Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 10
10 Lögmannablaðið Hinn 1. júlí sl. var undirrituð sam- starfsyfirlýsing milli annars vegar Lögmannafélags Íslands og Lög- fræðingafélags Íslands og hins veg- ar Endurmenntunarstofnunar Há- skóla Íslands, þar sem ákveðið var að taka upp samstarf á sviði endur- menntunar fyrir lögmenn og aðra lögfræðinga. Í kjölfar undirritunar þessarar samstarfsyfirlýsingar undirbjuggu félögin og stofnunin í sameiningu þau námskeið sem auglýst voru í bæklingi Endurmenntunarstofnunar á haustmisseri 1998. Í samstarfsyfirlýsingunni er tekið fram að árangur af þessu samstarfi verði metinn í lok haustmisseris og á grundvelli þess teknar ákvarðanir um frekara samstarf. Námskeiðin yrðu ýmist haldin í salarkynnum Endurmenntunar- stofnunar eða í húsnæði L.M.F.Í. Ástæðan fyrir því að slíkt samstarf hefur verið tekið upp er fyrst og fremst sú að tryggja að lögmönnum standi ávallt til boða fjölbreytt úrval af góðum fræðslunámskeiðum. L.M.F.Í. hafði áður boðið uppá námskeið á vegum félagsins og höfðu þau verið vel sótt, en stjórn og fræðslunefnd töldu að nást mundi betri árangur ef L.M.F.Í., Lögfræðingafélagið og Endurmenntunarstofnun myndu sameina krafta sína á þessu sviði. Það er þó skýrt tekið fram af hálfu L.M.F.Í. að félagið getur að sjálfsögðu haldið sjálft sérstök nám- skeið og fræðslufundi fyrir félagsmenn sína. Á haustmisseri var boðið uppá mörg klassísk nám- skeið og má þar m.a. nefna námskeið um vitna- og að- ilaskýrslur fyrir dómi, námskeið um hlutafélagarétt, námskeið um mál skv. hjúskaparlögum og námskeið um tekjuskatt atvinnurekenda. Þá voru ný námskeið, svo sem um samningsveð og ábyrgðir, þar sem fjallað var um reynsluna af nýju samningsveðlögunum. Ef félagsmenn hafa hugmyndir um námskeið eða málaflokka, sem félagið ætti að taka upp, þá eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við fræðslunefnd- armenn eða framkvæmdastjóra félagsins. Í sambandi við fræðslumálin er rétt að geta þess að fyrir síðustu áramót var undirritað samkomulag L.M.F.Í., Lögfræðingafélags Íslands og Dómarafélags Ís- lands við Lagastofnun Háskólans um nám lögfræðinga í kjörgreinum við lagadeildina. Um þetta samstarf hef- ur áður verið fjallað á þessum vettvangi en með sam- komulaginu var lögmönnum tryggður réttur til að skrá sig í þær kjörgreinar sem boðið er uppá í fjórða hluta laganáms. Nú fer fram skráning á skrifstofu L.M.F.Í. fyr- ir vormisseri 1999. Í fræðslunefnd félagsins eiga sæti auk undirritaðs, Andri Árnason, hrl. og Benedikt Guðbjartsson, hdl. Þá hefur Benedikt Bogason, skrifstofustjóri, sótt fundi nefndarinnar frá því að samstarfið hófst við Endur- menntunarstofnun. Það er von mín að með samkomu- laginu, bæði við Lagastofnun og Endurmenntunar- stofnun, sé skotið traustari fótum undir fræðslumál lög- manna og tryggt verði að ávallt né nægjanlegt framboð af eftirsóknarverðum og gagnlegum námskeiðum fyrir lögmenn. Sigurbjörn Magnússon, hrl. formaður fræðslu- nefndar LMFÍ Sigurbjörn Magnússon, hrl. Fræðslumál í nýjan farveg LÖGMENN Löggiltar þýðingar á dómskjölum og öðrum gögnum. Dómtúlkun. Skjót og vönduð vinnubrögð. ÞÝÐINGAR OG TEXTARÁÐGJÖF Pósthússtræti 13, 2. hæð 101 Reykjavík • Sími: 562-6588 Bréfsími: 562-6551 Netfang: ellening@islandia.is • Ellen Ingvadóttir löggiltur dómtúlkur og skjalþýðandi

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.