Húnavaka - 01.05.2011, Page 159
H Ú N A V A K A 157
Mannalát 2010
Guðmundur Bergmann Magnússon,
Vindhæli
Fæddur 24. júlí 1919 – Dáinn 3. janúar 2010
Guðmundur var fæddur að Dvergasteini á Skagaströnd. Foreldrar hans voru
Guðrún Einarsdóttir, 1879-1971, frá Hafursstaðarkoti í Vindhælishreppi og
Magnús Steingrímsson, 1881-1951, frá Njálsstöðum í Vindhælishreppi.
Guðrún og Magnús eignuðust sex börn, elstur er Steingrímur Bergmann,
1908-1975, María Karólína, 1909-2005, Sigurður Bergmann, 1910-1997,
Guðmann Einar, 1913-2000. Þá Guðmundur Bergmann. Yngstur er Páll
Valdimar, f. 1921-2011.
Bernsku- og uppvaxtarár sín átti Guðmundur með foreldrum og systkinum
í Vindhælishreppi. Þar bjuggju þau á nokkrum
bæjum en lengst af bjuggu þau á Bergsstöðum,
síðan Þverá og þá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Á
Sæunnarstöðum hóf hann búskap með foreldrum
sínum og bræðrum og bjuggu þau þar til ársins
1944 er þau festa kaup á jörðinni Vindhæli á
Skagaströnd.
Það sama ár flutti fjölskyldan þangað, þar var
hans starfsvettvangur og bjó Guðmundur þar í
félagi með bræðrum sínum, Guðmanni og Páli, til
ársins 1997.
Á Vindhæli lögðu þeir Guðmundur og bræður
hans stund á sauðfjárbúskap. Fyrst voru þeir með
kýr en hættu kúabúskap upp úr 1970 og fjölguðu
þess í stað sauðfénu.
Guðmundur var vel að sér í sauðfjármörkum og var það eitt hans
áhugamála. Árum saman fór hann í útréttir á haustin yfir Skagaheiði í
Skagafjörðinn að sækja þangað fé fyrir sveitunga sína. Heiðursskjal Fjall-
skilasjóðs Enghlíðinga og Vindhælinga fékk hann vegna fjárleita og fyrirgreiðslu
óskilafjár.