Són - 01.01.2007, Page 122

Són - 01.01.2007, Page 122
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON122 III Örn vefengir það orðalag mitt að hann kalli það atvinnusjúkdóm menntamanna að „gefa gaum að hugmyndum“, og bendir á að á til- vitnuðum stað í Kóralforspili hafsins segi hann einungis að þeir leggi „ofuráherslu á hugmyndir í bókmenntaverkum“.14 Að vísu segir hann á sama stað að samkenni menntamanna sé „hvorki þekking, prófgráður né fræðileg vinnubrögð, heldur einfaldlega það, að þeir fást við hugmyndir, fyrst og fremst“ (undirskilið: ekki við form skáld- verka). En sé eingöngu miðað við þennan stað í bók hans má þó til sanns vegar færa að ég ýki afstöðu hans nokkuð. Ef hinsvegar er miðað við bókina í heild og þær kenningar um bókmenntasögu sem þar eru reifaðar – og það hlýt ég að gera – leyfi ég mér að fullyrða að athugasemd mín um formalisma Arnar er réttmæt; einn höfuðgalli bókarinnar, að mínum dómi að minnsta kosti, er sá að höfundur gefur ekki gaum að hugmyndum, og ber mér nú að rökstyðja það. Ég ætla að taka dæmi af skilgreiningum hans á módernisma í ljóðum. Örn útlistaði skilning sinn á módernisma í Kóralforspili hafsins 1992 og hefur ítrekað hann oft síðan. Bókin er metnaðarfullt verk, og fyrsta yfir- litsrit um módernisma í íslenskum bókmenntum, eins og segir í út- drætti á ensku í bókarlok (bls. 294). Framtakið er lofsvert þó myndin sem dregin er upp sé að vísu villandi að mínum dómi. Örn hafnar þar þeirri skoðun, sem hann segir útbreidda á Íslandi, að módernismi í ljóðlist sé sama og fríljóð og prósaljóð – sé fólginn í því einu sumsé að víkja frá brag – eða að hann einkennist af ákveðinni heimssýn, og hann setur sér það mark að skilgreina hann formlega, eins og nú verður rakið. Helstu einkenni módernisma í ljóðagerð að dómi Arnar eru ‚sundruð framsetning‘ sem hann kallar svo, og ‚órökleg ræða‘.15 Og þessi túlkun hans á hugtakinu byggist þegar nánar er að gáð á ein- faldri formgreiningu sem svo hljóðar (í minni endursögn): Módern- isminn er einn meginstraumur og fólginn í a) ósamrýmanleika milli lína/málsgreina (expressjónismi) og b) ósamrýmanleika milli orða inn- an sömu línu/setningar (súrrealismi), en af því hlýst í báðum tilvikum að samhengi verður lítt skiljanlegt röklega.16 Í þessu ljósi ber síðan að 14 Örn Ólafsson (1992:23). 15 Örn Ólafsson (1992:22 og 23). 16 Örn orðar þetta hvergi nákvæmlega svona, en notar þennan greinarmun aftur og aftur sem kvarða til greiningar á ljóðum frá 20. öld sem hann fjallar um í Kóral- forspili hafsins. Sjá t.d. 1992:51–57, 70, 134, 295 („It seems convenient to distinguish
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.