Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 42
Náttúrufræðingurinn 126 tegundum sem ekki þola áfok. Dreif- ing foksands er hins vegar ekki eins- leit og skipta vaxtarstaðir í örlands- lagi miklu um hvaða plöntur lifa af.6 Hér á landi er loðvíðir (Salix lanata) dæmi um áfoksþolna tegund og verður hann víða ríkjandi í gróður- þekju þar sem áfok er mikið.18,19 Sama er að segja um túnvingul (Festuca richardsonii) sem þrífst ágæt- lega í foksandi.5,20 Víðitegundirnar loðvíðir og gulvíðir (Salix phylicifolia) eru nú í auknum mæli notaðar við landgræðslu, t.d. til að endurheimta víðikjarr á örfoka landi. Áburður hefur mikið verið notaður til að græða upp gróðurlítið land en við áburðargjöf eykst gróðurþekja og grös verða ríkjandi.21,22 Miðlunarlón og möguleg áfokshætta Umræða um sandfok frá strand- svæðum miðlunarlóna varð áber- andi hér á landi í tengslum við fyrirhugað Norðlingaöldulón og Hálslón. Talsverðar rannsóknir hafa verið unnar á því sviði.2,23–29 Miðlun vatns milli árstíða veldur því að reglubundnar breytingar verða á vatnshæð lóna, einkum í jökulvötn- um sem hafa breytilegt vatnsrennsli yfir árið.30 Í jökulskotnum miðlun- arlónum nær vatnsborð hámarki seint að sumri eða á haustin og er vatnsforðanum miðlað yfir veturinn til að halda stöðugu rennsli til raf- orkuframleiðslu. Árssveiflan veldur því að fjörur standa á þurru fram eftir sumri meðan lónin fyllast smám saman á ný með auknu innstreymi vegna leysinga og bráðnunar jökla. Þekkt er að áfoksgeirar geta mynd- ast við náttúruleg vötn sem mikið set berst út í eða þar sem vatnsborð er breytilegt, svo sem Hagavatn og Sandvatn við sunnanverðan Lang- jökul og Kringlutjörn á Kasthvamms- heiði í S-Þingeyjarsýslu.9,20,31 Hér verður gerð grein fyrir niður- stöðum rannsóknar á gróðurfram- vindu í litlum áfoksgeira sem myndast hefur upp af Sandvík við Blöndulón. Markmið rannsóknar- innar var að kanna áhrif áfoks á gróður. Rannsókninni var ætlað að leiða í ljós hvort og þá hversu miklar breytingar verða á gróðurþekju og tegundasamsetningu undir mis- þykkum foksandi. Þá var einnig kannað hvort áburðargjöf geti nýst til þess að draga úr neikvæðum áhrifum áfoks á gróður með því að styrkja gróðurþekju. Rannsóknarsvæðið Blöndulón var myndað í jökulánni Blöndu árið 1991 með stíflu í efsta hluta Blöndugljúfurs á hálendisbrún- inni á Norðurlandi vestra (1. mynd). Lónstæðið er fremur grunn lægð á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, sem eru flatlend heiðalönd og hafa verið nýttar sem afréttur um aldir. Heiðalöndin eru í um 400–600 m h.y.s., meðalársúrkoma er einungis 400 mm og fellur mestmegnis í júlí– september. Meðalárshiti er 0,6°C, kaldasti mánuður ársins er febrúar (-5,6°C) og sá hlýjasti er júlí (8,6°C). Suðlægir, þurrir vindar eru algengir að sumri til og eru stormar tíðir með vindhraða 20–30 m/sek.32 Lónið var stækkað árið 1996, þegar yfirfallshæð var aukin úr 474,3 m í 478,0 m y.s., og nær flatarmál þess 57 km2 við hæsta vatnsborð. Strönd lónsins er vogskorin, einkum að norðan- og vestanverðu, en flatlend- ara er við lónið sunnanvert (1. mynd). Landslag einkennist af ávölum, jökul- sorfnum hæðum, berggrunnur er þéttur og hulinn jökulruðningi og jökulárseti.23 Jarðvegur við lónið er um 0,5–1,5 m þykkur33 og í honum eru allmörg gjóskulög. Þar ber mest á tveimur ljósum lögum frá 1. mynd. Blöndulón og dreifing foksands upp frá ströndum þess. Kortlagning fór fram umhverfis allt lónið sumarið 2007 og vorið 2008. Foksandur er sýndur sem gulir flákar á innrauðri SPOT-5 gervitunglamynd frá 6. ágúst 2006 þegar vatnsborð var í yfir- fallshæð, 478 m y.s. Heiti á víkum eru verk höfunda. [Myndin er breytt frá Olgu K. Vilmundar- dóttur o.fl. (í prentun)]2 – The Blöndulón reservoir and distri- bution of aeolian deposits along its shores, mapped in summer 2007 and in spring 2008. The deposits are shown as yellow poly- gons on an infrared SPOT-5 satel- lite image from August 6th 2006, during reservoir overflow. Names of inlets are the authors’ work. [Modified from Vilmundardóttir et al. (in print)]2 78 3-4 LOKA.indd 126 11/3/09 8:33:19 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.