Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 17 ætti að ganga til uppgjörs á grundvelli fyrirliggjandi matsgerðar um örorku vátryggingartaka. Vegna greinargerð­ arinnar sendi lögmaðurinn sérfræð­ ingnum bréf þar sem hin umdeilda háttsemi kom fram. Lögmaðurinn gerði úrskurðarnefnd grein fyrir aðdraganda skrifa sinna og sagði meginefni þeirra hefðu falið í sér málefnalega gagnrýni sem hefðu ekki beinst að sérfræðingnum persónulega. Niðurstaða nefndarinnar var að sú lýsing lögmannsins í fyrra bréfi sínu til sérfræðingsins um að „...hann sé þekktur á þessu sviði sem einstakur naum­ hyggjumaður hvað varði miska og varanlega örorku fórnarlamba umferðar­ og vinnuslysa”, yrði taldar skoðanir sem lögmanninum væri frjálst að hafa um störf sérfræðingsins og yrðu því ekki tilefni beitingar agaviðurlaga. Hins vegar hafi, með staðhæfingum í bréfinu um að sérfræðingurinn komist í matsstörfum sínum fyrirfram að þeirri niðurstöðu að fórnarlömb umferðar­ og vinnuslysa hafi í frammi blekkingar, verið gengið lengra í fullyrðingum um vinnubrögð en rök hefðu staðið til. Taldi nefndin fram setningu kærða að þessu leyti aðfinnslu verða. Um önnur ummæli sem sérfræð­ ingurinn taldi beinast að sér persónu­ lega og komu fram í síðara bréfi lögmannsins til hans taldi nefndin nauðsynlegt að lesa í samhengi við aðra umfjöllun í bréfinu og því var ekki fallist á að orðfæri lögmannsins hefði sér­ staklega beinst að sérfræðingnum. Bótakrafa fyrnist í meðförum lögmanns Einstaklingur kvartaði yfir vinnu­ brögðum lögmanns vegna slysamáls sem hann hafði falið lögmanninum að reka fyrir sig. Fyrir nefndinni var upplýst að umrætt slysamál hefði ekki verið rekið á þann hátt sem lögmannalög og siðareglur lögmanna gera ráð fyrir. Lögmaðurinn hafi lítt eða ekki sinnt málinu og því hafi það fyrnst í meðförum hans. Viðurkenndi lög­ maðurinn þetta í skrifum sínum til nefndarinnar sem taldi vinnubrögðum lögmannsins ábótavant. Einnig var fundið að þeim drætti sem varð á skrifum lögmannsins til nefndarinnar. Vanræksla að svara ekki fyrirspurnum Í erindi sem barst úrskurðarnefnd var deilt um það hvort lögmaður hefði tekið að sér rekstur meiðyrðamáls fyrir kæranda. Með hliðsjón af því að engin gögn lágu fyrir nefndinni um það hvort lögmaðurinn hefði tekið að sér rekstur málsins, önnur en skrif málsaðilanna sjálfra, taldi úrskurðarnefndin ekki unnt að fullyrða að lögmaðurinn hafi tekið annað og meira að sér fyrir kæranda en að fara yfir málið fyrir hann. Kærandi í málinu taldi framkomu lögmannsins ekki hafa verið í samræmi við siðareglur lögmanna og vísaði til þess að hann hefði verði mjög dóna­ legur í síma og hvorki svarað skila­ boðum né tölvupósti. Nefndin taldi það aðfinnslu vert af hálfu lögmannsins að svara ekki fyrirspurnum kæranda sem hann hefði sent með tölvupósti. Með erindi kæranda fylgdu afrit tölvupósta hans til lögmannsins sem allir voru sendir á netfang það sem er skráð við nafn lögmannsins í félagaskrá Lög­ mannafélags Íslands. Lögmaðurinn hafi hins vegar ekki svarað þessum skila­ boðum eða brugðist við þeim með öðrum hætti. Í skýringum lögmannsins til nefndarinnar kom fram að hann hefði ekki orðið var við tölvupóstinn frá kæranda enda væri hann lítið á þeim miðum og kynni einungis að senda tölvupóst til baka. Oft kæmi mikill tölvupóstur og kvaðst lögmaðurinn þá ekki líta á hann allan enda væri hann á eftir tímanum í þessu efni. Úrskurðarnefndin taldi mega gera þá kröfu til lögmanna, sem bjóði upp á samskiptamáta í gegnum tölvupóst, að þeir lesi eða sjái til þess að tölvupóstur sem berst á netfang þeirra verði lesinn og eftir atvikum að fyrirspurnum eða öðrum erindum til þeirra verði svarað á svipaðan hátt og erindum sem berast í almennum pósti. Yfirlýst kunnáttuleysi lögmannsins í notkun tölvupósts gat ekki réttlætt það að erindum kæranda með tölvupósti var ekki svarað. Dómi ekki áfrýjað innan tilskilins frests Í desember 2008 var kveðinn upp úrskurður í máli vegna vinnubragða lögmanns fyrir störf í forsjármáli. Annars vegar var deilt um vinnubrögð lögmannsins eftir uppkvaðningu héraðsdóms í forsjármálinu og hins vegar um þóknun lögmannsins. Forsjármálinu hafði ekki verið áfrýjað til Hæstaréttar innan tilskilins áfrýjunar­ frests og snéri ágreiningur aðila að því hvort lögmanninum hafi verið falið að áfrýja dóminum. Úrskurðarnefndin taldi að gögn málsins sýndu að kærandi hafði mikinn hug á að áfrýja málinu og lögmaðurinn hefði því átt að taka af skarið um hvort hann hygðist áfrýja því fyrir kæranda innan áfrýjunarfrests en láta hann ella vita með hæfilegum fyrirvara. Lögmaðurinn viðurkenndi að sér hefði yfirsést sú breyting sem gerð hefði verið á áfrýjunarfresti með barnalögum frá árinu 2003 sem kveður á um eins mánaðar áfrýjunarfrest í stað þriggja áður. Að mati nefndarinnar var aðfinnslu vert að láta áfrýjunarfrestinn líða án þess að hafast nokkuð að. Gera verður þá kröfu að lögmaður þekki reglur um áfrýjunar­ fresti, bæði almennar reglur sem og sérreglur eins og þá sem gildir sam­ kvæmt barnalögum. Að því er varðar þóknun lögmannins í málinu þá taldi úrskurðarnefndin það hafa sam rýmst umfangi vinnunnar og væri því hæfilegt í skilningi lögmannalaga. Hægt er að lesa úrskurði úrskurðar nefndar í heild á heimasíðu LMFÍ. Ingvi Snær Einarsson hdl. tók saman.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.