Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 22
mánudagur 1. september 200822 Sport ArsenAl sAnnfærAndi arsenal sýndi á sér sparihliðarnar gegn newcastle á laugardaginn þar sem það lagði newcastle auðveldlega, 3-0. robin Van persie skoraði tvisvar og brasilíski tán- ingurinn denilson eitt. arsenal tapaði síðasta leik gegn Fulham og lýst arsene Wenger stjóri liðsins yfir mikilli óánægju með liðið eftir þann leik. Leik- mennirnir svöruðu heldur betur kallinu og átti newcastle aldrei möguleika gegn léttleikandi ars- enal-mönnum á emirates-leikvanginum. ÚRSLIT Enska úrvalsdEildin Bolton - WBA 0–0 Everton - Portsmouth 0–3 0-1 Jermaine Defoe (12.), 0-2 Glen Johnson (40.), 0-3 Jermaine Defoe (69.). Hull - Wigan 0–5 0-1 Sam Ricketts (‘5, sjálfsmark.), 0-2 Luis Valencia (12.), 0-3 Zaki (63.), 0-4 Emile Heskey (68.), 0-5 Zaki (81.). Middlesbrough - Stoke 2–1 1-0 Afonso Alves (.37),1-1 Justin Hoyte (71, sjálfsmark.), 2-1 Tuncay Sanli (85.). West Ham - Blackburn 4–1 1-0 Calum Davenport (12.), 1-1 Christopher Samba (‘20, sjálfsmark.), 1-2 Jason Roberts (22.), 2-2 Craig Bellamy (90.+2), 3-2 Carlton Cole (90.+4). Arsenal - Newcastle 3–0 1-0 Robin van Persie (18, víti.), 2-0 Robin van Persie (41.), 3-0 Denilson (59.). Chelsea - Tottenham 4–1 1-0 Juliano Belletti (27.), 1-1 Darren Bent (45.). Sunderland - Man. City 0–3 0-1 Stephen Ireland (45.+2), 0-2 Shaun Wright- Phillips (51.), 0-3 Shaun Wright Phillips (58.). Aston Villa - Liverpool 0–0 stAðAn lið l U J t M st 1. Chelsea 3 2 1 0 6:1 7 2. Liverpool 3 2 1 0 3:1 7 3. man City 3 2 0 1 8:4 6 4. arsenal 3 2 0 1 4:1 6 5. West H 3 2 0 1 6:5 6 6. m.boro 3 2 0 1 5:4 6 7. aston V. 3 1 1 1 6:5 4 8. bolton 3 1 1 1 3:2 4 9. man. utd 2 1 1 0 2:1 4 10. blackb. 3 1 1 1 5:7 4 11. newca. 3 1 1 1 2:4 4 12. Hull 3 1 1 1 3:7 4 13. Wigan 3 1 0 2 6:3 3 14. Fulham 2 1 0 1 2:2 3 15. stoke 3 1 0 2 5:7 3 16. portmth 3 1 0 2 3:5 3 17. everton 3 1 0 2 4:7 3 18. sunderl. 3 1 0 2 2:5 3 19. tottenh. 3 0 1 2 3:5 1 20. Wba 3 0 1 2 1:3 1 championship-dEildin Watford - Ipswich 2–1 Úlfarnir - Nottingham Forrest 5–1 Barnsley - Derby 2–0 Swansea - Sheffield Wednesday 1–1 Sheffield United - Cardiff 0–0 Reading - Crystal Palace 4–2 Preston - Charlton 2–1 Norwich - Birmingham 1–1 Doncaster - Coventry 1–0 Burnley - Plymouth 0–0 Bristol City - QPR 1–1 Southampton - Blackpool 0–1 stAðAn lið l U J t M st 1. Wolves 4 3 1 0 13:4 10 2. preston 4 3 1 0 7:3 10 3. birmingh. 4 3 1 0 6:2 10 4. bristol C. 4 2 2 0 6:2 8 5. sheff. u. 4 2 1 1 6:2 7 6. reading 4 2 1 1 8:6 7 7. swansea 4 2 1 1 5:4 7 8. Watford 4 2 1 1 5:4 7 9. Q.p.r. 4 2 1 1 5:5 7 10. donc. 4 2 1 1 3:3 7 11. Charlton 4 2 0 2 7:5 6 12. Cardiff 4 1 3 0 5:4 6 13. Coventr. 4 2 0 2 4:5 6 14. sheff. W. 4 1 2 1 7:7 5 15. blackp. 4 1 1 2 3:5 4 16. nott. F. 4 1 1 2 5:10 4 17. Ipswich 4 1 0 3 5:6 3 18. barnsley 4 1 0 3 4:6 3 19. norwich 4 0 3 1 4:6 3 20. southa 4 1 0 3 3:5 3 21. plymth 4 0 2 2 2:5 2 22. C. palace 4 0 2 2 2:6 2 23. burnley 4 0 2 2 1:7 2 24. derby 4 0 1 3 1:5 1 frábær endUrkoMA shaun Wright-phillips kom aftur með látum í sitt gamla lið, manchester City, en hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins á sunder- land í gær. ekkert virðist ganga hjá roy Keane hjá sunderland en sama hversu marga hann kaupir þá virðist liðið engu betra. City-menn voru mun betri í leiknum í gær og áttu sigurinn fyllilega verðskuldað- an. Wright-phillips átti stórleik og greinilegt að hon- um líður vel í City-búningnum sem hann er kominn aftur í eftir tveggja ára dvöl hjá Chelsea. Chelsea heldur áfram að vera taplaust á Stamford Bridge eða Brúnni eins og heimavöllur þess er kallaður. Það fékk þó aðeins eitt stig þegar nágrannarnir frá Norður-Lundúnum, Tottenham, komu í heimsókn í vestrið. Chel- sea vann fyrstu tvo leiki sína und- ir stjórn Luis Scolari og ætti með réttu að vera með hundrað pró- sent árangur en Tottenham vann vel fyrir stiginu sínu í gær. Tottenham kom inn í leikinn með tvo tapleiki á bakinu og hinn eilífa Berbatov-draug svífandi yfir sér. Búlgarinn hefur verið þrálát- lega orðaður við Manchester Un- ited og var ekki í leikmannahópi liðsins annan leikinn í röð. Auk þess hefur Tottenham ekki sigrað á Brúnni síðan 1990. Gamla goð- sögnin Gary Lineker skoraði þá sigurmarkið fyrir