Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 38
38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 23.–25. september 2011 Helgarblað G uðni fæddist í Teigi í Fljóts- hlíð og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1944–45 og við Samvinnu- skólann í Reykjavík 1947–49. Hann flutti á Hvolsvöll 1950 og hefur átt þar heima síðan. Guðni stundaði afgreiðslu- og skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Rang- æinga á Hvolsvelli 1950–53, var gjaldkeri og fulltrúi kaupfélagsstjóra 1954–64, tryggingafulltrúi fyrir Sam- vinnutryggingar 1964–89 og var svæðisstjóri Vátryggingafélags Ís- lands á Hvolsvelli 1989–97. Þá hefur hann stundað fjárbúskap í frístund- um. Guðni sat um skeið í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Rangár- vallasýslu og var formaður Fjárrækt- arfélagsins Hnýfils 1966–70. Fjölskylda Eiginkona Guðna er Svanlaug Krist- jana Sigurjónsdóttir, f. 4.7. 1937, fyrrv. tryggingafulltrúi við sýslu- mannsembættið á Hvolsvelli. Hún er dóttir Sigurjóns Sigurðssonar, bónda á Mið-Skála undir Vestur-Eyjafjöll- um, síðar í Reykjavík, og Ragnhildar Ólafsdóttur húsfreyju. Fósturforeldrar Svanlaugar Krist- jönu: Kristján Þóroddur Ólafsson og Arnlaug Samúelsdóttir, á Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöllum. Börn Guðna og Svanlaugar Krist- jönu eru Örn Guðnason, f. 1.8. 1958, viðskiptafræðingur og teiknari, bú- settur á Selfossi, kona hans er Þórey Eyþórsdóttir og eru börn þeirra Ey- þór, f. 29.11. 1995, og Svanlaug, f. 30.11. 2000; Margrét Björg Guðna- dóttir, f. 20.2. 1967, viðskiptafræð- ingur, búsett í Reykjavík en maður hennar er Emil Björn Héðinsson kerfisfræðingur og eru börn þeirra Arna Rut, f. 11.10. 1993, Guðni Snær, f. 4.7. 1997 og Tinna Rún, f. 27.7. 2006. Systkini Guðna: Albert, f. 25.9. 1926, d. 26.12. 1998, kennari á Skóg- um undir Austur-Eyjafjöllum; Ágúst, f. 31.8. 1927, fyrrv. bóndi og skrif- stofumaður á Selfossi; Sigrún, f. 1.7. 1930, húsmóðir á Hvolsvelli; Árni, f. 2.4. 1932, d. 6.12. 2009, bóndi í Teigi II í Fljótshlíð; Jens, f. 19.5. 1942, bóndi í Teigi I í Fljótshlíð. Foreldrar Guðna voru Jóhann Guðmundur Jensson, f. 10.2. 1895, d. 14.11. 1978, bóndi í Teigi í Fljóts- hlíð, og k.h., Margrét Albertsdóttir, f. 15.12. 1900, d. 21.3. 1989, húsfreyja. Ætt Jóhann var sonur Jens, b. á Torfastöð- um og í Árnagerði í Fljótshlíð Guðna- sonar, b. á Torfastöðum Jónssonar, b. á Sauðtúni Eyvindssonar, en langafi Jóns var Eyvindur duggusmiður er smíðaði einna fyrstur haffæra duggu á seinni öldum. Móðir Guðna var Guðrún, dóttir Árna Guðnasonar frá Húsum og Vilborgar Gunnars- dóttur frá Valstrýtu. Móðir Jens var Kristín Jensdóttir, b. í Deild Jensson- ar, b. í Deild Jenssonar. Móðir Jens yngra var Guðbjörg Guðmundsdótt- ir. Móðir Kristínar var Margrét Jóns- dóttir, b. á Valstrýtu Egilssonar og Kristínar Ólafsdóttur. Móðir Jóhanns var Sigrún Sigurð- ardóttir, b. á Torfastöðum Ólafsson- ar, b. á Kvoslæk í Fljótshlíð Arnbjarn- arsonar, b. þar Eyjólfssonar. Móðir Sigrúnar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Múlakoti í Fljótshlíð Árnasonar og Þórunnar, ljósmóður