Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 16

Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 16
16 Valsblaðið2012 Nú eruð þið fyrstu systkinin hjá Val að hljóta þennan eftirsóknarverða heiður að fá Lollabikarinn. Hvernig útskýrir þú Ingólfur þennan árangur? „Ég held að allan árangur megi útskýra með mikilli vinnu. Við Gunnar eigum það sameigin- legt að hafa verið stanslaust með bolta á tánum frá barnsaldri. Til þess að bæta knatttækni þarf sífellt að vera ögra sér, skjóta aðeins fastar í vegginn og reyna að taka á móti boltanum; rekja boltann hrað- ar heldur en venjulega; bæta metið sitt í að halda á lofti, og svo framvegis. Ef þú hugsar um tæknilega þætti fótboltans og æfir þig markvisst í þeim, eykur það möguleika þína á að verða betri leikmaður og þar af leiðandi að vinna til verðlauna eins og þessara,“ segir Ingólfur. Hvaða hvatningu og stuðning hafið þið fengið frá foreldrum ykkar og systkin­ um í sambandi við fótboltann? „Systk- ini mín hafa hvatt mig áfram og foreldrar veitt mér mikinn stuðning á allan hátt. Það er mjög mikilvægt að fá stuðning í öllu,“ segir Gunnar. „Stuðningurinn frá foreldrum okkar og eldri systkinum hef- ur verið til fyrirmyndar. Keyrt okkur út um allan bæ á æfingar og í leiki og fylgst með af hliðarlínunni. Það hefur þó fallið heldur meira í hendur pabba, en mamma bakkar það upp með því að elda ofan í okkur hollan og góðan mat. Það er ómet- anlegt að eiga gott bakland sem hvetur Í haust fékk Gunnar Sigurðsson leikmað- ur í 3. flokki Vals í knattspyrnu Lollabik- arinn á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar. Hann þykir ákaflega efnilegur knatt- spyrnumaður sem gæti náð langt og fyrir- mynd hans í fótbolta er Lionel Messi sem Gunnar segir að sé frábær leikmaður með rétta hugarfarið. Gunnar er yngri bróðir Ingólfs Sigurðssonar sem fékk Lollabikar- inn fyrir nokkrum árum og eru þeir bræð- ur fyrstu systkinin í Val sem hafa náð þeim árangri. Einnig lék Atli Sigurðsson eldri bróðir þeirra í yngri flokkum Vals með góðum árangri. Gunnar Sigurðsson er 15 ára og og byrjaði að æfa fótbolta 5 ára með Val og segir hann að líklegasta skýringin á því að hann hafi farið í Val vera að tveir eldri bræður hans voru að æfa fótbolta hjá Val, þ.e. Ingólfur og Atli. Af þessu tilefni tók náði Valsblaðið tali af þeim bræðrum Gunnari og Ingólfi og spurði nokkurra spurninga. Báðir höfðu þeir söguna á hreinu að séra Friðrik Frið- risson hefði stofnað Val 11. maí 1911. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig Gunnar að hafa fengið Lollabikarinn í haust? „Tilfinningin var mjög góð og ég hafði ekki búist við þessu. Þessi góða við- urkenning hvetur mig til þess að verða betri í knattspyrnu, ekki síst að æfa knatt- tækni.“ Hvenær fékkst þú Lollabikarinn Ingólfur? „Ég fékk Lollabikarinn þegar ég hafði lokið eldra ári í 5. flokki árið 2005. Aðeins tólf ára gamall. Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir hversu stór verðlaunin voru fyrr en fólk kepptist við að óska mér til hamingju. Tilfinningin var mjög góð og bikarinn hápunktur eftir- minnilegs árs hjá Gylfa og Þórði þjálfur- um. Það var fyrst og fremst gaman að upplifa það að fá viðurkenningu fyrir að standa sig vel. Á þeim tíma hafði ég aldrei upplifað slíkt. Þetta hvatti mig til dáða og efldi áhugann,“ segir Ingólfur. Hvernig tilfinning var það Ingólfur að sjá yngri bróður þinn fá Lollabikarinn í haust. Kom þér það á óvart? „Tilfinn- ingin var góð. Ég vissi að Gunnar hafði staðið sig vel og knatttækni hans vakið athygli. Það kom mér því ekkert sérstak- lega á óvart að sjá hann vinna þessi verð- laun. Hins vegar kom það Gunnari í opna skjöldu, enda hógvær með eindæmum,“ segir Ingólfur. Fyrstusystkinintil aðfáLollabikarinn Bræðurnir Gunnar og Ingólfur Sigurðssynir eru fyrstu systkinin til að hlotnast sá heiður að fá Lollabikarinn fyrir knattleikni í fótbolta Bræðurnir Ingólfur Sigurðsson (t.v.) og Gunnar Sigurðsson (t. h.) eru fyrstu systkinin í Val til að fá Lollabikarinn. Ingólfur fékk bikarinn 12 ára gamall árið 2005 en Gunnar fékk bikarinn 15 ára á uppskeruhátíðinni í haust. Stoltir bræður. Öflugir bakhjarlar Knattspyrnufélagsins Vals óska öllum Valsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári sveitarfelog@islandsbanki.is Sími 440 4000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.