Tottenham. nóg að gera hjá Gomes Nýji brasilíski markvörður Tot- tenham, Gomes, hafði í nógu að snúast. Hann lét næstum grípa sig í varðhelgi þegar Frank Lamp- ard gerði heiðarlega tilraun til að vippa yfir hann af löngu færi en Gomes náði að bjarga andlit- inu með því að slá boltann stór- kostlega yfir markið. Stuttu síðar átti Michael Essien svo fast skot í slána að hún færðist til og markið kom upp úr því Juliano Belletti skoraði með lúmsku skoti á nærstöng eft- ir horn en markið var ansi ódýrt fyrir Tottenham sem barðist svo vel í leiknum. Gestirnir svöruðu kallinu strax í næstu sókn þegar annar nýliði, Mexíkóinn Giovani Dos Santos lagði upp gott færi fyrir Darren Bent en skot 17 millj- ón punda framherjans fór í varn- armann og framhjá. Það var þó sá síðarnefndi sem nýtti sér varnar- mistök Chelsea á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og skoraði jöfnun- armarkið. færin í fyrri hálfleik Tottenham varðist vel í seinni hálfleik og gerði Chelsea mest- an usla í þeim fyrri. Ashley Cole átti gott skot sem fór rétt fram- hjá en annars hélt vörn Totten- ham aftur af Chelsea-liðinu sem sótti stíft. Juande Ramos var ekk- ert að blekkja sjálfan sig og skipti ört inn mönnum sem gátu varist og landaði á endanum góðu stigi gegn Chelsea á útivelli. „Eftir tvö töp var aðalatriðið að ná í stig,“ sagði Gus Poyet, aðstoð- armaður Juande Ramos, sem ekki enn mætir í viðtöl vegna slakrar enskukunnáttu. „Strákarnir í lið- inu sjá nú að ef við leggjumst allir á eitt getum við spilað eins og við gerðum í dag.“ Jafntefli fín úrslit „Ég sagði við leikmennina að jafntefli væri fín úrslit en við þurfum að spila boltanum betur,“ sagði sprelligosinn Luis Scolari, stjóri Chelea, eftir leik. „Jafntefli er eðlileg úrslit því við fengum betri færi og nýttum ekki síðasta skotið okkar. Við verðum að virða gæðin sem Tottenham hefur. Það setti átta til níu menn fyrir aftan boltann og það var virkilega erfitt að brjóta þá niður,“ sagði Scolari. tÓMAs ÞÓr ÞÓrðArson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Tottenham náði jafntefli við Chelsea á Brúnni í gær. Chelsea var mun betra liðið í leikn- um og getur nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki fengið meira út úr honum. Ekk- ert lið er því með hundrað prósent árangur þegar aðeins þrjár umferðir eru búnar. VARNARMÚR TOTTENHAM HÉLT sástu markið? belletti hljóp strax til scolaris eftir að hann kom Chelsea í 1-0. á fullri ferð Juliano belletti leggur sig allan í að tækla Luka modric en michael essien tekur lífinu með ró. Liverpool hefði með sigri á Ast- on Villa í gær getað skotið sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar en þurfti að fara heim með aðeins eitt stig í far- teskinu frá velli sem því hefur gengið mjög vel á síðustu ár. Mikið var rætt og ritað um för Gareths Barry frá Villa til Liverpool sem svo ekkert varð úr og heilsuðust stjórarnir, Martin O‘Neill og Rafael Benitez, kurteislega fyrir leik. Má segja að málið hafi verið út- kljáð þar þó enginn viti hvað janúar- mánuður mun bera í skauti sér. Sóknarleikur Liverpool var hug- myndasnauður enda engan Steven Gerrard að finna í liðinu. Því mátti það illa við að missa Fernando Tor- res út af í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Robbie Keane fékk þó dauðafæri í seinni hálfleik en skaut framhjá. John Carew fékk besta færi Aston Villa í leiknum en Pepe Reina kom Liver- pool til bjargar og sanngjarnt marka- laust jafntefli niðurstaðan. „Liverpool spilaði fast,“ sagði Mart- in O‘Neill, stjóri Aston Villa eftir leik- inn. „Þegar litið er á leikinn er jafn- tefli líklega sanngjörnustu úrslitin. Við erum meira í því að skora mörk þannig mér finnst mjög jákvætt að við héldum hreinu í leiknum,“ sagði O‘Neill. Benitez tók í sama streng. „Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin færi en í seinni hálfleik fannst mér við byrja betur. Síðasta korterið pressuðum við mikið en hvort liðið sem var hefði get- að unnið þennan leik,“ sagði Benitez eftir leikinn. tomas@dv.is Liverpool mistókst að koma sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar: HUGMYNDASNAUTT Á VILLA PARK slæmt Liverpool mátti ekki við því að missa torres meiddan af velli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.