Þorsteinsdótt- ur, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýrdal Eyjólfssonar. Móðir Þórunn- ar var Karítas Jónsdóttir frá Reynis- stað. Margrét var dóttir Alberts, b. á Teigi Eyvindssonar, b. á Skipagerði í Landeyjum Þorsteinssonar, sem kominn var í fjórða lið af Fjalla-Ey- vindi, og Arnbjargar Andrésdóttur, b. á Hemlu í Landeyjum Andréssonar, b. á Syðra-Hóli Sighvatssonar. Móð- ir Arnbjargar var Guðrún Guðlaugs- dóttir, b. í Hemlu Bergþórssonar og Margrétar Árnadóttur. Móðir Margrétar var Salvör Tóm- asdóttir, b. á Arnarhóli í Landeyjum Jónssonar, b. á Heylæk í Fljótshlíð Tómassonar, b. á Teigi í Fljótshlíð Jónssonar, dóttursonar Þorbjarg- ar, systur Jóns Þorlákssonar, pr. og skálds á Bægisá. E inar fæddist í Garði á Þórs- höfn og ólst upp á Þórshöfn. Hann stundaði fiskvinnslu í fimmtán ár, fyrst á Þórshöfn og síðan hjá Ísbirninum í Reykjavík. Þá stundaði hann vinnu við hafnargerð á Þórshöfn og var þar í byggingarvinnu. Einar stundaði sjómennsku um árabil á ýmsum bátum, m.a. frá Reykjavík, Sandgerði, Keflavík og Neskaupstað, og var á togara frá Pat- reksfirði í hálft annað ár. Hann kom í land 1979, vann hjá Ísbirninum, síðan hjá Furuhúsinu við húsgagnasmíði og loks hjá Vélsmiðjunni Járnverki og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Fjölskylda Einar hóf sambúð 1979 með Þor- björgu Ottós- dóttur, f. 23.7. 1924, en hún lést 10.6. 1991. Sambýliskona Einars er Guð- munda Ágústs- dóttir, f. 9.8. 1929, húsmóðir. Dóttur- og uppeldissonur Guðmundu er Jakob Ævar Þórðarson, f. 23.1. 1992. Systir Einars var Elín Guð- mundsdóttir, f. 16.5. 1943, d. 29.2. 1944. Foreldrar Einars voru Guðmund- ur Guðmundsson, f. 18.8. 1916, d. 12.1. 1971, frá Fagranesi á Langa- nesi, rafvirki og rafveitustjóri á Þórs- höfn, og Þuríður Þorvaldsdóttir, f. 28.8. 1922, d. 5.4. 1944, frá Skálum í Sauðaneshreppi, húsmóðir. Þ órsteinn fæddist á Akur- eyri en ólst upp á Siglufirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1971, embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1978 og lauk viðskipta- og rekstrarnámi við Háskóla Íslands 1991. Þórsteinn var lögreglumaður á sumrin 1972–75, var línumælinga- maður hjá Landsvirkjun yfir sumar- tímann 1975–78 og samningamaður hjá Landsvirkjun. Þórsteinn vígðist til Miklabæj- arprestakalls í Skagafjarðarpróf- astsdæmi haustið 1978 og var þar sóknarprestur, bóndi og kennari til haustsins 1984 en fékk þá ársleyfi frá störfum. Hann sagði síðan starfinu lausu frá og með fardögum 1985. Þórsteinn var deildarstjóri við- skiptadeildar Rafmagnsveitu Reykja- víkur frá haustinu 1984 til ársloka 1994 og var jafnframt prestur Óháða safnaðarins frá haustinu 1985 til far- daga 1995. Hann tók við starfi for- stjóra Kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastsdæma í ársbyrjun 1995 og hefur gegnt því starfi síðan. Þórsteinn var sveitarstjórnar- maður í Akrahreppi í Skagafirði 1980–82, kennari við grunnskóla í Skagafirði 1978–84, er formaður Kirkjugarðasambands Íslands frá stofnun 1995, formaður In Memori- am ehf. (söfnun legstaðsskráa) frá 2000, situr í siðanefnd ICF (Inter- national Cremation Federation) og situr í stjórn NFKK, Kirkjugarða- og bálstofusambands Norðurlanda. Fjölskylda Þórsteinn kvæntist 15.8. 