Lögmannablaðið - 01.06.2001, Page 7

Lögmannablaðið - 01.06.2001, Page 7
Greinarhöfundur var síðastliðið haust skipaður verj-andi manns sem ákærður var fyrir að hafa, sem fram- kvæmdastjóri tiltekins fyrirtækis og ábyrgðarmaður tímarits sem fyrir- tækið gaf út, gerst sekur um áfeng- islagabrot með því að hafa birt eða látið birta áfengisauglýsingar í tímaritinu. Í málinu reyndi á skýr- ingu á ákvæðum VI. kafla áfengis- laga nr. 75/1998 og raunar ekki síður fyrirkomulag refsiábyrgðar samkvæmt lögum um prentrétt nr. 57/1956. Maðurinn var sýknaður í héraðs- dómi. Réðst sú niðurstaða fyrst og fremst af því að talið var að vafi ríkti um það hvort fremur hefði átt að beina refsikröfum að þeim sem keyptu auglýsinguna, þ.e. um- boðsaðilum veiganna á Íslandi, en útgefandanum. Vísaði héraðsdóm- ari m.a. hæstaréttardóms í þekktu máli ákæruvaldsins gegn fram- kvæmdastjóra Ölgerðar Egils Skallagrímssonar (mál nr. 415/1998) þar sem talið var að svokölluð nafngreining höfundar í skilningi prentréttarlaganna væri fyrir hendi þegar í auglýsingu kæmi fram skráð vörumerki sem klárlega mætti rekja til ákveðins aðila. Ákæruvaldið undi héraðs- dómnum. Niðurstaða héraðsdómarans er athyglisverð um skýringu á ákvæð- um prentréttarlaganna um tilhögun refsiábyrgðar vegna auglýsinga og má um það nánar vísa til dómsins sjálfs (Héraðsdómur Reykjavíkur, 27. desember 2000 í málinu nr. S- 1206/2000). Það eru þó fleiri atriði varðandi þetta mál og réttarstöð- una almennt sem hér verður beint sjónum að og vöngum velt yfir. 1. Auglýsingabann áfengislaga Bann áfengislaga virðist í fyrstu vera algjörlega afdráttarlaust. Hvers konar auglýsingar á áfengi og ein- stökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsing- um eða auglýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Ekki verður dregið í efa að til- gangur löggjafans er göfugur með þessari lagasetningu. Áfengi getur verið hræðilegur skaðvaldur. Sá sem neytir áfengis í óhófi er ekki eina fórnarlambið, fjölskylda hans og þjóðfélagið í heild skaðast af áfengisbölinu. Það er reyndar sjón- armið sem oft virðist gleymast í málflutningi þeirra sem mæla með nánast skefjalausu frelsi á sviði neyslu og sölu vímugjafa sem á engan hátt er tekið undir í þessari grein. Refsiákvæði áfengislaga vegna auglýsinga eru hins vegar að mínu mati ónothæf og úr sér gengin. Dæmi um sniðgöngu þeirra eru svo mörg og augljós að ekki þarf að eyða á það mörgum orðum. Löggjöf um takmörkun á mannrétt- indum (sem auglýsingar óneitan- lega eru í skjóli tjáningarfrelsisins) verður að byggja á traustum grun- ni og vera þannig gerð að jafnræð- is sé gætt. Virðingu fyrir lögum þverr óneitanlega almennt þegar augljóst er að hver sem vill getur með örlítilli hugkvæmni hæglega komið sér hjá því að sæta ábyrgð. Þá er ljóst að með tilkomu Inter- netsins og endurvarps erlendra sjónvarpsstöðva á Íslandi eiga áfengisauglýsingar greiða leið al- mennt að íslenskum neytendum. Íslenska ríkið hefur einkarétt á sölu áfengis til almennings í land- inu og hefur miklar tekjur af þeirri einkasölu. Varningurinn er m.ö.o. löglegur og ekki hefur verið amast við kynningu ÁTVR á eigin starf- semi sem eingöngu felst í að selja áfengi og tóbak. Niðurstaðan hér er sú að hinn móralski tvískinnungsháttur ásamt gloppóttri og tilviljanakenndri til- högun refsiábyrgðar er ekki boð- legur á sviði löggjafar. Löggjafinn verður að taka þetta mál upp frá grunni enda er öllum þeim sem vilja skilja það fullljóst að baráttan gegn áfengisbölinu á þessu nótum er löngu töpuð. Allt annað er óraunhæft hjal. 2. Jafnræði og undanþág- ur áfengislaga Í áfengislögunum er að finna und- anþágur frá banni við áfengisaug- lýsingum. Sú sem vekur mesta at- hygli í löggjafarlegu tilliti er undan- þágan um auglýsingar í erlendum prentritum sem flutt eru til lands- ins, sbr. 4. mgr. 20. gr. áfengislag- 7Lögmannablaðið Refsiákvæði áfengislaga vegna auglýsinga eru hins vegar að mínu mati ónothæf og úr sér gengin. Dæmi um sniðgöngu þeirra eru svo mörg og augljós... Jóhannes Karl Sveinsson hrl. Jóhannes Karl Sveinsson hrl. Bann við áfengisauglýsingum

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.