Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 11
Aðsent efni Hæstiréttur taldi vátryggingafélagið bera sönnunarbyrði fyrir því að ökumaður hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við aksturinn og þrátt fyrir vísbendingu þar að lútandi hefði félaginu ekki tekist slík sönnun m.a. vegna ónógrar rannsóknar á vettvangi. aftur að dómi 100/2010 Í ljósi niðurstöðu og rökstuðnings þessara dóma Hæstaréttar gat H átt von á því að lækkunarkröfu S væri hafnað vegna þess að: 1. Sannað væri með framburði vitnis að ekki væri orsakasamhengi milli þess gáleysis H, að lyfta framdekki vélhjólsins og þess að hann missti vald á hjólinu skömmu síðar. eða 2. að tryggingafélagið bæri sönnunar byrði fyrir því að H hafi valdið slysinu með stórkostlegu gáleysi við aksturinn og sú sönnun hefði ekki tekist. ekki fór svo. nú var ekki beitt sömu lögskýringu og hefðbundnu sönnunarmati eins og í fyrrnefndum málum, ekki fundið að vöntun af teikningum á vettvangi, ónógri rannsókn slyssins, skorti á mati á orsökum slyss eða vöntun á sérfróðum meðdómsmanni um akstur vélhjóla. Hæstiréttur einfaldlega staðhæfir formálalaust að það aksturslag öku­ manns vélhjóls að lyfta framhjóli þess, láta það „prjóna“, sé eitt og sér stórkostlegt gáleysi. en hvað með lagaskilyrði um orsakasamhengi milli atviksins og slyssins, því fram kom í vitnaframburði J fyrir dómi að bæði dekk hjólsins voru á jörðinni þegar H missti á því stjórn? lausn Hæstaréttar er einföld. vitnaframburðarins er einfaldlega ekki getið í dómi réttarins og var hann þó tekinn upp orðrétt í greinargerð til réttarins og þungamiðja í málflutningi aðila. annað frávik frá fyrri dómvenju í slíkum málum er svo það nýmæli að snúa við sönnunarbyrði fyrir stórkostlegu gáleysi, leggja hana á vátryggingatakann H. og til þess þarf eins konar lögfræðilegt heljarstökk, þrefalda neitun, eitthvað sem undirritaður hefur ekki áður séð í lögfræðilegum rökstuðningi Hæstaréttar Íslands. „Áfrýjandi hefur ekki fært fram sönnun um að hann hafi ekki misst stjórn á bifhjólinu af þessari ástæðu og að slysið verði þannig ekki rakið til þessarar háttsemi.“ (Auðkennt VHV). Þessi málsástæða um sönnunarmat var ekki höfð uppi í málinu fyrr en í málflutningi fyrir Hæstarétti og strax mótmælt sem of seint fram kominni, auk efnislegra mótmæla. Hvorki er getið um málsástæðuna né mótmælin í dómi Hæstaréttar. Þegar allt þetta er virt er tæpast hægt að segja þennan hluta dómsins í málinu nr. 100/2010 vera annað en í andstöðu við fyrri niðurstöður Hæstaréttar Íslands í sambærilegum málum. Hvað segjum við lögmenn nú þegar spurt er um túlkun Hæstaréttar á hugtakinu stórkostlegt gáleysi? undirritaður ætlar að leyfa sér að beita áfram hefðbundinni túlkun en líta á þennan hluta dómsins í máli nr. 100/2010 sem slys. Laganám við Háskólann í Reykjavík miðar að því að útskrifa framúrskarandi lögfræðinga sem láta til sín taka í íslensku og alþjóðlegu samfélagi. · 3ja ára nám til BA-gráðu. · 2ja ára nám til meistaragráðu. · 3ja-4ra ára nám til doktorsgráðu. Kynntu þér metnaðarfullt og nútímalegt laganám á www.hr.is LÁTTU TIL ÞÍN TAKA! HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | www.hr.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.