1971 Elsu Guðmundsdóttur, f. 25.4. 1951, bankaritara. Hún er dóttir Guð- mundar Óla Þorlákssonar, f. 21.6. 1928, d. 29.11. 1977, sjúkrahúsráðs- manns og tónlistarmanns á Siglu- firði, og Svanhildar Ólafar Eggerts- dóttur, f. 28.8. 1931, d. 21.3. 2009, húsmóður á Siglufirði. Börn Þórsteins og Elsu eru Svan- hildur Ólöf Þórsteinsdóttir, f. 8.10. 1969, kennari og markaðsfulltrúi hjá Stöð 2, en maður hennar er Gestur Hreinsson stjórnmálafræð- ingur og eiga þau Guðrúnu Jónu, f. 1997, og Hlyn, f. 2003, en Svanhild- ur átti áður Þórstein, f. 1988; Herdís Þórsteinsdóttir, f. 16.6. 1974, kenn- ari við Ísaksskóla, en maður hennar er Sturlaugur Þór Halldórsson iðn- rekstrarfræðingur og eru börn þeirra Elsa Björg, f. 2003, og Bríet, f. 2005, en fyrir átti Herdís Árna Snæ, f. 1996, og Sturlaugur átti fyrir Bjarka Ragn- ar, f. 1998; Guðný Þórsteinsdóttir, f. 4.3. 1980, stjórnmálafræðingur, gift Páli Guðbrandssyni sálfræðingi en sonur þeirra er Sindri, f. 2008; Valý Ágústa Þórsteinsdóttir, f. 15.12. 1983, nemi við Háskóla Íslands en unnusti hennar er Ingimar Guðmundsson forritari. Systkini Þórsteins eru Guð- rún Ragnarsdóttir, f. 12.9. 1950, þjóðfélagsfræðingur hjá Félags- þjónustu Reykjavíkurborgar, búsett í Reykjavík; Vallý Helga Ragnars- dóttir, f. 28.8. 1953, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir, búsett í Reykja- vík; Lárus Ragnarsson, f. 30.10. 1954, heimilislæknir, búsettur í Reykjavík; Ragnheiður Jensína Ragnarsdótt- ir, f. 5.4. 1956, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík; Halldóra Anna, f. 16.9. 1964, starfsmaður hjá ljósrit- unarstofunni Samskiptum, búsett í Reykjavík. Foreldrar Þórsteins: Ragnar Fjalar Lárusson, f. 15.6. 1927, d. 26.6. 2005, sóknarprestur og prófastur í Hall- grímskirkju í Reykjavík, og k.h., Her- dís Helgadóttir, f. 10.7. 1928, hús- móðir. Ætt Ragnar Fjalar var hálfbróðir Stef- áns Lárussonar, pr. í Odda. Ragnar Fjalar var sonur Lárusar, pr. í Mikla- bæ í Skagafirði, bróður Guðrúnar Elísabetar, móður Sigurðar Pálsson- ar, skálds og rithöfundar. Lárus var sonur Arnórs, pr. á Hesti í Borgar- firði, bróður Þórarins B. Þorláksson- ar, fyrsta lærða listmálarans hér á landi. Annar bróðir Arnórs var Þor- lákur, faðir Jóns, forsætisráðherra, borgarstjóra og fyrsta formanns Sjálfstæðisflokksins. Systir Arnórs var Björg, fyrsti íslenski kvendokt- orinn. Arnór var sonur Þorláks, pr. á Undirfelli í Vatnsdal Stefánssonar, b. á Sólheimum í Blönduhlíð Stefáns- sonar. Móðir Arnórs var Sigurbjörg, systir Guðrúnar, ömmu Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins, og Ólafs Björnssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, afa Ólafs B. Thors, fyrrv. framkvæmdastjóra Sjóvár. Önnur systir Sigurbjargar var Þórunn, langamma Jóhanns Haf- stein forsætisráðherra, föður Péturs, sagnfræðings og fyrrv. hæstaréttar- dómara. Sigurbjörg var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi Péturssonar, og Elísabetar Björnsdóttur, pr. í Ból- staðarhlíð Jónssonar. Móðir Lárusar var Guðrún Elísa- bet, systir Stefáns, pr. á Staðar- hrauni. Guðrún Elísabet var dóttir Jóns, b. í Neðra-Nesi