Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 22

Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 22
22 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 1. Hvað heitir þú (fullu nafni)? 2. Hvar áttu heima (hvert er heimilisfang þitt)? 3. Hvað ert þú gamall/gömul? 4. Hvenær ert þú fædd/-ur (fæðingardagur og –ár)? Þessar fyrstu fjórar spurningar eru eðlilegar í venjulegu viðtali. Sumir sjúklingar eru viðkvæmir fyrir minnisspurningum og geta orðið kvíðnir þegar leitað er eftir minnisgloppum og við það getur minnið versnað enn frekar. Til að draga úr spennu getur verið gott að spyrja annarra spurninga eins og: „Er minnið eitthvað farið að bila?“ eða „Fylgist þú með tímanum?“ á undan næstu spurningu MSQ-prófsins; 5. Hvaða dagur er í dag (nafn vikudags eða mán- aðardagur)? 6. Hvaða mánuður er núna? 7. Hvaða ár er núna (rétt ártal)? 8. Hvað heitir þessi staður (húsið sem við erum í)? 9. Hvað heitir forsetinn (eða forsætisráðherr- ann) okkar? 10. Hver var á undan honum (fyrrverandi forseti eða forsætisráðherra)? Við úrlestur var talinn fjöldi réttra svara og eru nið- urstöður túlkaðar á þennan hátt; 8-10 rétt svör; ekki marktæk glöp 5-7 – – ; væg heilabilun 0-4 – – ; alvarleg heilabilun. Það var spennandi að kynnast MSQ prófinu í árdaga. Sérstaklega fannst mér áhugavert að geta greint heilabilun hjá fólki, sem gat haldið uppi eðli- legum samræðum og dulið glöpin og ekki síður að greina þá sjúklinga, sem litu út fyrir að vera með alvar- lega heilabilun en voru það alls ekki. MSQ prófið var m.a. notað í rannsóknum á sjúklingum í heimahúsum, sem voru forskoðaðir í heimilisvitjunum og á langleg- usjúklingum á almennu sjúkradeildum sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík árið 19804, 5. MSQ prófið gaf sam- bærilegar niðurstöður og MMSE prófið (Mini mental state examination) við skimun á vitglöpum og óráði meðal bráðasjúklinga á lyflækningadeild.6 Á síðari árum hefur dregið verulega úr notkun MSQ-prófsins einkum vegna tilkomu MMSE-prófs- ins7. Það próf tekur til fleiri þátta skilvitundar en MSQ- prófið og er algengasta skimunarprófið í heiminum í dag. Fyrirlögn tekur 10-15 mín. en sértæki (60-70%) og næmi (>90%) prófsins fer að nokkru eftir stigi heilabil- unar, miðað við 24/30 svörun. Vafatilfelli þurfa ítarlegri úrvinnslu. MMSE prófið er notað til að fylgjast með árangri lyfjameðferðar hjá Alzheimersjúklingum en útkoman lækkar að jafnaði um 3-4 stig á ári hjá þeim. Íslensk þýðing var fyrst staðfærð árið 1986 en síðan hafa verið gerðar á því breytingar, sem bíða stöðlunar8. Þörf er fyrir einfaldari próf í líkingu við MSQ prófið, sem taki til eðlilegra þátta í daglegu lífi fólks og sem aðstandendur gætu notað. Dæmi um slík próf eru; EMQ; Everyday memory questionnaire og SMQ; Short-memory questionnaire. Leggja ber áherslu á að öll prófin hér að ofan eru svokölluð skimpróf og ber að nota niðurstöður þeirra aðeins sem vegvísa fremur en endanlega greiningu á heilabilun. Greining heilabilunar er margþætt og oft flókin aðgerð sem innifelur sérhæfða læknisskoðun og viðtal með upplýsingaöflun frá aðstandendum, blóð- prufur, geislagreiningu og stundum nánari greiningu hjá taugasálfræðingi. Fyrir hinn almenna heilbrigðis- starfsmann getur verið gott að bregða fyrir sig einfaldri skimun með MSQ prófi einkum þar sem oft er í mörg horn að líta við klíniska skoðun aldraðs sjúklings. 1 Isaacs B, Caird FI, “Brain failure”; a contribution to the terminology of mental abnormality in old age. Age and Ageing 1976;5:241-4. 2 Wechsler D. Wechler Memory Scale. New York, The Psychological Corporation, 1972. 3 Kahn RL, Goldfarb AI, Pollack M et al. Brief objective measures for the determination of mental status in the aged, AM J Psychiatr 1960:118:241 4 Ársæll Jónsson, Þór Halldórsson. Mat á vistunarþörf aldraðra sjúkra í heimahúsum. Læknablaðið 1979;65;239-43. 5 Ársæll Jónsson, Guðjón Magnússon. Langlegusjúklingar eldri en 70 ára á almennum sjúkrahúsum og geðsjúkrahúsum í Reykjavík. (Útdr.). Læknablaðið 1981; 8:200. 6 Halldór Kolbeinsson, Ársæll Jónsson. Vitglöp og óráð meðal aldraðra bráðasjúklinga á lyflækningadeild. Læknablaðið 1991;77:141-9. 7 Folstein MF, Folstein SE, A practical method for grading the cognitive state of patients for the clinician. J Psychiatr Res 1975;12:189-98. 8 Kristinn Tómasson. Athugun á glöpum hjá öldruðum og áfengissjúk- lingum með auðveldu stöðluðu prófi borin saman við mat starfsfólks. Lækablaðið 1986;72:246-59. Snyrti og nuddstofan Laugarnesvegi 82 S: 553 1330

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.