Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 93

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 93
88 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 til þess að styðja skólana og aðstoða þá við að leggja árlega fyrir skimanir í lestri og stærðfræði í ákveðnum árgöngum og vinna úr þeim miðlægt, til þess að skólarnir ættu auðveldara með að finna sem fyrst þá sem þyrftu á sérkennslu að halda. Árlega fá skólarnir í hendur skýrslur um niðurstöður þessara skimana hjá sér. En ég veit ekki alveg hvort þær hafa verið nýttar sem skyldi, þótt við höfum haldið námskeið reglulega um nýtingu þessara niðurstaðna. Kannski var brotalömin sú að það vantaði ráðgjafa til þess að fara í skóla og fylgja niðurstöðum eftir. Til þess þyrfti mikinn mannskap. INGUNNARSKÓLI – BYGGÐUR Á SAMRÁÐI OG GAGNAÖFLUN Eitt dæmi um gagnaöflun til að undirbyggja ákvarðarnir var undirbúningur Ingunnar- skóla. Það var stemmning í kringum undir- búningsvinnuna og ferlið sem lagði grunninn að honum. Já, þetta var gríðarlega skemmtilegt og gagnlegt starf. Þar var safnað miklum gögnum áður en byrjað var að hanna skólabygginguna og undirbúa starfið almennt. Skólastjóri var ráðinn hálfu ári áður en skólinn tók til starfa og um leið var ráðinn bandarískur arkitekt, Bruce Jilk, til að hanna byggingu fyrir skólann. Hann hafði tekið þátt í að móta ákveðið undirbúningsferli fyrir skólabyggingar sem skiptist í 12 skref og fjöldi aðila tekur þátt í. Ég beitti mér fyrir að fá þennan arkitekt hingað, sem hafði mikla reynslu í mörgum löndum af því að hanna skóla fyrir þá þróun sem er í gangi, og kenna okkur að vinna eftir þessu undirbúningsferli. Mér fannst íslenskir arkitektar ekki skilja nógu vel það sem við vorum að reyna að segja í forsögnum að byggingum um það hvernig skóla við vildum. Mín hugsun var að við gætum stytt okkur leið með því að fá til okkar þennan reynda mann á sviði hönnunar skólabygginga. Það er gaman að geta þess hér að Bruce er nú að fá þau æðstu verðlaun sem unnt er að fá fyrir hönnun skóla í Bandaríkjunum fyrir hönnun sína á Ingunnarskóla og þau verða afhent á árlegu þingi fræðslustjóra í Bandaríkjunum nú í mars. Myndaður var um 30 manna undirbúningshópur til að undirbúa skólann, þar sem voru m.a. stjórnmálamenn, kennarar, aðrir starfsmenn skóla, skólastjórnendur, foreldrar, arkitektar, verkfræðingar, tæknifræðingar og aðilar úr atvinnulífinu og hópurinn fór í gegnum þessi 12 skref. Í undirbúningsferlinu er byrjað á því að hugsa um hið almenna umhverfi skólans, hvar hann verður staðsettur, hvaða möguleikar bjóðast o.s.frv. Svo færumst við nær starfinu, hvaða væntingar eru til skólans, hvers konar fólk vilja menn að hann útskrifi eftir 10 ár, hvers konar námsferli þarf þá að eiga sér stað, hvers konar starfsmenn þarf að ráða, hvernig ætti vinna þeirra að vera skipulögð og svo er það ekki fyrr en í lokin, í síðasta skrefinu, að spurt er: Hvernig á byggingin að vera utan um svona starf? Síðan teiknaði arkitekt Ingunnarskóla byggingu sem var nákvæmlega eins og byggingarhópurinn vildi, enda var hann með í vinnuferlinu allan tímann og stýrði því. Það var safnað miklum upplýsingum um skólastarf og byggingar í öðrum löndum, og farin ferð til að skoða nýjar skólabyggingar í Bandaríkjunum. Það var nú eiginlega fyrsta skrefið í þessu ferli öllu. Í ferðina fóru skólamenn, arkitektar, verkfræðingar, aðilar frá byggingadeild borgarinnar og stjórnmálamenn. Leitin að fjórða veggnum hét skýrsla um þessa ferð.4 Síðan vildum við gera þetta aftur þegar Korpuskóli var undirbúinn. Yfir 20 manna hópur úr ýmsum áttum fór í gegnum nákvæm- lega sama ferlið, skrefin öll, en þar var vandinn sá að Framkvæmdasvið borgarinnar var ekki Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur 4 Gerður G. Óskarsdóttir (1999). „Leitin að fjórða veggnum“. Hönnun skólabygginga. Kynnisferð bygginga- og skólamanna frá Reykjavíkurborg til Minnesota 3.-8. nóvember 1999. Reykjavík: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Byggingadeild borgarverkfræðings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.