Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 26

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 26
26 Heimspeki Snúum okkur þá að „heimspeki“. orð þetta merkti ekki upphaflega mesta- speki-í-heimi eða speki-um-allt-í-heiminum, eins og flestir skilja það nú (sbr. „heimsmeistari“, sá sem hefur sigrað heiminn, eða „heimsborgari“, sá sem hefur allan heiminn að föðurlandi, eða „heimsmál“, mál sem talað er um heim allan). og jafnframt er ljóst að það er ekki til komið sem bein þýðing á forngríska orðinu fílosófía. Eins og Gunnar Harðarson hefur sýnt fram á með rannsóknum á sögu orðsins er um að ræða tökuþýðingu úr þýsku (Weltweisheit) eða dönsku (den verdslige Visdom) sem merkir veraldar- viska til aðgreiningar frá andans visku eða hinni „andligu spekt“ (hugtak Snorra) sem veitist kristnum mönnum fyrir Guðs náð.36 Hugsunin er svo kristin sem vera má því „veraldarviska“ er sérstakt heiti sem Páll postuli smíðaði til þess að hafa um vísindi heiðingja, forkristinna spekinga. Fyrri hlutinn, „heims-“, hafði því heldur neikvæða merkingu í samræmi við kristna tvíhyggju, og kemur sú merking ágætlega fram í fjölda samsettra norrænna orða sem hafa jákvæðan seinni hluta, s.s. „heimsdýrð“ og „heims- tign“, en neikvæða heildarmerkingu í kristnum skilningi.37 Í íslenskum biblíuþýðingum (þar til nýlega), allt frá Viðeyjarbiblíu (1841) Magnúsar Stephensens, stóð orðið „heimsspeki“ í þýðingu á Bréfi Páls til Kólossu- manna 2.8: „Varist, ad nokkur blindni hertaki ydur med heimsspeki og hégómlegri villu, eptir […] manna setníngum“. Í Biblíu Hins íslenzka biblíufélags frá 1978 stóð enn á þessum stað: „Gætið þess, að enginn verði til að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem byggist á manna- setningum, er runnið frá heimsvættunum, en ekki frá Kristi.“ orðið í gríska frumtextanum sem þýtt er með „heimspeki“ er fílosófía og það orð stendur einnig í Vúlgötu, philosophia. Jafnvel Lúther varðveitti þetta gríska orð í sinni þýsku biblíuþýðingu. Lengi vel stóð hins vegar verdslig Visdom á þessum stað í dönskum biblíuþýðingum, og Viðeyjarbiblía virðist hér byggja á dönsku þýðingunni. Í Fyrra bréfi Páls til Korintumanna, 1.19–20, finnum við ritningarstaðinn sem liggur kristnu hugtökunum Weltweisheit, 36 Gunnar Harðarson, „Philosophia í miðaldahandritinu GKS 1812 4to og tengsl hennar við fróðleiksást“, Í garði Sæmundar fróða, ritstj. Gunnar Harðarson og Sverrir Tómasson, Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 40. 37 Önnur slík orð eru t.d. „heimsblíða“, „heimsfegrð“, „heimsgleði“, „heimshöfð- ingi“, „heims líf“, „heimsmaðr“ (haft um Ágústínus, í sögu hans, áður en hann tók kristna trú) og „heimsvirðing“. „Heimsins prakt“, sem fyrir kom í 10. línu erindis sr. Egils Eld járnssonar sem vitnað var til í upphafi greinarinnar, er eins hugsað. Gottskálk Jensson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.