í Stafholtstung- um Stefánssonar, prófasts í Stafholti, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Önnur systir Stef- áns í Stafholti var Sigríður, móðir Kristínar, langömmu Matthíasar Jo- hannessens, skálds og fyrrv. Morg- unblaðsritstjóra. Hálfsystir Stefáns var Rannveig, langamma Þórunn- ar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrv. menntamálaráðherra, föður Þor- steins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds hagfræðipró- fessors. Stefán var sonur Þorvalds, prófasts í Holti Böðvarssonar, pr. í Holtaþingum Presta-Högnasonar, pr. á Breiðabólstað í Fljótshlíð Sig- urðssonar. Móðir Guðrúnar Elísa- betar var Marta Stephensen, syst- ir Hans Stephensens, afa Þorsteins Ö. Stephensens leikara og langafa Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra. Systir Mörtu var Sigríð- ur, amma Helga Hálfdánarsonar þýðanda og langamma Hannes- ar Péturssonar skálds. Marta var dóttir Stefáns Stephensens, pr. á Reynivöllum Stefánssonar Steph- ensens, amtmanns á Hvítárvöllum Ólafssonar, ættföður Stephensens- ættar Stefánssonar. Móðir Ragnars var Jensína Björnsdóttir, prófasts í Miklabæ Jónssonar, b. í Broddanesi Magnús- sonar, b. á Gestsstöðum í Tungusveit Illugasonar. Móðir Björns í Miklabæ var Guðbjörg Björnsdóttir, b. á Stóra- Fjarðarhorni í Kollafirði Guðmunds- sonar. Móðir Jensínu var Guðfinna Jens- dóttir, b. á Innri-Veðrará í Önundar- firði Jónssonar. Herdís er dóttir Helga, kennara á Akureyri Ólafssonar, sjómanns á Sauðárkróki Jóhannssonar. Móðir Helga var Guðlaug Guðnadóttir. Móðir Herdísar er Valý Ágústsdótt- ir, bryta í Reykjavík Benediktsson- ar, og Halldóru Halldórsdóttur. K olbrún fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Breið- holtinu. Hún var í Breið- holtsskóla og Seljaskóla, stundaði nám við Versl- unarskólann og lauk þaðan stúd- entsprófi 2001, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, stundaði rekstrar- og viðskiptanám við Háskólann á Bif- röst árið 2008 og er nú að ljúka námi í uppeldis- og menntunar- fræði við Menntavísindasvið Há- skóla Íslands. Kolbrún starfaði hjá símafyrir- tækinu Tali á árunum 2005–2008 og starfaði síðan hjá Skýrr í eitt ár áður en hún hóf háskólanám. Fjölskylda Eiginmaður Kolbrúnar er Vésteinn Stefánsson, f. 15.2. 1981, rafvirki og nemi við Háskólann í Reykjavík. Sonur Kolbrúnar frá því áður er Sölvi Snær, f. 14.4. 2000. Dóttir Kolbrúnar og Vésteins er Jökla Dís, f. 8.5. 2009. Hálfsystur Kolbrúnar eru Alex- andra Jónasdóttir, f. 13.3. 1993, af- greiðslukona; Gabríella Rós Jónas- dóttir, f. 15.8. 1998, grunnskólanemi; Andrea Ósk Harradóttir, f. 2.11. 2004. Foreldrar Kolbrúnar eru Jónas Jóhannesson, f. 6.7. 1957, leigubif- reiðastjóri í Reykjavík, og Auður Kol- beinsdóttir, f. 8.6. 1960, umsjónar- maður við sumarhús á Flúðum. Þórsteinn Ragnarsson Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma Kolbrún Hanna Jónasdóttir Nemi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands Guðni Jóhannsson Fyrrv. svæðisstjóri VÍS á Hvolsvelli Einar Guðmundsson Verkamaður 85 ára á sunnudag 70 ára á sunnudag 60 ára á sunnudag 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.