Húnavaka - 01.05.2011, Page 230
H Ú N A V A K A 228
Bæði kortið og diskurinn eru einnig
gefin út með enskum texta.
Heimasíða félagsins er www.
vatnsdalur.is og þar má fá nánari
upplýsingar um félagið sem og
sögukortið og hljómdiskinn.
Verið velkomin á söguslóð í Vatns-
dal.
Jón Gíslason.
HEILBRIGÐIS-
STOFNUNIN
BLÖNDUÓSI.
Fjárlög og niðurskurður.
Á haustdögum 2009 kom í ljós,
þeg ar fjárlög fyrir árið 2010 voru lögð
fram, að enn væri gerð mikil hagræð-
ingarkrafa til HSB. Ljóst var einnig að
þær aðgerðir sem grípa þyrfti til yrðu
harðar og sársaukafullar og hefðu
áhrif víða í starfseminni enda þær
upp hæðir sem rætt væru um af þeirri
stærðargráðu að annað væri óum-
flýjanlegt.
Laun eru afgerandi stærð í rekstri
heilbrigðisstofnunar eða um 80% og
ljóst að niðurskurður myndi óhjá-
kvæmi lega bitna á starfsfólki á einn
eða annan hátt. Við þær breytingar
sem ráðist var í var reynt að verja
störf en verkefnið var flókið og erfitt.
Framlag til stofnunarinnar var
lækkað um 45,1 millj. kr. (10,5%) á
árinu, auk þess sem lokað var einu
dvalardeildarrými þannig að sparn-
aðar krafan var rúm 11%. Lækkunin
skiptist að öðru leyti með eftirfarandi
hætti:
Heilsugæslusvið 2,5 millj. kr. (2,2%).
Gert er ráð fyrir rekstrarhagræðingu
með aukinni samvinnu stofnana á
Norðurlandi.
Sjúkrasvið 11,7 millj. kr. (12,5%). 3,5
millj. kr. vegna rekstrarhagræðingar
með aukinni samvinnu stofnana á
Norðurlandi og 9 millj. kr. vegna
leiðréttingar fjárheimildar. Reiknilík-
an sem stuðst er við þegar fjárheimildir
til stofnana eru ákvarðaðar sýnir að
framlög til Heilbrigðisstofnunarinnar
Blönduósi eru hærri en fjárveitingar
til sambærilegra stofnana. Fjár heim-
ildir stofnunarinnar eru lækkaðar af
þeim sökum í þremur áföngum, fyrst
árið 2009.
Hjúkrunarsvið 30,9 millj. kr. (13,8%).
Reiknað er með að fækkað verði um 5
af 32 hjúkrunarrýmum á stofnuninni
sem reynslan sýnir að hafa verið van-
nýtt. Starfsmenn bráðadeildar FSA
svara símtölum utan dagvinnutíma
sem leiðir til færri útkalla lækna en
verið hefur. Minnkun starfshlutfalla í
aðhlynningu og ræstingu. Staða að-
stoðarráðsmanns lögð niður með að-
komu Fasteigna ríkissjóðs. Staða
lækna ritara (70%) lögð niður vegna
samtengingar Sögukerfis á Norður-
landi. Starfsmaður færður til í starfi.
Stjórnendum í hjúkrun fækkað úr
fimm í þrjá.
Sameining deilda og breytt vinnulag
leiðir til þess að hægt er að hagræða í
þvottahúsi (80% staða). Aksturs-
greiðslur starfsmanna aflagðar og
fastri yfirvinnu sagt upp. Starfshlutföll
minnkuð (20%) og breytt vinnulag á
skrifstofum. Starf aðstoðarmanns
sjúkra þjálfara verður lagt niður (70%)
og starfsmanni í afþreyingu og föndri
sagt upp (50%) en verkefnin flytjast á
aðra starfsmenn.
Breytingar verða gerðar á launa-
kjörum lækna. Greiðslu fyrir græna
seðla verður hætt og gæsluvakt II lögð
af. Þjálfunarlaug verður lokað þegar
kem ur að árlegu viðhaldi. Hag ræð ing
í innkaupum og aukið eftir lit með
lyfjakaupum og rannsókn um. Reynt