í sófanum og hrjóta. Einn rankar við sér þegar blaða- maður spyr nokkra nemend- ur á hvaða ári og hvaða braut þeir eru á. „Ég hef ekki hugmynd um hvaða braut ég er á,“ segir hann úr svefnrofunum og uppsker mikil hlátrasköll. Menntaskólinn við Hamrahlíð Bekkjakúltúr og hrotur í sófa Júlíana Sveinsdóttir Menntaskólinn í Reykjavík „Ég er bæði í bol og buxum frá Zöru.“ Sigmar Ómarsson Menntaskólinn í Reykjavík „Ég er ekki alveg viss um skyrtuna, held hún sé frá Jack & Jones.“ Hrotur í sófa Pönk á fóninum og notaleg stemning í Norðurkjallar- anum. Aðeins að viðra sig Einn nemandinn vildi fremur sitja í gluggan- um en við skólaborð. Friðgeir Ingi Jónsson Menntaskólinn við Hamrahlíð „Peysa úr American Apparel og H&M-bolur.“ Kristján Steinn Kristjánsson Menntaskólinn við Hamrahlíð „Skyrta úr Spútnik og svo er ég í 15 ára gömlum bol af bróður mínum.“ Brynjar Ingólfsson Menntaskólinn við Hamrahlíð „Skyrtan er úr H&M, bolurinn úr Smash. Svo er ég í Cheap monday-buxum úr Kron Kron.“ Sigmundur Páll Menntaskólinn við Hamrahlíð „Ég held að ég sé í öllu frá Jack & Jones.“ Maríanna Rún Kristjánsdóttir Fjölbrautaskólinn við Ármúla „Ég held að ég sé hreinlega í alklæðnaði frá HM en skórnir eru frá Benidorm.“ Karen Guðjónsdóttir Fjölbrautaskólinn við Ármúla Skór: Top Shop Buxur: Victorias Secret Úlpa: 66 gráður norður Slakað á Marmar- inn fægður og sófarnir þægilegir í Verzlunarskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.