Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 10
10 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 lAGADAGUrinn 2014 til eftirfylgni. mat á áhrifum krefjist nýrrar færni og þverfaglegrar nálgunar. „Lögfræðingar þurfa að fara að hugsa á þverfaglegum nótum og vinna meira með hagfræðingum,“ sagði hann og að nýtt frumvarp til laga um opinber fjármál fæli í sér þessa nýju hugsun. pallborð Að loknum framsöguerindum tóku við pallborðsumræður þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna hags- ráðherra, Katrín Jakobs dóttir, alþingis- maður, Sigrún Brynja einarsdóttir, forstöðu maður nefnda sviðs Alþingis, og Kristín Völundar dóttir, forstjóri Útlendingastofnunar tóku þátt. Bjarni sagði fjárlög ekki fullkomin en gagnleg. Hann nefndi að áhersla sé nú lögð á að lög um opinber fjármál taki einnig til sveitarfélaga og að ríki og sveitarfélög séu samstíga. Í máli Katrínar kom m.a. fram að meðferð fjárlaga á Alþingi hafi breyst mikið frá hruni. Hún telji að ef þingið upplifi skort á valdi til fjárveitinga finni það sér leið, s.s. í gegnum safnliði fjárlaga. Katrín benti einnig á þingsályktanir sem eru samþykktar án þess að nokkurt fjármagn fylgi en slíkt dragi úr ábyrgð þingsins. Sigrún Brynja fjallaði um fjárlaga- nefnd Alþingis og málsmeðferð fyrir nefndinni. Kristín ræddi um skort á samráði við fjárlagagerð og varpaði fram þeirri spurningu hvað eigi að gera þegar stofnun geti ekki rekið sig á þeim fjármunum sem úthlutað er til hennar. nokkrar umræður urðu þegar framsögumenn og gestir í pallborði svöruðu spurningum í lokin á þessari áhugaverðu málstofu. Una Björk Ómarsdóttir lögfræðingur. aðalfundur AðALFundiR LögmAnnAFéLAgS ÍSLAndS og félagsdeildar LmFÍ 2014 fóru fram miðvikudaginn 30. apríl síðastliðinn. Jónas Þór guðmundsson hrl., formaður gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og stiklaði á stóru úr starfi félagsins á liðnu starfsári. Að því loknu fylgdi ingimar ingason fram- kvæmdastjóri ársreikningum fyrir árið 2013 úr hlaði. Halli af rekstri lögbundna hluta félagsins nam kr. 1.869.916,- á móti jákvæðri afkomu félagsdeildar upp á kr. 445.388,-. niðurstaða af rekstri félagsins í heild var því neikvæð um kr. 1.424.528,-. Jónas Þór var endurkjörinn for- maður félagsins og þeir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl., og óttar Pálsson hrl., voru kjörnir í stjórn í stað guðrúnar Bjarkar Bjarnadóttur hrl., og guðrúnar Bjargar Birgisdóttur hrl. Auk þeirra sitja Jóna Björk Helgadóttir hdl. og Karl Axelsson hrl. Í varastjórn voru kjörin þau Berglind Svavarsdóttir hrl., Þórdís Bjarnadóttir hrl. og Árni Þór Þorbjörnsson hdl. gústaf Þór Tryggvason hrl., og Othar örn Petersen hrl., voru kjörnir skoðunarmenn félagsins og Þorbjörg i. Jónsdóttir, hrl., til vara. Þá voru kjörin í laganefnd félagsins næsta starfsár þau Reimar Pétursson hrl., Sigurður guðmundsson hdl., grímur Sigurðarson hrl., marta margrét ö. Rúnarsdóttir hdl., eiríkur S. Svavarsson hrl., Stefán Andrew Svensson hrl. og Hildur ýr Viðarsdóttir hdl. Kristinn Bjarnason hrl. og Helgi Birgisson hrl. voru kjörnir aðal- og varamaður í úrskurðarnefnd lögmanna frá 1. janúar 2015 að telja. Loks var á fundinum samþykkt tillaga um að bæta nýrri málsgrein við 8. gr. samþykkta félagsins, en hún felur í sér að þrátt fyrir áskilnað 7. tl. 1. mgr. 8. gr. samþykktanna, hafi stjórn félagsins heimild til að tilnefna fulltrúa félagsins ad hoc í úrskurðarnefnd lögmanna. Jóna Björk varaformaður nýkjörin stjórn hélt sinn fyrsta fund þriðjudaginn 6. maí s.l. og skipti með sér verkum. Varaformaður er Jóna Björk Helgadóttir, gjaldkeri er óttar Pálsson, ritari stjórnar er Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Karl Axelsson er meðstjórnandi en hann situr jafnframt í stjórn námsjóðs LmFÍ.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.